Fleiri fréttir

Grimsbybúar vilja auka viðskiptin við Íslendinga

Von er á stórri sendinefnd frá borginni Grimsby í Bretlandi til Íslands í næsta mánuði. Nefndin ætlar að reyna að fá Íslendinga til að selja meira af fiski til Grimsby en borgin, ásamt Hull, er eitt stærsta fiskmarkaða- og vinnslusvæði í Evrópu.

Afurðastöðvar hundsa óskir sauðfjárbænda um verðhækkanir

Nær allar afurðastöðvar landsins hafa gefið út verðskrá sína á lambakjöti til sauðfjárbænda í haust. Verðskrárnar er í öllum tilvikum langt frá þeirri 25% hækkun sem sauðfjárbændur vildu fá sem hefði þýtt 573 krónur á kílóið.

Lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,4 prósentustig, úr 4,9% í 4,5%. Lækkunin tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 16. ágúst. Vaxtakjör eldri lána, sem og lána sem bera breytilega vexti, haldast óbreytt. Lánað er til sjóðfélaga gegn fasteignaveði til allt að 40 ára. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur í áratugi tekið þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis sjóðfélaga sinna, með beinum og óbeinum hætti. Annars vegar með hagstæðum lánum til sjóðfélaga, hins vegar með því að fjármagna Íbúðalánasjóð og forvera hans, sem svo aftur hefur endurlánað almenningi til íbúðakaupa. Í samræmi við fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðsins eru lánveitingar til sjóðfélaga miðaðar við að annað sé eftirspurn eftir lánum samkvæmt lánareglum eins og þær eru á hverjum tíma. Vaxtakjör á lánum til sjóðfélaga eru tvennskonar. Annars vegar lán með breytilegum vöxtum sem taka mið af markaðsvöxtum íbúðabréfa hverju sinni auk 0,75% álags og hinsvegar lán með föstum vöxtum nú 4,50%.

Rætt um að setja fleiri íbúðir ÍLS á markað

Rætt verður hvernig koma megi íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs á leigumarkað á fundi velferðarráðherra og stjórnenda sjóðsins í dag. Sjóðurinn á tæplega fjórtán hundruð íbúðir en eftirspurnin á leigumarkaði er mikil.

Kraftur í vexti einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi

Kröftugur vöxtur virðist ætla að vera í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur meðal annars fram að kreditkortavelta í júlí nam alls 29,1 milljarði kr., sem jafngildir 9% aukningu að raungildi milli ára.

Landsbankinn reiknar með óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans býst fastlega við því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. Þó er ekki hægt að útiloka hækkun í ljósi yfirlýsinga nefndarinnar og Seðlabankastjóra að undanförnu.

Heildaraflinn minnkaði um 11% milli ára í júlí

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 11,1% minni en í júlí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 4,3% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði engu á N1

Að gefnu tilefni vill stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna taka það fram að sjóðurinn tapaði engum fjárhæðum vegna nauðasamninga N1 við lánadrottna sína. Sjóðurinn átti engar kröfur í félagið N1 og verður því ekki fyrir tjóni.

Mikill áhugi á orku frá Þeistareykjum

Norðurþingi hefur borist ósk um viðræður um úthlutun á 20 hektara lóð á Bakka til fyrirtækisins Thorsil. Thorsil hefur hug á að reisa kísilmálmverksmiðju á Íslandi í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Timminco.

Sameina og selja þarf litlu ríkissparisjóðina

Framtíð þeirra fimm sparisjóða sem ríkið á hlut í er til skoðunar hjá Bankasýslunni. Ákveðið hefur verið að setja hlutinn í Sparisjóði Svarfdæla í opið söluferli og allt bendir til að hið sama verði gert við hlutinn í Sparisjóði Norðfjarðar.

Lífeyrissjóðirnir töpuðu 4,4 milljörðum á N1

Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu um 4,4 milljörðum króna þegar gengið var frá samningum við kröfuhafa olíufélagsins N1. Það kemur í ljós þegar félagið verður selt, hversu mikið tap Íslandsbanka og Arionbanka verður.

Samdráttur í fataverslun heldur áfram

Minna var keypt af fötum á hefðbundnum sumarútsölum í júlí síðastliðnum heldur en í fyrra. Þannig heldur áfram samdráttur í fataverslun sem staðið hefur síðastliðin ár.

Áfengissala minnkar um 7,3% milli ára

Sala áfengis dróst saman um 7,3% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júlí 4,7% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 2,1% hærra í júlí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Óttast að gjaldeyrisútboð lendi í sjálfheldu

Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum.

Landsbankinn að baki Á allra vörum

Landsbankinn er bakhjarl landssöfnunarinnar „Á allra vörum.“ Að þessu sinni verður safnað fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna en árlega greinast um 70 börn með hjartagalla á Íslandi.

Atvinnuleysið var 6,6% í júlí

Atvinnuleysi á Íslandi mældist 6,6 prósent í júlí og lækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentustigum minna en á sama tíma í fyrra.

Segir markaðsóróa hafa takmörkuð áhrif hérlendis

Það mikla umrót sem verið hefur á erlendum fjármálamörkuðum undanfarið hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Staða hagkerfisins er gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun hvað þetta varðar.

Íslandsbanki yfirtekur eignir Fasteignar

Íslandsbanki mun yfirtaka eignir Fasteignar sem ekki tilheyra sveitarfélögunum sem standa að félaginu. Leigueign Arion banka hf. í Borg­arnesi kann þó að verða undanskilin við yfirtökuna. Íslandsbanki mun jafnframt yfirtaka hluta af rekstrarláni félagsins, sem nemur samtals um einum milljarði kr. í hlutfalli við virkan eignarhlut bankans í Fasteign eftir útgöngu Álftaness og Garða­bæjar úr félaginu.

Sparisjóður Svarfdæla í opið söluferli

Bankasýsla ríkisins hefur ákveðið að setja 90% hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla í opið söluferli. Er sú ákvörðun tekin í samræmi við tillögu stjórnar sparisjóðsins og að fenginni heimild frá fjármálaráðuneyti. Salan er háð samþykki fjármálaráðherra og Fjármálaeftirlitsins. Fyrirkomulag sölu verður kynnt nánar innan skamms.

Arion verður helsti bakhjarl Hörpu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa og Arion banki undirrituðu samning í dag þess efnis að Arion banki verði einn helsti bakhjarl þeirra viðburða sem Harpa mun standa fyrir.

Uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar

Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði að því er fram kemur í samantekt samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakana segir nóg komið.

Jarðboranir hf. í opið söluferli

Miðengi ehf., eigandi alls hlutafjár í Jarðborunum hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á allt að 100% hlut í Jarðborunum hf., sem er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði jarðhitaborana.

Risavaxinn IBM tæknitrukkur á leið til landsins

Nú gefst fólki í íslenskum upplýsingatækniiðnaði tækifæri á að skyggnast inn í nánustu framtíð því tæknitrukkur frá IBM er væntanlegur til landsins á vegum Nýherja í næstu viku.

Hafnfirðingar: Tæp sextíu prósent vilja stærra álver

Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan eru sammála um mikilvægi þess að mikil sátt ríki um starfsemi fyrirtækisins í bæjarfélaginu. Þá sýnir skoðanakönnun að bæjarbúar telja jákvætt að hafa álver starfandi í Hafnarfirði.

Metfjöldi farþega hjá Iceland Express

Tæplega níutíu og fimm þúsund farþegar flugu með Iceland Express í júlí sem er mesti farþegafjöldi í sögu Iceland Express í einum mánuði. Það er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætanýting var um 85 prósent á þessum tíma, sem er töluvert betri nýting en í fyrra.

Metfjöldi farþega í einum mánuði

Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði en í júlí síðastliðnum, en tæplega 95 þúsund farþegar flugu með fyrirtækinu í mánuðinum. Það er 24 prósenta aukning á farþegafjölda frá sama mánuði í fyrra.

IFS greining spáir óbreyttum stýrivöxtum

Þrátt fyrir að raunstýrivextir séu neikvæðir þá telur IFS greining að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum og bíði eftir hagvaxtatölum fyrir annan ársfjórðung.

76 milljarða skuldir SpKef færðar í Landsbankann

Alls voru 76 milljarða króna skuldir færðar frá SpKef yfir til Landsbankans þegar sparisjóðnum var rennt inn í bankann. Samkvæmt mati Landsbankans á virði eigna sjóðsins er eigið fé hans neikvætt um rúma 30 milljarða króna og eignir hans því metnar þar um 46 milljarða króna virði. Það er helmingi minna en þær voru metnar á í síðasta birta ársreikningi sjóðsins.

N1 tapaði tæpum 12 milljörðum í fyrra

Olíufélagið N1 tapaði 11,8 milljörðum kr. á síðasta ári. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2009 þegar félagið skilaði 277 milljónum kr. í hagnað.

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað frá því í gærdag. Álagið mælist nú 252 punktar samkvæmt CMA og Bloomberg fréttaveitunni og birt er á vefsíðunni keldan.is.

Fiskvinnslan aftur til sölu á Flateyri

Byggðastofnun er þessa dagana að taka við þeim eignum sem henni eru veðsettar úr höndum skiptastjóra þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Það er meginþorri eignanna og nægir til að hefja fiskvinnslu á Flateyri eins og hún var áður.

Stór hluti Landsbanka seldur

Ríkisstjórnin íhugar að selja um 18,7% hlut í Landsbanka Íslands. Hlutur þessi er sem stendur í vörslu skilanefndar gamla bankans og ætti að mestu leyti að renna til ríkisins, þegar væntanlegt uppgjör verður milli gömlu og nýju bankanna, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Með þeirri eignaraukningu yrði Landsbankinn nær eingöngu í ríkiseigu.

Fimm milljarðar til Grikklands frá EFTA ríkjum

Norðmenn tilkynntu Grikkjum á mánudag að Ísland, Noregur og Liechtenstein myndu að nýju veita Grikkjum styrki úr Þróunarsjóði EFTA, að því er kemur fram meðal annars á vef norska utanríkisráðuneytisins.

Arctica Finance fær auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Arctica Finance hf. auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess.

Íslandsbanki með snjallsímaforrit fyrir Android

Íslandsbanki hefur sett í loftið, fyrstur íslenskra banka, snjallsímaforrit fyrir Android síma. Þetta er gert í framhaldi af opnun á nýjum farsímavef bankans í júní, m.isb.is, sem hefur fengið afar fínar viðtökur viðskiptavina, að því er segir í tilkynningu.

Sjá næstu 50 fréttir