Notum kreditkortið mun oftar en aðrir Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2016 07:15 Hættur sem fylgja kreditkortanotkun eru vel þekktar – en virðast ekki trufla Íslendinga neitt. Vísir/Getty Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira