Óttast að gjaldeyrisútboð lendi í sjálfheldu 12. ágúst 2011 12:24 Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum. Fyrsta gjaldeyrisútboð seðlabankans var auglýst 23. maí, en útboðin fara fram í tveimur skrefum. Fyrst kaupir bankinn aflandskrónur í skiptum fyrir evrur, og svo býður hann innlendum eigendum gjaldeyris að bjóða í krónurnar, sem greiddar eru út í ríkisskuldabréfum bundnum til fimm ára. Þannig vill bankinn tappa af óþolinmóðum fjármagnseigendum sem vilja úr landi með fjárfestingar sínar, og skipta óstöðugum krónueignum út fyrir stöðugar. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi þessa aðferðafræði áður en útboðin hófust, og telur að það gefi ekki raunsanna mynd af stöðu krónunnar að bjóða eingöngu út bundin ríkisskuldabréf í seinni legg útboðanna. „Með öðrum orðum er ekki verið að bjóða innlendum aðilum venjulegar krónur, heldur mjög sérstaka fjármálaafurð," segir Páll. „Það er mjög líklegt að tiltölulega fáir hafi áhuga á að eignast slíka fjármálagjörninga, jafnvel ekki þeir sem almennt hafa trú á íslenska efnahagslífinu og vildu fjárfesta hér á Íslandi. Ég er hræddur um að ferlið gæti lent í ákveðinni sjálfheldu vegna þessa." Páll segir þó að þátttaka í fyrstu útboðunum bendi til að þrýstingur á krónuna sé óverulegur, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. Bendir það til þess að hægt sé að fara hraðar við afnám haftanna? „Að mínu viti bendir sú takmarkaða þátttakaka sem er í þessum útboðum til þess að hægt væri að ganga mun hraðar til verks. Hér er einungis verið að losa um 13 til 15 milljarða í hvert skipti, og heildarþátttakan er ekki nema 60 til 70 milljarðar. Ég held að það væri hægur vandi að ganga mun rösklegar til verks," segir Páll. Hann segir þannig að hraðinn á afnámi haftanna sé allt of lítill, og að það hafi alvarleg áhrif að skapa væntingar um að höftin verði áfram við lýði, ekki síst á hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja. „Höftin veita bönkunum skjól til að ganga mun hægar til verks en ella. Við erum nú, þremur árum eftir bankahrun, enn með stóran hluta íslensks viðskiptalífs í gjörgæslu bankanna. Ef það væru væntingar um skjótt afnám hafta væri ekkert annað í boði en að ganga mjög rösklega til verks, einfaldlega því bankarnir yrðu að fá sína efnahgsreikninga á hreint." Páll vill skipta um stefnu og nota takmarkaðan hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa óþolinmóða krónueigendur út að viðbættu álagi í tímasettum útboðum. „Með þessu væri hægt að losa höftin á skömmum tíma; sex til níu mánuðum að mínu mati," segir Páll að lokum. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum. Fyrsta gjaldeyrisútboð seðlabankans var auglýst 23. maí, en útboðin fara fram í tveimur skrefum. Fyrst kaupir bankinn aflandskrónur í skiptum fyrir evrur, og svo býður hann innlendum eigendum gjaldeyris að bjóða í krónurnar, sem greiddar eru út í ríkisskuldabréfum bundnum til fimm ára. Þannig vill bankinn tappa af óþolinmóðum fjármagnseigendum sem vilja úr landi með fjárfestingar sínar, og skipta óstöðugum krónueignum út fyrir stöðugar. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi þessa aðferðafræði áður en útboðin hófust, og telur að það gefi ekki raunsanna mynd af stöðu krónunnar að bjóða eingöngu út bundin ríkisskuldabréf í seinni legg útboðanna. „Með öðrum orðum er ekki verið að bjóða innlendum aðilum venjulegar krónur, heldur mjög sérstaka fjármálaafurð," segir Páll. „Það er mjög líklegt að tiltölulega fáir hafi áhuga á að eignast slíka fjármálagjörninga, jafnvel ekki þeir sem almennt hafa trú á íslenska efnahagslífinu og vildu fjárfesta hér á Íslandi. Ég er hræddur um að ferlið gæti lent í ákveðinni sjálfheldu vegna þessa." Páll segir þó að þátttaka í fyrstu útboðunum bendi til að þrýstingur á krónuna sé óverulegur, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. Bendir það til þess að hægt sé að fara hraðar við afnám haftanna? „Að mínu viti bendir sú takmarkaða þátttakaka sem er í þessum útboðum til þess að hægt væri að ganga mun hraðar til verks. Hér er einungis verið að losa um 13 til 15 milljarða í hvert skipti, og heildarþátttakan er ekki nema 60 til 70 milljarðar. Ég held að það væri hægur vandi að ganga mun rösklegar til verks," segir Páll. Hann segir þannig að hraðinn á afnámi haftanna sé allt of lítill, og að það hafi alvarleg áhrif að skapa væntingar um að höftin verði áfram við lýði, ekki síst á hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja. „Höftin veita bönkunum skjól til að ganga mun hægar til verks en ella. Við erum nú, þremur árum eftir bankahrun, enn með stóran hluta íslensks viðskiptalífs í gjörgæslu bankanna. Ef það væru væntingar um skjótt afnám hafta væri ekkert annað í boði en að ganga mjög rösklega til verks, einfaldlega því bankarnir yrðu að fá sína efnahgsreikninga á hreint." Páll vill skipta um stefnu og nota takmarkaðan hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa óþolinmóða krónueigendur út að viðbættu álagi í tímasettum útboðum. „Með þessu væri hægt að losa höftin á skömmum tíma; sex til níu mánuðum að mínu mati," segir Páll að lokum.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira