Viðskipti innlent

Alþjóðabankinn spáir hækkandi álverði í ár

Alþjóðabankinn spáir því að álverð muni hækka lítilsháttar eða um 3% á þessu ári m.a. vegna hækkandi orkukostnaðar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bankans. Álverð fór undir 2.000 dollara á tonnið á þriðja fjórðungi síðasta árs vegna offramleiðslu á heimsvísu og mikilla birgða. Verðið hefur verið að braggast síðan og stendur nú í 2.033 dollurum á tonnið.

Í umfjöllun greiningar Íslandsbanka um málið segir að þróun álverðs skiptir íslenska hagkerfið verulegu máli, enda eru framleidd hér 830 þúsund tonn á ári eða nær 2% af heimsframleiðslunni. Á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs nam útflutningsverðmæti áls um 205 milljörðum kr.

Verðmæti álútflutnings á fyrrgreindu tímabil nam u.þ.b. 35% af vöruútflutningstekjum Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×