Viðskipti innlent

Afurðastöðvar hundsa óskir sauðfjárbænda um verðhækkanir

Nær allar afurðastöðvar landsins hafa gefið út verðskrá sína á lambakjöti til sauðfjárbænda í haust. Verðskrárnar er í öllum tilvikum langt frá þeirri 25% hækkun sem sauðfjárbændur vildu fá sem hefði þýtt 573 krónur á kílóið.

Fjallað er um málið á vefsíðu Landssamtaka auðfjárbænda. Mestu munar á verðskrá Fjallalambs sem býður bændum 456 krónur á kíló eða 117 krónum minna en bændur fara fram á. Raunar munar um eða yfir 100 krónum á kílóið hjá öllum afurðastöðvunum.

Kaupfélag Skagfirðinga býður hæsta verðið eða 475 krónur á kíló sem er 98 krónum lægra verð en bændurnir fara fram á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×