Fleiri fréttir

Hvergi betri hlutabréfaávöxtun en hér á landi

Ávöxtun á skráðum hlutabréfamarkaði Nasdaq OMX Kauphöll Íslands hér á landi frá síðustu áramótum hefur verið betri en víðast hvar annars staðar í heiminum, þegar hlutabréfavísitölur eru bornar saman miðað við stöðuna eins og hún var í gær. Þannig hefur OMX vísitalan hér á landi hækkað um 12,92 prósent frá áramótum, á meðan hlutabréfamarkaðir í Bretlandi og Frakklandi hafa sýnt neikvæða ávöxtun frá ármótum. Um 0,8 prósent í Bretlandi og þrjú prósent í Frakklandi.

DataMarket í alþjóðlegu rannsóknar- og þróunarverkefni

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DataMarket er meðal þátttakenda í stóru rannsókna- og þróunarverkefni sem leitt er af Tækniháskólanum í Berlín. Verkefnið er fjármagnað að stórum hluta af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins.

Félag atvinnurekenda óskar eftir upplýsingum um Lýsingu frá FME

Félag atvinnurekenda hefur skrifað bréf til FME sem varðar fjármögnunarleigusamninga Lýsingar. Í tilkynningu sem félagið sendir á fjölmiðla segir að óskað sé eftir að FME veiti félaginu tölulegar upplýsingar um framkvæmd þessara samninga, enda er mikil óvissa um þetta efni.

Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar um 26% milli ára

Í maí s.l. voru 112 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem er fækkun um 63 gjaldþrot frá maímánuði á síðasta ári. Gjaldþrotum það sem af er ári hefur fækkað um 26% frá sama tímabili í fyrra.

Peningastefnunefnd sammála um vaxtahækkun

Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um að hækka stýrivexti bankans um 0.25 prósentur fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans.

Krefur FME upplýsinga um Lýsingu

Félag atvinnurekenda telur að Lýsing brjóti lög með því að viðurkenna ekki umsaminn endurkauparétt viðskiptavina sinna. Félagið hefur vegna þessa sent Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem óskað er eftir ítarlegum tölulegum upplýsingum um fjármögnunarleigusamninga Lýsingar.

Tugmilljarða kröfur ríkis sagðar tapaðar

Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán.

Fjármagn inn í Þríhnúkafélag

Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Icelandair greiða hvert um sig tíu milljónir króna fyrir 13,9 prósenta hlut í Þríhnúkum ehf. Hlutirnir eru seldir á genginu 64. Félagið hefur unnið að því að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan fyrir ferðamenn.

Telur rannsóknina ekki í uppnámi

Saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara segist ekki líta svo á að rannsóknin á Vafningsmálinu sé í uppnámi þrátt fyrir að rannsakendur málsins hafi verið kærðir fyrir brot á lögum um þagnarskyldu. Lögmaður ákærða segir drátt málsins bagalegan.

Jóhannes ekki líklegur til þess að ógna stöðu Haga

Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum.

ESA samþykkir ríkisaðstoð við Íslandsbanka

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð sem veitt var til endurskipulagningar á Íslandsbanka. Stofnunin segir að með þessari endanlegu ákvörðun varðandi ríkisaðstoð til Íslandsbanka sé lokið einu af veigameistu málunum sem ESA hefur haft til rannsóknar í kjölfar hruns fjármálakerfisins á Íslandi árið 2008.

Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað

Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag.

Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup

Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18.

Svarti dauði í útrás

Íslenskur bjór undir merkinu Black Death hefur verið valinn til sölu í yfir 100 verslunum Vinmonopolet í Noregi. Norskir bjórunnendur geta keypt bjórinn frá og með 7. júlí næstkomandi þegar fyrstu flöskurnar af þessum íslenska mjöð berast í verslanir í Noregi, en Black Death er bruggaður í ölgerð Vífilfells á Akureyri.

Sérstakur saksóknari telur rannsóknina ekki ónýta

Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.

Fyrsta ferðin til Vilinus

Fyrsta flugvél í áætlunarflugi Iceland Express til Vilnius höfuðborgar Litháen lenti þar klukkan fimm í morgun að staðartíma. Tomas Vaišvila forstjóri alþjóðaflugvallarins í Vilnius og Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Iceland Express klipptu á borða í íslensku fánalitunum við komuhlið flugvélarinnar. Að því loknu var boðið til stuttrar móttöku í viðhafnarstofu flugvallarins.

Óbreytt verðbólga í júní frá fyrri mánuði

Ársverðbólgan mældist 5,4% í júní og er því óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er algerlega úr takti við spár sérfræðinga sem flestir spáðu því að verðbólgan færi undir 5%.

Moody´s segir fyrirframgreiðslu lána jákvætt skref

Matsfyrirtækið Moody´s telur fyrirframgreiðslu ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum jákvætt skref fyrir bættu lánshæfismati, enda bætir hún skuldastöðu landsins svo og dregur úr flökti á gengi krónunnar.

Verulega dró úr veltu með atvinnuhúsnæði í maí

Verulega dró úr veltunni með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við fyrri mánuð. Þannig nam veltan tæplega 2,2 milljörðum kr. í maí en hún var rúmlega 9 milljarðar kr. í apríl.

LSR eykur hlut sinn í Högum

A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hefur aukið hlut sinn í Högum. Þessari aukningu var flaggað í Kauphöllinni í gærdag þar sem eignarhlutur sjóðsins er kominn yfir 5% markið, nánar tiltekið hefur sjóðurinn aukið hlut sinn í Högum úr 4,85% og upp í 6,32%. Þar með eiga lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna nú tæplega 11% samanlagt í Högum.

Advania rekur tölvubúnað MP

MP banki hefur samið við Advania, áður Skýrr, um að taka að sér rekstur alls tölvubúnaðar bankans. Advania mun jafnframt veita bankanum notendaþjónustu og ráðgjöf um upplýsingatækni.

Bankinn braut reglurnar en stjórnendur hans ekki

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) telur að Kaupthing-Singer&Friedlander (KSF) hafi brotið gegn reglum eftirlitsins með því að hafa ekki aðgætt almennilega og tafarlaust hvort þröng lausafjárstaða móðurbankans Kaupþings á Íslandi í miðju hruninu myndi hafa skaðleg áhrif á lausafjárstöðu dótturbankans.

Sömu lönd sitja að markaðnum

Allt bendir til að heimsmarkaðurinn með grásleppuhrogn verði borinn uppi af Íslendingum og Grænlendingum. Á síðasta ári voru löndin með 95% veiðinnar og ef nokkuð er virðist sem þetta hlutfall muni hækka enn, að því er segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Tölvuleikir velta tvöfalt á við tónlist

Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði á flestum mörkuðum heimsins virðast tölvuleikjaframleiðendur njóta óstöðvandi vaxtar. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við 60 milljarða bandarískra dollara árið 2011. Það jafngildir tæplega fimmfaldri landsframleiðslu Íslands, samkvæmt Markaðspunktum Arion.

Steingrímur J. sneri við umdeildri ákvörðun forvera síns

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst og úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2012 til júní 2013. Þá úthlutaði ráðuneytið í fyrsta skipti tollkvótum vegna innflutnings á kinda- og geitakjöti.

Hreiðar Már: "Rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt"

Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma.

Stórt skref í endurreisn efnahags landsins

Við erum vel á veg komin út úr efnahagsþreninginum, segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir bankann vera búinn að stíga stórt skref í endurreisn efnahags landsins með sölu á eignum og að brátt verði bankinn búinn að losa sig við neikvæð áhrif hrunsins.

LSR kaupir í Högum - gengi lækkaði í dag

Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag um 1,10% og er nú 17,9. Tilkynnt var um kaup A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á hlut í fyrirtækinu í dag. Með kaupunum jók sjóðurinn hlut sinn í félaginu. Hann átti fyrir 4,85% hlut í Högum en er nú kominn í 6,35% hlut. Viðskiptin áttu sér stað í gær en tilkynnt var um þau í dag.

Gestur Jónsson: Hörmulegt hvernig tókst til með málið

"Auðvitað er það bara hörmulegt hvernig til hefur tekist með þetta mál,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, sem var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haukur Þór hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar, það er þá í þriðja skiptið sem það ratar þangað.

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex og vex

"Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við USD 60 milljarðar árið 2011, andvirði meira en 7.100 milljarða króna, eða tæplega fimmfaldrar landsframleiðslu Íslands. Þótt hægt hafi á vexti geirans eftir árið 2008 er engu að síður gert ráð fyrir að hann muni áfram vaxa mun hraðar en heimsbúskapurinn í heild næstu árin,“ segir í greiningu frá Arion banka um tölvleikjaiðnaðinn á heimsvísu og hér á landi.

Þörf fyrir tvö stór hótel á ári

Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu fimm til sjö prósent á næstu árum mun gistirýmum í Reykjavík þurfa að fjölga um 180 til 380 á hverju ári. Alls gæti því þurft 3.600 til 7.500 ný herbergi á gististöðum fram til ársins 2030. Þetta kemur fram í drögum að greinargerð fyrir þörf á gistirými í Reykjavík á árunum 2012 til 2030 sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið fyrir skipulags- og byggingarsvið borgarinnar.

Kaupþingstoppar í tímabundnu viðskiptabanni í Bretlandi

Rannsókn breska fjármálaeftirlitsins á starfsemi Kaupþingi Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, er nú lokið án þess að grunur sé um refsiverða háttsemi. Þrír af æðstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings mega hins vegar ekki sinna leyfisskyldri fjármálastarfsemi í Bretlandi fyrr en í fyrsta lagi haustið 2013 fyrir að hafa sagt eftirlitinu ósatt.

TM Software fjölgar starfsmönnum

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur bætt við sig sjö nýjum starfsmönnum að undanförnu vegna aukina verkefna í hugbúnaðargerð og hugbúnaðarþróun, bæði innanlands en ekki síst vegna góðrar sölu á hugbúnarvörum fyrirtækisins erlendis.

Steingrímur fjallar um viðbrögð við efnahagskreppu í Strassborg

Á þingmannafundi Evrópuráðsins sem stendur yfir í Strassborg dagana 25. - 29. júní tekur Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, þátt í sérstakri umræðu 26. júní um banka- og efnahagskreppuna í Evrópu. Fjallar hann um stefnumörkun og ráðstafanir sem gripið hefur verið til hér á landi til að bregðast við fjármálahruninu og árangur í þeim efnum, að því er segir í tilkynningu á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast. Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum eða 14 fleiri en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir