Notum kreditkortið mun oftar en aðrir Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2016 07:15 Hættur sem fylgja kreditkortanotkun eru vel þekktar – en virðast ekki trufla Íslendinga neitt. Vísir/Getty Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira