Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn kominn á flug að nýju

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er kominn á flug að nýju eftir rólegheitin um jólin og áramótin.

Alls var þinglýst 124 kaupsamningum um fasteignir í borginni í síðustu viku. Þetta er nokkuð meiri fjöldi en nemur vikumeðaltalinu síðustu þrjá mánuði sem er 111 samningar.

Veltan var næstum á pari við meðaltalið síðustu þrjá mánuði eða rúmlega 3,6 milljarðar króna. Meðalverð á samning nam rúmum 29 milljónum kr. sem er nokkuð minna en meðaltalið en það er 33 milljónir á samning undanfarna þrjá mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×