Viðskipti innlent

Kópavogur með hærri tekjuviðmið en Reykjavík

Tekjuhámark Kópavogsbæjar vegna umsókna á íbúðum er 3,7 milljónir á ári.Fréttablaðið/Stefán
Tekjuhámark Kópavogsbæjar vegna umsókna á íbúðum er 3,7 milljónir á ári.Fréttablaðið/Stefán
Biðlisti eftir félagslegum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega næststystur í Kópavogi miðað við íbúafjölda. Þá er fjöldi íbúða næstmestur þar á hverja þúsund íbúa af öllum sveitarfélögum landsins.

Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að biðlisti eftir félagslegum leiguíbúðum væri hlutfallslega lengstur í Kópavogi af öllum stærstu sveitarfélögum landsins sé fjöldi fólks á lista borinn saman við fjölda íbúða. Alls eru 392 íbúðir og 241 á biðlista, eða 61,5 prósent. Meira en 1.300 manns eru á biðlistum eftir félagslegum leiguíbúðum í stærstu sveitarfélögum landsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að komast á listann, til að mynda varðandi tekjuviðmið og biðtíma.

„Ef Kópavogsbær notaði sömu viðmið og Reykjavík mundi fólki á biðlistum fækka um 114,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. „Það væru þá 170 á biðlistanum í Kópavogi en ekki 284.“

Til að komast á biðlista í Reykjavík þarf íbúi að hafa búið þar í þrjú ár en einungis í sex mánuði í Kópavogi. Tekjuhámarkið í Reykjavík er ríflega 2,8 milljónir en um 3,7 milljónir í Kópavogi. Miðað við það ætti listinn í Kópavogsbæ að styttast til muna væru sömu viðmið notuð og í Reykjavík.- sv


Tengdar fréttir

Náðu stjórn á ómannaðri vél

Bandarískum tölvunarfræðingum tókst að hakka sig inn í stjórnkerfi ómannaðrar flugvélar af sömu gerð og bandaríska leyniþjónustan notar til loftárása og ná þannig stjórn á flugvélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×