Fréttaskýring: Ríflega 443 milljóna tap af fjölmiðlarekstri Magnús Halldórsson skrifar 15. janúar 2013 14:37 Rekstur helstu fjölmiðlafyrirtækja landsins gekk upp og ofan á árinu 2011, samkvæmt ársreikningum sem skilað hefur verið til Ársreikningaskrár. Rekstrartölur fjölmiðlafyrirtækja fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir, nema hjá RÚV, þar sem birtar hafa verið rekstrartölur fyrir rekstrarárið 1. september 2011 til 31. ágúst 2012. Síðasta fyrirtækið til þess að skila inn ársreikningi fyrir árið 2011 var Vefpressan sem skilaði ársreikningi fyrir það ár til Ársreikningaskrár 7. janúar sl. Heildarafkoma fjölmiðlareksturs á Íslandi, þ.e. samanlagt hagnaður og tap, samkvæmt síðustu birtu ársreikningum félaganna hér að neðan, sem eru umsvifamest á markaðnum, var neikvæð um 443,6 milljónir króna.Tap og neikvætt eigið fé hjá Skjánum Þannig tapaði Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, 285 milljónum króna í fyrra, en það var mesta tapið sé sérstaklega horft til fjölmiðlafyrirtækja. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna tap en félagið tapaði 2010. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Eigandi Skjásins er Skipti, móðurfélag Símans.Viðskiptablaðið rekið með hagnaði Myllusetur ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, hagnaðist um 14 milljónir króna 2011. Það er minna en árið 2010 en félagið hagnaðist þá um 20,9 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Ástæða samdráttarins er sú að fjármunatekjur drógust saman á síðasta ári, fjármagnsgjöld hækkuðu og félagið greiddi 2,8 milljónir króna í tekjuskatt, en það greiddi engan slíkan árið 2010. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, sem á 67 prósent, og Sveinn Biering Jónsson, sem á 33 prósent.Hagnaður hjá 365 minnkaði frá árinu 2010 Hagnaður 365 miðla ehf., sem m.a. reka Stöð 2 og undirstöðvar hennar, Fréttablaðið, Vísir.is og Bylgjuna, á árinu 2011 nam 250 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi. Það er umtalsvert minni hagnaður en á árinu 2010 þegar hann nam 360 milljónum króna. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og stjórnarformaður 365, er stærsti eigandi félagsins, en samkvæmt eigendalista fyrirtækisins sem birtur er á vef Fjölmiðlanefndar ríkisins eru stærstu eigendur 365 félögin Moon Capital S.á.r.l. 43,5%, ML 102 ehf. 25,8%, IP Studium ehf. 12,5% og síðan Ingibjörg Pálmadóttir sjálf, í eigin nafni, 7,9%.Rekstur RÚV í samræmi við áætlanir Ríkisútvarpið tapaði 85 milljónum króna á rekstrarárinu 1. september 2011 til 31. ágúst 2012, en ekkert annað fjölmiðlafyrirtæki hefur birt rekstrartölur fyrir fyrrgreint tímabil. Tapið var í samræmi við rekstraráætlun, að því er segir í tilkynningu til kauphallar vegna uppgjörsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir RÚV 5,6 milljörðum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er um 651 milljón króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 11,7%. Íslenska ríkið er eigandi RÚV.Árvakur tapaði 205 milljónum Heildartap ársins 2011 af rekstri Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is, nam 205 milljónum króna, en nam 330 milljónum króna árið 2010. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 40,4 milljónir, en hann var neikvæður um 97,4 milljónir á árinu 2010. Heildartekjur síðasta árs voru um þrír milljarðar króna og jukust um 360 milljónir, eða 13,6% frá árinu á undan. Helstu eigendur eru félögin Hlynur A 26,7%, þar sem Guðbjörg Matthíasdóttir er í forsvari, Krossanes ehf. 20,8%, þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er í forsvari, og Áramót ehf. 20%, sem útgefandinn Óskar Magnússon er í forsvari fyrir.Tap jókst milli ára hjá Vefpressunni Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Stjórnarformaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er stærsti eigandi félagsins, ásamt Arnari Ægissyni.Tapið hjá DV nam 82,2 milljónum DV ehf., útgáfufélag DV, skilaði 82,8 milljóna króna tapi 2011. Alls nemur tap félagsins á árunum 2010 og 2011 um 127 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011. Samkvæmt hluthafalista í ársreikningi fyrir árið 2011 eru stærstu hluthafar DV ehf. þau Lilja Skaftadóttir Hjartar sem á 26,9% hlutafjár, Reynir Traustason ritstjóri sem á 24,7% hlut og félagið Umgjörð sem á 18,6%.Tap af tímaritaútgáfu Útgáfufélagið Birtíngur tapaði 20,9 milljónum króna árið 2011. Það tap bætist við 55,9 milljóna króna tap árið 2010. Eigið fé Birtíngs var neikvætt um 83,2 milljónir króna um áramótin 2010/2011, samkvæmt ársreikningi. Birtíngur gefur meðal annars út Mannlíf, Vikuna, Hús og híbýli og Séð og heyrt. Félagið er að mestu í eigu félaga Hreins Loftssonar en auk þess eiga 365 miðlar 47,29 prósenta hlut, að því er fram kemur á vefsíðu Fjölmiðlanefndar. Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Rekstur helstu fjölmiðlafyrirtækja landsins gekk upp og ofan á árinu 2011, samkvæmt ársreikningum sem skilað hefur verið til Ársreikningaskrár. Rekstrartölur fjölmiðlafyrirtækja fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir, nema hjá RÚV, þar sem birtar hafa verið rekstrartölur fyrir rekstrarárið 1. september 2011 til 31. ágúst 2012. Síðasta fyrirtækið til þess að skila inn ársreikningi fyrir árið 2011 var Vefpressan sem skilaði ársreikningi fyrir það ár til Ársreikningaskrár 7. janúar sl. Heildarafkoma fjölmiðlareksturs á Íslandi, þ.e. samanlagt hagnaður og tap, samkvæmt síðustu birtu ársreikningum félaganna hér að neðan, sem eru umsvifamest á markaðnum, var neikvæð um 443,6 milljónir króna.Tap og neikvætt eigið fé hjá Skjánum Þannig tapaði Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, 285 milljónum króna í fyrra, en það var mesta tapið sé sérstaklega horft til fjölmiðlafyrirtækja. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna tap en félagið tapaði 2010. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Eigandi Skjásins er Skipti, móðurfélag Símans.Viðskiptablaðið rekið með hagnaði Myllusetur ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, hagnaðist um 14 milljónir króna 2011. Það er minna en árið 2010 en félagið hagnaðist þá um 20,9 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Ástæða samdráttarins er sú að fjármunatekjur drógust saman á síðasta ári, fjármagnsgjöld hækkuðu og félagið greiddi 2,8 milljónir króna í tekjuskatt, en það greiddi engan slíkan árið 2010. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, sem á 67 prósent, og Sveinn Biering Jónsson, sem á 33 prósent.Hagnaður hjá 365 minnkaði frá árinu 2010 Hagnaður 365 miðla ehf., sem m.a. reka Stöð 2 og undirstöðvar hennar, Fréttablaðið, Vísir.is og Bylgjuna, á árinu 2011 nam 250 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi. Það er umtalsvert minni hagnaður en á árinu 2010 þegar hann nam 360 milljónum króna. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og stjórnarformaður 365, er stærsti eigandi félagsins, en samkvæmt eigendalista fyrirtækisins sem birtur er á vef Fjölmiðlanefndar ríkisins eru stærstu eigendur 365 félögin Moon Capital S.á.r.l. 43,5%, ML 102 ehf. 25,8%, IP Studium ehf. 12,5% og síðan Ingibjörg Pálmadóttir sjálf, í eigin nafni, 7,9%.Rekstur RÚV í samræmi við áætlanir Ríkisútvarpið tapaði 85 milljónum króna á rekstrarárinu 1. september 2011 til 31. ágúst 2012, en ekkert annað fjölmiðlafyrirtæki hefur birt rekstrartölur fyrir fyrrgreint tímabil. Tapið var í samræmi við rekstraráætlun, að því er segir í tilkynningu til kauphallar vegna uppgjörsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir RÚV 5,6 milljörðum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er um 651 milljón króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 11,7%. Íslenska ríkið er eigandi RÚV.Árvakur tapaði 205 milljónum Heildartap ársins 2011 af rekstri Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is, nam 205 milljónum króna, en nam 330 milljónum króna árið 2010. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 40,4 milljónir, en hann var neikvæður um 97,4 milljónir á árinu 2010. Heildartekjur síðasta árs voru um þrír milljarðar króna og jukust um 360 milljónir, eða 13,6% frá árinu á undan. Helstu eigendur eru félögin Hlynur A 26,7%, þar sem Guðbjörg Matthíasdóttir er í forsvari, Krossanes ehf. 20,8%, þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er í forsvari, og Áramót ehf. 20%, sem útgefandinn Óskar Magnússon er í forsvari fyrir.Tap jókst milli ára hjá Vefpressunni Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Stjórnarformaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er stærsti eigandi félagsins, ásamt Arnari Ægissyni.Tapið hjá DV nam 82,2 milljónum DV ehf., útgáfufélag DV, skilaði 82,8 milljóna króna tapi 2011. Alls nemur tap félagsins á árunum 2010 og 2011 um 127 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011. Samkvæmt hluthafalista í ársreikningi fyrir árið 2011 eru stærstu hluthafar DV ehf. þau Lilja Skaftadóttir Hjartar sem á 26,9% hlutafjár, Reynir Traustason ritstjóri sem á 24,7% hlut og félagið Umgjörð sem á 18,6%.Tap af tímaritaútgáfu Útgáfufélagið Birtíngur tapaði 20,9 milljónum króna árið 2011. Það tap bætist við 55,9 milljóna króna tap árið 2010. Eigið fé Birtíngs var neikvætt um 83,2 milljónir króna um áramótin 2010/2011, samkvæmt ársreikningi. Birtíngur gefur meðal annars út Mannlíf, Vikuna, Hús og híbýli og Séð og heyrt. Félagið er að mestu í eigu félaga Hreins Loftssonar en auk þess eiga 365 miðlar 47,29 prósenta hlut, að því er fram kemur á vefsíðu Fjölmiðlanefndar.
Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent