Viðskipti innlent

Davíð Oddsson segir auðlegðarskattinn brjóta gegn stjórnarskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Davíð Oddsson í viðtali við Björn Bjarnason.
Davíð Oddsson í viðtali við Björn Bjarnason.
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, segir að auðlegðarskatturinn sé eignarupptökuskattur og stangist því á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta sagði Davíð í samtali við Björn Bjarnason, vin sinn, á ÍNN í kvöld. „Það var lagður á sértakur auðlegðarskattur. Sá skattur er eignarupptökuskattur því menn verða að losa um eignir til þess geta staðið skil á honum," sagði Davíð

En hann gagnrýndi ekki bara auðlegðarskattinn. „Menn þurfa ekki bara að horfa á þessa skatta sem eru á þá sem heldur betur hafa það," sagði Davíð og benti á að einnig hefði virðisaukaskattur og vörugjöld hækkað. „En jafnrramt hafa öll gjöld hækkað þar sem menn eiga erfiðast, komugjöld á spítala, niðurgreiðslur á lyfjum og svo framvegis," sagði Davíð.

Davíð gagnrýndi líka að gjaldeyrishöftin væru enn við lýði, en þau voru sett á þegar hann var seðlabankastjóri. Davíð segir að þau hafi bara átt að standa í tíu mánuði. Svo gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að hafa leyft því að gerast að erlendir vogunarsjóðir hefðu eignast meirihluta í tveimur stærstu viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Arion banka, en eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu eiga nokkrir vogunarsjóðir stærstan hlut krafna í þrotabú gömlu bankanna, Kaupþing og Glitni, sem aftur eru aðaleigendur nýju bankanna. Davið sagði að eign Vogunarsjóðanna í bönkunum leiddi til þess að gjaldeyrishöftum yrði haldið enn lengur en ella hefði verið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×