Viðskipti innlent

Opið fyrir tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Orkusalan var valin vefur ársins í fyrra.
Orkusalan var valin vefur ársins í fyrra.
Íslensku vefverðlaunin verða afhend í tólfta sinn 8. febrúar í Eldborg í Hörpu. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til verðlaunanna á svef.is. Tilnefningar eru öllum opnar og verður hægt að tilnefna vefi fram til 22. janúar. Samtök vefiðnaðarins, SVEF, standa að verðlaununum og hafa gert frá árinu 2000. Þau eru jafnframt hugsuð sem uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa, segir í tilkynningu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun afhenda verðlaunin. Flokkarnir sem verðlaun eru veitt fyrir: • Besti sölu- og kynningarvefurinn (yfir 50 starfsmenn) • Besti sölu- og kynningarvefurinn (undir 50 starfsmenn) • Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn • Besta markaðsherferðin á netinu • Besti smá- eða handtækjavefurinn • Besti afþreyingar- og/eða fréttavefurinn • Besta blog/efnistök/myndefni • Frumlegasti vefurinn • Besta útlit og viðmót • Besti íslenski vefurinn Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins. Félagið stendur einnig árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál. Einnig fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og fagnaða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×