Fiskvinnslan aftur til sölu á Flateyri 11. ágúst 2011 05:00 Nú er Byggðastofnun komin með nær alla fiskvinnsluaðstöðuna á Flateyri í sínar hendur þannig að ef áhugasamur kaupandi fæst mun útgerð geta glæðst á ný á staðnum. fréttablaðið/anton Byggðastofnun er þessa dagana að taka við þeim eignum sem henni eru veðsettar úr höndum skiptastjóra þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Það er meginþorri eignanna og nægir til að hefja fiskvinnslu á Flateyri eins og hún var áður. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að nú ætti sala eignanna að verða einfaldari. „En framtíð fiskvinnslu á Flateyri ræðst hins vegar, hér eftir sem hingað til, af þeim áhuga sem kaupendur hafa til að nýta aðstæðurnar á staðnum," segir hann. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ályktaði um málið og gagnrýndi mjög veðhafana, Landsbankann og Byggðastofnun, sem og skiptastjóra fyrir að draga lappirnar í málinu sem tekið hefur um átta mánuði og á meðan er afar takmörkuð vinnsla í þeirri aðstöðu sem Eyraroddi skilur eftir sig. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að fólksflótti blasi við ef ekki verði hægt að ýta fiskvinnslu úr vör sem allra fyrst á Flateyri. Nú þegar eru um 40 manns atvinnulausir á staðnum. Íbúar eru 237 eða 71 færri en fyrir fimm árum. „Það er sorglegt, þegar ég lít til baka og minnist fundanna sem ég átti með fiskvinnslufólki á Flateyri fyrir nokkrum árum. Það voru um hundrað manns á þessum fundum. Nýverið héldum við svona fund á Flateyri; það voru þrettán manns á fundinum, þetta segir allt sem segja þarf um ástandið." Landsbankinn svaraði ályktun verkalýðsfélagsins og sagði hana byggða á vanþekkingu, bankinn hefði reynt eftir fremsta megni að leysa málið enda sé það ekki veðhöfum í hag að draga söluna á langinn. „Gott og vel," segir Finnbogi á móti, „það kann að vera að við séum sekir um vanþekkingu en þeir sem geta ekki leyst úr þessu, um hvað eru þeir sekir: getuleysi?" Aðalsteinn Þorsteinsson vill ekki blanda sér í þessi orðaskipti en ítrekar að töfina sé ekki að rekja til deilna Byggðastofnunar og Landsbankans og reyndar hafi slíkar deilur aldrei átt sér stað. Hins vegar hafi tilboð Toppfisks í eigurnar verið háð skilyrðum og það hafi flækt málið. Toppfiskur dró síðan tilboð sitt til baka í síðasta mánuði.jse@frettabladid.is Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Byggðastofnun er þessa dagana að taka við þeim eignum sem henni eru veðsettar úr höndum skiptastjóra þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Það er meginþorri eignanna og nægir til að hefja fiskvinnslu á Flateyri eins og hún var áður. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að nú ætti sala eignanna að verða einfaldari. „En framtíð fiskvinnslu á Flateyri ræðst hins vegar, hér eftir sem hingað til, af þeim áhuga sem kaupendur hafa til að nýta aðstæðurnar á staðnum," segir hann. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ályktaði um málið og gagnrýndi mjög veðhafana, Landsbankann og Byggðastofnun, sem og skiptastjóra fyrir að draga lappirnar í málinu sem tekið hefur um átta mánuði og á meðan er afar takmörkuð vinnsla í þeirri aðstöðu sem Eyraroddi skilur eftir sig. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að fólksflótti blasi við ef ekki verði hægt að ýta fiskvinnslu úr vör sem allra fyrst á Flateyri. Nú þegar eru um 40 manns atvinnulausir á staðnum. Íbúar eru 237 eða 71 færri en fyrir fimm árum. „Það er sorglegt, þegar ég lít til baka og minnist fundanna sem ég átti með fiskvinnslufólki á Flateyri fyrir nokkrum árum. Það voru um hundrað manns á þessum fundum. Nýverið héldum við svona fund á Flateyri; það voru þrettán manns á fundinum, þetta segir allt sem segja þarf um ástandið." Landsbankinn svaraði ályktun verkalýðsfélagsins og sagði hana byggða á vanþekkingu, bankinn hefði reynt eftir fremsta megni að leysa málið enda sé það ekki veðhöfum í hag að draga söluna á langinn. „Gott og vel," segir Finnbogi á móti, „það kann að vera að við séum sekir um vanþekkingu en þeir sem geta ekki leyst úr þessu, um hvað eru þeir sekir: getuleysi?" Aðalsteinn Þorsteinsson vill ekki blanda sér í þessi orðaskipti en ítrekar að töfina sé ekki að rekja til deilna Byggðastofnunar og Landsbankans og reyndar hafi slíkar deilur aldrei átt sér stað. Hins vegar hafi tilboð Toppfisks í eigurnar verið háð skilyrðum og það hafi flækt málið. Toppfiskur dró síðan tilboð sitt til baka í síðasta mánuði.jse@frettabladid.is
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira