Ungt fólk í skuldafeni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Húsnæði umboðsmanns skuldara. vísir/vilhelm Hlutfall ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara hefur vaxið verulega frá bankahruni og tekið kipp í ár. Ástæðan er vandræði vegna neysluskulda. „Já, við erum að sjá þennan hóp stækka hjá okkur og hópurinn sem er að leita til okkar hefur breyst mikið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Á sama tíma og fleiri leiti til stofnunarinnar vegna neysluskulda komi færri vegna fasteignalána. Ásta hefur áhyggjur af því úrvali tilboða sem er á markaðnum í dag þar sem fólk er hreinlega hvatt til skuldsetningar, til dæmis með Netgíró. „Maður hefur áhyggjur af því miðað við fortíðina,“ segir hún.Sjá einnig:Íslendingar í sérflokki þegar kemur að kreditkortum Þá hefur hún áhyggjur af mikilli neyslu fyrir jólin og hvað hún geri eftir hátíðarnar. „Fólk þarf að stíga varlega til jarðar,“ segir hún og varar við tilboðum sem feli nánast í sér að fólk geti frestað greiðslum vegna jólanna. „Það kostar alltaf að taka lán, sama í hvaða formi það er. Hvort sem það er yfirdráttarheimild eða raðgreiðslur. Fólk þarf að kynna sér vel alla skilmála og hvað þetta í raun og veru kostar. Það þarf að gera áætlun,“ segir hún. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti spá um jólaverslun undir lok síðustu viku. Þar segir að gert sé ráð fyrir að jólaverslun aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar króna án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Það yrði mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara hefur vaxið verulega frá bankahruni og tekið kipp í ár. Ástæðan er vandræði vegna neysluskulda. „Já, við erum að sjá þennan hóp stækka hjá okkur og hópurinn sem er að leita til okkar hefur breyst mikið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Á sama tíma og fleiri leiti til stofnunarinnar vegna neysluskulda komi færri vegna fasteignalána. Ásta hefur áhyggjur af því úrvali tilboða sem er á markaðnum í dag þar sem fólk er hreinlega hvatt til skuldsetningar, til dæmis með Netgíró. „Maður hefur áhyggjur af því miðað við fortíðina,“ segir hún.Sjá einnig:Íslendingar í sérflokki þegar kemur að kreditkortum Þá hefur hún áhyggjur af mikilli neyslu fyrir jólin og hvað hún geri eftir hátíðarnar. „Fólk þarf að stíga varlega til jarðar,“ segir hún og varar við tilboðum sem feli nánast í sér að fólk geti frestað greiðslum vegna jólanna. „Það kostar alltaf að taka lán, sama í hvaða formi það er. Hvort sem það er yfirdráttarheimild eða raðgreiðslur. Fólk þarf að kynna sér vel alla skilmála og hvað þetta í raun og veru kostar. Það þarf að gera áætlun,“ segir hún. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti spá um jólaverslun undir lok síðustu viku. Þar segir að gert sé ráð fyrir að jólaverslun aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar króna án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Það yrði mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira