Gagnrýna ófyrirsjáanleika Seðlabanka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gær. Vísir/GVA „Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
„Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent