Gagnrýna ófyrirsjáanleika Seðlabanka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gær. Vísir/GVA „Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira