Viðskipti innlent

Hlutabréfin hækka og hækka í kauphöllinni

Magnús Halldórsson skrifar
Miklar hækkanir einkenndu viðskipti með hlutabréf í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, enn einu sinni á þessu ári. Mest var hækkunin á gengi hlutabréfa Icelandair Group en gengi bréfa félagsins hækkaði um 2,74 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,75 og hefur ekki verið hærra frá því félagið var endurskráð á markað, á genginu 2,5 árið 2010. Veltan í viðskiptum með bréf félagsins í dag, var nokkuð mikil, og nam tæplega 1,2 milljörðum króna.

Þá hækkaði gengi bréfa Marels um 1,64 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 155. Gengi bréfa Haga hækkaði um eitt prósent og er gengi bréfa félagsins nú 25, en þegar félagið var skráð á markað, í upphafi síðasta árs, var gengi bréfa félagsins 13,5.

Gengi bréfa Eimskipafélags Íslands hækkaði um 1,2 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 253. Gengi bréfa Vodafone hækkaði um 0,15 prósent og er nú 32,95 og gengi bréfa hækkaði um 0,16 prósent og er nú 12,6.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×