Viðskipti innlent

Uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Vilhjálmi Egilssyni líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hækkun skatta. Mynd/ GVA.
Vilhjálmi Egilssyni líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hækkun skatta. Mynd/ GVA.
Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði að því er fram kemur í samantekt samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakana segir nóg komið.

Í úttekt samtaka atvinnulífsins á sköttum og opinberum gjöldum á Íslandi í alþjóðlegum samanburði kemur fram að það sé rangt að skattar á Íslandi séu ekki háir í samanburði við hin Norðurlöndin.

Ísland sé háskattaríki og vitnað er í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem fram kemur að skatthlutfallið á Íslandi sé næst hæst í heiminum.

Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra samtaka Atvinnulífsins, líst því illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki og stóriðjufyrirtæki.

„Mér finnst að þær séu merki um ákveðna uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar. Staðan er sú að við erum ekki að ná hagvexti. Við erum ekki að ná atvinnulífinu af stða eins og við gætum verið að gera. Mér finnst að ríkisstjórnin sé að velja að halda okkur þarna niðri. Velja það að skatttekjurnar séu lægri heldur en ella."

Vilhjálmur segir ríkisstjórnina ganga þvert á sameiginlega yfirlýsingu hennar og samtaka atvinnulífsins um hvernig skattamálum stóriðjufyrirtækja skyldi háttað.

„Ríkisstjórnin verður að fara að hætta að reyna endalaust að vinna hugmyndafræðilega sigra á atvinnulífinu en verður að fara að einbeita sér að praktískum lausnum og ná okkur sameiginlega út úr kreppunni. Hún verður að fara að sýna einhverja forystu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×