Vaxandi áhyggjur af aðstæðum í atvinnulífinu Sæunn Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 11:05 Starfsmönnum gæti fjölgað um 1.800 á næstu 6 mánuðum, búist er við mestri fjölgun í byggingariðnaði. Vísir/GVA Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna vaxandi áhyggjur þeirra af aðstæðum í atvinnulífinu, einkum í útflutningsgreinum, og mikinn viðsnúning í mati þeirra á horfum á næstunni þar sem jafn margir búast við batnandi og versnandi horfum. Vinnuaflsskortur er töluverður, þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hefur þó minnkað frá síðustu könnun. Búast má við 1,5 prósent fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum og stærðarflokkum fyrirtækja búast við verðbólgu undir markmiði á næstu 12 mánuðum.Vaxandi áhyggjur af aðstæðum í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn mjög há. Langflestir þeirra, 76 prósent, telja aðstæður góðar í atvinnulífinu, en einungis 5 prósent að þær séu slæmar. Munur er þó nokkur frá síðustu könnun, sem gerð var í september síðastliðinn, en þá töldu 83 prósent aðstæður góðar en einungis 2 prósent slæmar. Sem fyrr sker sjávarútvegurinn sig úr í samanburði atvinnugreina þar sem 18 prósent stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja aðstæður slæmar og ugglaust má rekja til mikillar styrkingar gengis krónunnar, en 12 prósent þeirra mátu aðstæður slæmar í síðustu könnun. Þá telja 8 prósent stjórnenda í í flutningum og ferðaþjónustu aðstæður slæmar en í síðustu könnun var enginn þeirra þeirrar skoðunar. Áberandi munur er á mati stjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, þar sem 2 prósent stjórnenda á höfuðborgarsvæðinu telja aðstæður slæmar en 13 prósent á landsbyggðinni. Mikill viðsnúningur í mati á horfumMikil breyting hefur orðið á mati stjórnenda á horfum í atvinnulífinu á næstunni. Einungis 20 prósent þeirra telja að þær batni, samanborið við 39 prósent í síðustu könnun, 60 prósent að þær verði óbreyttar en 20 prósent að þær versni. Stjórnendur í sjávarútvegi eru nokkuð svartsýnir á horfurnar, þar sem 42 prósent þeirra telja að aðstæður versni en 7 prósent að þær batni. Stjórnendur í flutningum og ferðaþjónustu eru einnig fremur svartsýnir þar sem 25 prósent þeirra telja aðstæður versna en 17 prósent þær batni og einnig í iðnaði telja fleiri stjórnendur að aðstæður versni en að þær batni. Ekki kemur því á óvart að áhyggjur eru mestar í útflutningsstarfsemi, þar sem 29 prósent stjórnenda telja að aðstæður muni versna en 20 prósent að þær batni, samanborið við 12 prósent og 21 prósent í heimamarkaðsgreinunum.Skortur á starfsfólki fer heldur minnkandiSkortur á starfsfólki hefur minnkað heldur frá síðustu könnun og telja nú 37 prósent stjórnenda skort ríkja á starfsfólki, en 42 prósent þeirra töldu svo síðast. Yfir helmingur stjórnenda í byggingarstarfsemi og iðnaði segja skort vera á starfsfólki, en um eða innan við 40 prósent í öðrum atvinnugreinum. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi, sjávarútvegi og þjónustugreinum.Starfsmönnum gæti fjölgað um 1.800 á næstu 6 mánuðum30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Um 35 prósent stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 9 prósent sjá fram á fækkun en 56 prósent búast við óbreyttum fjölda. Niðurstöður benda til þess að starfsmönnum á almennum markaði gæti fjölgað um 1,5 prósent á næstu sex mánuðum sem svarar til 1.800 starfa. Sem fyrr er búist við langmestri starfsmannafjölgun í byggingarstarfsemi.Eftirspurn eykst bæði innanlands og erlendisStjórnendur sjá fyrir mikla aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstu sex mánuðum. Um 54 prósent þeirra búast við aukinni eftirspurn, 41 prósent að hún standi í stað en 5 prósent að hún minnki. Búist er við mestri aukningu eftirspurnar í verslun og í fjármálastarfsemi. Búist er við mun meiri aukningu í heimamarkaðsgreinum en útflutningsgreinum og á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Horfur virðast einnig góðar á erlendum mörkuðum. Um 40 prósent stjórnenda búast við aukinni eftirspurn, 47 prósent að hún verði óbreytt og 9% að hún minnki. Minnst bjartsýni hvað erlenda eftirspurn varðar er í iðnaði, þar sem 27 prósent stjórnenda telja að hún minnki, og í sjávarútvegi, þar sem 17 prósent þeirra telja svo verða.Verðbólguvæntingar stöðugar og undir markmiðiVerðbólguvæntingar stjórnenda til næstu 12 mánaða eru undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans aðra könnunina í röð. Verðbólguvæntingarnar eru undir markmiðinu hjá stjórnendum í öllum atvinnugreinum og öllum stærðarflokkum fyrirtækja. Tengdar fréttir Óttast að stöðug styrking krónunnar valdi öðru hruni Hækkun á gengi krónunnar undanfarin misseri er farin að skaða ferðaþjónustuna og útflutning á íslenskum afurðum. 9. desember 2016 11:58 Starfsfólki gæti fjölgað um 2.000 á hálfu ári Búast má við að störfum fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðu, mest í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu. 10. október 2016 10:55 Styrking krónu ógnar langtímahagsmunum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að vinna á móti styrkingu krónunnar. Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og kaupa gjaldeyri. Einnig sé nauðsynlegt að lífeyrissjóðir auki erlendar fjárfestingar. 7. desember 2016 11:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna vaxandi áhyggjur þeirra af aðstæðum í atvinnulífinu, einkum í útflutningsgreinum, og mikinn viðsnúning í mati þeirra á horfum á næstunni þar sem jafn margir búast við batnandi og versnandi horfum. Vinnuaflsskortur er töluverður, þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hefur þó minnkað frá síðustu könnun. Búast má við 1,5 prósent fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum og stærðarflokkum fyrirtækja búast við verðbólgu undir markmiði á næstu 12 mánuðum.Vaxandi áhyggjur af aðstæðum í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn mjög há. Langflestir þeirra, 76 prósent, telja aðstæður góðar í atvinnulífinu, en einungis 5 prósent að þær séu slæmar. Munur er þó nokkur frá síðustu könnun, sem gerð var í september síðastliðinn, en þá töldu 83 prósent aðstæður góðar en einungis 2 prósent slæmar. Sem fyrr sker sjávarútvegurinn sig úr í samanburði atvinnugreina þar sem 18 prósent stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja aðstæður slæmar og ugglaust má rekja til mikillar styrkingar gengis krónunnar, en 12 prósent þeirra mátu aðstæður slæmar í síðustu könnun. Þá telja 8 prósent stjórnenda í í flutningum og ferðaþjónustu aðstæður slæmar en í síðustu könnun var enginn þeirra þeirrar skoðunar. Áberandi munur er á mati stjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, þar sem 2 prósent stjórnenda á höfuðborgarsvæðinu telja aðstæður slæmar en 13 prósent á landsbyggðinni. Mikill viðsnúningur í mati á horfumMikil breyting hefur orðið á mati stjórnenda á horfum í atvinnulífinu á næstunni. Einungis 20 prósent þeirra telja að þær batni, samanborið við 39 prósent í síðustu könnun, 60 prósent að þær verði óbreyttar en 20 prósent að þær versni. Stjórnendur í sjávarútvegi eru nokkuð svartsýnir á horfurnar, þar sem 42 prósent þeirra telja að aðstæður versni en 7 prósent að þær batni. Stjórnendur í flutningum og ferðaþjónustu eru einnig fremur svartsýnir þar sem 25 prósent þeirra telja aðstæður versna en 17 prósent þær batni og einnig í iðnaði telja fleiri stjórnendur að aðstæður versni en að þær batni. Ekki kemur því á óvart að áhyggjur eru mestar í útflutningsstarfsemi, þar sem 29 prósent stjórnenda telja að aðstæður muni versna en 20 prósent að þær batni, samanborið við 12 prósent og 21 prósent í heimamarkaðsgreinunum.Skortur á starfsfólki fer heldur minnkandiSkortur á starfsfólki hefur minnkað heldur frá síðustu könnun og telja nú 37 prósent stjórnenda skort ríkja á starfsfólki, en 42 prósent þeirra töldu svo síðast. Yfir helmingur stjórnenda í byggingarstarfsemi og iðnaði segja skort vera á starfsfólki, en um eða innan við 40 prósent í öðrum atvinnugreinum. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi, sjávarútvegi og þjónustugreinum.Starfsmönnum gæti fjölgað um 1.800 á næstu 6 mánuðum30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Um 35 prósent stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 9 prósent sjá fram á fækkun en 56 prósent búast við óbreyttum fjölda. Niðurstöður benda til þess að starfsmönnum á almennum markaði gæti fjölgað um 1,5 prósent á næstu sex mánuðum sem svarar til 1.800 starfa. Sem fyrr er búist við langmestri starfsmannafjölgun í byggingarstarfsemi.Eftirspurn eykst bæði innanlands og erlendisStjórnendur sjá fyrir mikla aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstu sex mánuðum. Um 54 prósent þeirra búast við aukinni eftirspurn, 41 prósent að hún standi í stað en 5 prósent að hún minnki. Búist er við mestri aukningu eftirspurnar í verslun og í fjármálastarfsemi. Búist er við mun meiri aukningu í heimamarkaðsgreinum en útflutningsgreinum og á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Horfur virðast einnig góðar á erlendum mörkuðum. Um 40 prósent stjórnenda búast við aukinni eftirspurn, 47 prósent að hún verði óbreytt og 9% að hún minnki. Minnst bjartsýni hvað erlenda eftirspurn varðar er í iðnaði, þar sem 27 prósent stjórnenda telja að hún minnki, og í sjávarútvegi, þar sem 17 prósent þeirra telja svo verða.Verðbólguvæntingar stöðugar og undir markmiðiVerðbólguvæntingar stjórnenda til næstu 12 mánaða eru undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans aðra könnunina í röð. Verðbólguvæntingarnar eru undir markmiðinu hjá stjórnendum í öllum atvinnugreinum og öllum stærðarflokkum fyrirtækja.
Tengdar fréttir Óttast að stöðug styrking krónunnar valdi öðru hruni Hækkun á gengi krónunnar undanfarin misseri er farin að skaða ferðaþjónustuna og útflutning á íslenskum afurðum. 9. desember 2016 11:58 Starfsfólki gæti fjölgað um 2.000 á hálfu ári Búast má við að störfum fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðu, mest í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu. 10. október 2016 10:55 Styrking krónu ógnar langtímahagsmunum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að vinna á móti styrkingu krónunnar. Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og kaupa gjaldeyri. Einnig sé nauðsynlegt að lífeyrissjóðir auki erlendar fjárfestingar. 7. desember 2016 11:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Óttast að stöðug styrking krónunnar valdi öðru hruni Hækkun á gengi krónunnar undanfarin misseri er farin að skaða ferðaþjónustuna og útflutning á íslenskum afurðum. 9. desember 2016 11:58
Starfsfólki gæti fjölgað um 2.000 á hálfu ári Búast má við að störfum fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðu, mest í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu. 10. október 2016 10:55
Styrking krónu ógnar langtímahagsmunum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að vinna á móti styrkingu krónunnar. Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og kaupa gjaldeyri. Einnig sé nauðsynlegt að lífeyrissjóðir auki erlendar fjárfestingar. 7. desember 2016 11:00