Halldór Benjamín nýr framkvæmdastjóri SA Sæunn Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 14:54 Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár. Mynd/Aðsend Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent