Viðskipti innlent

Grimsbybúar vilja auka viðskiptin við Íslendinga

Von er á stórri sendinefnd frá borginni Grimsby í Bretlandi til Íslands í næsta mánuði. Nefndin ætlar að reyna að fá Íslendinga til að selja meira af fiski til Grimsby en borgin, ásamt Hull, er eitt stærsta fiskmarkaða- og vinnslusvæði í Evrópu.

Nefndin mun m.a. hitta Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og ræða við hann um aukin viðskipti.

Fjallað er um málið á vefsíðunni Fishupdate. Þar kemur fram að samskipti Grimsby og Íslands ná margar aldir aftur í tímann. Raunar er til saga frá þrettándu öld um að maður hafi silgt frá Grimsby til Íslands en ekki kemur fram í sögunni hvort hann komst aftur til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×