Ríkið þyrst í vodkann Þorgeir Helgason skrifar 9. desember 2016 07:00 Áfengisgjald á sterku áfengi hefur nánast tvöfaldast frá hruni. Ríkið mun taka í sinn hlut 94 prósent af verði vodkaflösku úr Vínbúðinni í formi áfengisgjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts og álagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kemur fram í samantekt Félags atvinnurekenda á verðlagningu áfengis hér á landi með tilliti til boðaðra hækkana í fjárlagafrumvarpinu.„Þessi staða hér á innlendum markaði er með ólíkindum. Ég efast um að fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á því að það sé að greiða 94 prósent af verðinu til ríkisins þegar það kaupir vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu og stefnt er að því að hækka þau enn frekar eða um 4,7 prósent í fjárlagafrumvarpi ársins 2017. „Þetta er tíunda hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á þeim tíma hafa þau rúmlega tvöfaldast. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt stjórnvöld telja sig geta gengið í skattlagningu á einni neysluvöru?“ spyr Ólafur. Fyrir hrun voru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veikingu íslensku krónunnar eftir hrun breyttist staðan og áfengi varð dýrast í Noregi. Breytingin á gjöldunum um áramótin auk styrkingar krónunnar mun hins vegar hafa í för með sér að áfengisgjöld verða helmingi hærri hér á landi en í Noregi. Álagning ÁTVR á áfengi sem inniheldur 22 prósent vínanda eða meira er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn er ellefu prósent og áfengisgjaldið um 145 krónur á hvert prósent vínanda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.VísirÞað þýðir að þegar hækkun á áfengisgjöldum tekur gildi um áramótin renna 94 prósent af 7.300 króna vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur, virðisaukaskattur um 700 krónur, álagning ÁTVR um 700 krónur og skilagjald 20 krónur. Hlutur framleiðandans er hins vegar aðeins um 434 krónur. „Hugmyndaauðgi stjórnmálamannanna okkar í hvernig hægt sé að skattpína neytendur áfengis er alveg ótrúleg. Skattlagning á áfengi er augljóslega komin út úr öllu korti þegar neytandinn er farinn að greiða um og yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir Ólafur. Hann skorar á nýtt þing að samþykkja ekki þessa vitleysu og vinda fremur ofan af þessum ofursköttum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Ríkið mun taka í sinn hlut 94 prósent af verði vodkaflösku úr Vínbúðinni í formi áfengisgjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts og álagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kemur fram í samantekt Félags atvinnurekenda á verðlagningu áfengis hér á landi með tilliti til boðaðra hækkana í fjárlagafrumvarpinu.„Þessi staða hér á innlendum markaði er með ólíkindum. Ég efast um að fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á því að það sé að greiða 94 prósent af verðinu til ríkisins þegar það kaupir vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu og stefnt er að því að hækka þau enn frekar eða um 4,7 prósent í fjárlagafrumvarpi ársins 2017. „Þetta er tíunda hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á þeim tíma hafa þau rúmlega tvöfaldast. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt stjórnvöld telja sig geta gengið í skattlagningu á einni neysluvöru?“ spyr Ólafur. Fyrir hrun voru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veikingu íslensku krónunnar eftir hrun breyttist staðan og áfengi varð dýrast í Noregi. Breytingin á gjöldunum um áramótin auk styrkingar krónunnar mun hins vegar hafa í för með sér að áfengisgjöld verða helmingi hærri hér á landi en í Noregi. Álagning ÁTVR á áfengi sem inniheldur 22 prósent vínanda eða meira er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn er ellefu prósent og áfengisgjaldið um 145 krónur á hvert prósent vínanda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.VísirÞað þýðir að þegar hækkun á áfengisgjöldum tekur gildi um áramótin renna 94 prósent af 7.300 króna vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur, virðisaukaskattur um 700 krónur, álagning ÁTVR um 700 krónur og skilagjald 20 krónur. Hlutur framleiðandans er hins vegar aðeins um 434 krónur. „Hugmyndaauðgi stjórnmálamannanna okkar í hvernig hægt sé að skattpína neytendur áfengis er alveg ótrúleg. Skattlagning á áfengi er augljóslega komin út úr öllu korti þegar neytandinn er farinn að greiða um og yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir Ólafur. Hann skorar á nýtt þing að samþykkja ekki þessa vitleysu og vinda fremur ofan af þessum ofursköttum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira