Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:45 Nokkrir af þeim sem komu við sögu í umfangsmestu dómsmálum ársins í viðskiptalífinu. Vísir Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira