Viðskipti innlent

Verulega dregur úr afgangi á vöruskiptum

Verulega hefur dregið úr afgangi á vöruskiptum það sem af er árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrstu fimm mánuði árins voru fluttar út vörur fyrir 261,7 milljarða króna en inn fyrir 234,8 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 26,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 39,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 12,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 55,4 milljarða króna og inn fyrir 56,5 milljarða króna. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 1,1 milljarð króna. Í maí 2011 voru vöruskiptin hagstæð um 5,9 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu fimm mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruútflutnings 11,9 milljörðum eða 4,8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,2% minna en á sama tíma árið áður.

Sjávarafurðir voru 42,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 24,1% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski, fiskimjöli og heilum frystum fiski.

Fyrstu fimm mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruinnflutnings 24,6 milljörðum eða 11,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning á verðmæti innflutnings varð mest í flutningatækjum og eldsneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×