Notum kreditkortið mun oftar en aðrir Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2016 07:15 Hættur sem fylgja kreditkortanotkun eru vel þekktar – en virðast ekki trufla Íslendinga neitt. Vísir/Getty Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira