Viðskipti innlent

Hagnaður Haga nam 2 milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Hagnaður Haga, eftir skatta, á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins 2012-2013 nam 2 milljörðum króna eða 3,9% af veltu fyrirtækisins. Hagnaður tímabilsins fyrir skatta nam 2.612 milljónum króna, samanborið við 1.867 milljónum króna árið áður. Árshlutareikningur var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. janúar 2013.

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 25.899 milljónum króna. Fastafjármunir voru 12.908 milljónir króna og veltufjármunir 12.991 milljónir króna. Þar af eru birgðir 5.963 milljónir króna en birgðasöfnun félagsins nær hámarki í nóvember vegna jólavertíðarinnar. Á sama tíma í fyrra voru birgðir 5.702 milljónir króna og er hækkun því um 4,6% milli ára.

Eigið fé félagsins var 7.837 milljónir króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 30,3%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 18.062 milljónir króna, þar af eru langtímaskuldir 9.984 milljónir króna. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 7.004 milljónir króna.

Hér má sjá árshlutauppgjör Haga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×