Viðskipti innlent

Verulegur samdráttur í útlánum ÍLS í fyrra

Verulegur samdráttur var í útlánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á síðasta ári miðað við árið á undan. Heildarfjárhæð almennra lána í fyrra nam tæpum 13 milljörðum króna en var 21,5 milljarðar króna á árinu 2011. Þetta er samdráttur upp á rúm 40% milli ára.

Alls veitti Íbúðalánasjóður 1.314 almenn íbúðalán í fyrra en til samanburðar voru lánin 2.153 talsins árið 2011.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. Þar segir að í lok síðasta árs hafði hlutfall lána í vanskilum lækkað fimm mánuði í röð frá því að vanskil í lánasafni sjóðsins náðu hámarki í júlí síðastliðnum. Þetta sé ánægjuleg þróun og vonandi vísbending um það sem koma skal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×