Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2012 19:30 Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í hópi ráðherra og olíuforstjóra. Hægra megin við hana standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs. Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar. Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar.
Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17
Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02
Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30