Óttast að gjaldeyrisútboð lendi í sjálfheldu 12. ágúst 2011 12:24 Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum. Fyrsta gjaldeyrisútboð seðlabankans var auglýst 23. maí, en útboðin fara fram í tveimur skrefum. Fyrst kaupir bankinn aflandskrónur í skiptum fyrir evrur, og svo býður hann innlendum eigendum gjaldeyris að bjóða í krónurnar, sem greiddar eru út í ríkisskuldabréfum bundnum til fimm ára. Þannig vill bankinn tappa af óþolinmóðum fjármagnseigendum sem vilja úr landi með fjárfestingar sínar, og skipta óstöðugum krónueignum út fyrir stöðugar. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi þessa aðferðafræði áður en útboðin hófust, og telur að það gefi ekki raunsanna mynd af stöðu krónunnar að bjóða eingöngu út bundin ríkisskuldabréf í seinni legg útboðanna. „Með öðrum orðum er ekki verið að bjóða innlendum aðilum venjulegar krónur, heldur mjög sérstaka fjármálaafurð," segir Páll. „Það er mjög líklegt að tiltölulega fáir hafi áhuga á að eignast slíka fjármálagjörninga, jafnvel ekki þeir sem almennt hafa trú á íslenska efnahagslífinu og vildu fjárfesta hér á Íslandi. Ég er hræddur um að ferlið gæti lent í ákveðinni sjálfheldu vegna þessa." Páll segir þó að þátttaka í fyrstu útboðunum bendi til að þrýstingur á krónuna sé óverulegur, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. Bendir það til þess að hægt sé að fara hraðar við afnám haftanna? „Að mínu viti bendir sú takmarkaða þátttakaka sem er í þessum útboðum til þess að hægt væri að ganga mun hraðar til verks. Hér er einungis verið að losa um 13 til 15 milljarða í hvert skipti, og heildarþátttakan er ekki nema 60 til 70 milljarðar. Ég held að það væri hægur vandi að ganga mun rösklegar til verks," segir Páll. Hann segir þannig að hraðinn á afnámi haftanna sé allt of lítill, og að það hafi alvarleg áhrif að skapa væntingar um að höftin verði áfram við lýði, ekki síst á hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja. „Höftin veita bönkunum skjól til að ganga mun hægar til verks en ella. Við erum nú, þremur árum eftir bankahrun, enn með stóran hluta íslensks viðskiptalífs í gjörgæslu bankanna. Ef það væru væntingar um skjótt afnám hafta væri ekkert annað í boði en að ganga mjög rösklega til verks, einfaldlega því bankarnir yrðu að fá sína efnahgsreikninga á hreint." Páll vill skipta um stefnu og nota takmarkaðan hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa óþolinmóða krónueigendur út að viðbættu álagi í tímasettum útboðum. „Með þessu væri hægt að losa höftin á skömmum tíma; sex til níu mánuðum að mínu mati," segir Páll að lokum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum. Fyrsta gjaldeyrisútboð seðlabankans var auglýst 23. maí, en útboðin fara fram í tveimur skrefum. Fyrst kaupir bankinn aflandskrónur í skiptum fyrir evrur, og svo býður hann innlendum eigendum gjaldeyris að bjóða í krónurnar, sem greiddar eru út í ríkisskuldabréfum bundnum til fimm ára. Þannig vill bankinn tappa af óþolinmóðum fjármagnseigendum sem vilja úr landi með fjárfestingar sínar, og skipta óstöðugum krónueignum út fyrir stöðugar. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi þessa aðferðafræði áður en útboðin hófust, og telur að það gefi ekki raunsanna mynd af stöðu krónunnar að bjóða eingöngu út bundin ríkisskuldabréf í seinni legg útboðanna. „Með öðrum orðum er ekki verið að bjóða innlendum aðilum venjulegar krónur, heldur mjög sérstaka fjármálaafurð," segir Páll. „Það er mjög líklegt að tiltölulega fáir hafi áhuga á að eignast slíka fjármálagjörninga, jafnvel ekki þeir sem almennt hafa trú á íslenska efnahagslífinu og vildu fjárfesta hér á Íslandi. Ég er hræddur um að ferlið gæti lent í ákveðinni sjálfheldu vegna þessa." Páll segir þó að þátttaka í fyrstu útboðunum bendi til að þrýstingur á krónuna sé óverulegur, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. Bendir það til þess að hægt sé að fara hraðar við afnám haftanna? „Að mínu viti bendir sú takmarkaða þátttakaka sem er í þessum útboðum til þess að hægt væri að ganga mun hraðar til verks. Hér er einungis verið að losa um 13 til 15 milljarða í hvert skipti, og heildarþátttakan er ekki nema 60 til 70 milljarðar. Ég held að það væri hægur vandi að ganga mun rösklegar til verks," segir Páll. Hann segir þannig að hraðinn á afnámi haftanna sé allt of lítill, og að það hafi alvarleg áhrif að skapa væntingar um að höftin verði áfram við lýði, ekki síst á hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja. „Höftin veita bönkunum skjól til að ganga mun hægar til verks en ella. Við erum nú, þremur árum eftir bankahrun, enn með stóran hluta íslensks viðskiptalífs í gjörgæslu bankanna. Ef það væru væntingar um skjótt afnám hafta væri ekkert annað í boði en að ganga mjög rösklega til verks, einfaldlega því bankarnir yrðu að fá sína efnahgsreikninga á hreint." Páll vill skipta um stefnu og nota takmarkaðan hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa óþolinmóða krónueigendur út að viðbættu álagi í tímasettum útboðum. „Með þessu væri hægt að losa höftin á skömmum tíma; sex til níu mánuðum að mínu mati," segir Páll að lokum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira