Viðskipti innlent

Jólaverslunin líflegri en 2011

Jólagjafa leitað Sala á skóm fyrir jólin jókst sérstaklega mikið á milli ára.Fréttablaðið/Stefán
Jólagjafa leitað Sala á skóm fyrir jólin jókst sérstaklega mikið á milli ára.Fréttablaðið/Stefán
Jólaverslunin var nokkru meiri fyrir nýliðin jól en árið 2011. Þannig vörðu heimili landsins um 6% meira til matarinnkaupa í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Leiðrétt fyrir áhrifum verðbólgu var aukningin 1,1%.

Sala áfengis dróst saman um 2,6% á föstu verðlagi í desember miðað við desember 2011. Þá minnkaði fataverslun um 1,4% á föstu verðlagi milli ára. Skóverslun jókst aftur á móti umtalsvert, eða um 9,2% á föstu verðlagi, og þá jókst sala húsgagna um 1,8%. Sala á raftækjum dróst saman um 0,3% á föstu verðlagi í desember.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×