Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði engu á N1

Að gefnu tilefni vill stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna taka það fram að sjóðurinn tapaði engum fjárhæðum vegna nauðasamninga N1 við lánadrottna sína. Sjóðurinn átti engar kröfur í félagið N1 og verður því ekki fyrir tjóni.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu sjóðsins en eftir að fregnir bárust um 4,4 milljarða kr. tap lífeyrissjóðanna fyrir helgina og notaðar voru myndir af húsnæði Lífeyrissjóðs verslunarmanna með þeim fréttum hafa fjölmargir félagar í sjóðnum haft samband og lýst yfir áhyggjum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×