Segir markaðsóróa hafa takmörkuð áhrif hérlendis 12. ágúst 2011 11:50 Það mikla umrót sem verið hefur á erlendum fjármálamörkuðum undanfarið hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Staða hagkerfisins er gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun hvað þetta varðar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að erlend skulda- og eignastaða þjóðarbúsins og ekki síst bankakerfisins er nú allt önnur en hún var og gerir það hagkerfið mun ónæmara fyrir erlendum áhrifum umróts. Þá takmarka gjaldeyrishöftin áhrif á gengi krónunnar. Staðan undirstrikar hvað uppbygging hagkerfisins ræður miklu um áhrifin af erlendum áföllum. Segja má að íslenskt hagkerfi hafi sveiflast stanganna á milli í þeim efnum á síðustu árum þ.e. frá því að vera galopið og afar næmt fyrir erlendum áhrifum yfir í að vera lokað og ónæmt.Ef frá eru taldar eignir innlánsstofnanna í slitameðferð voru erlendar eignir þjóðarbúsins 2.515 miljarðar kr. í lok fyrsta ársfjórðungs í ár. Af því var hlutafé 690 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 683 milljarðar kr. Fyrir hrun þ.e. í lok árs 2007 voru þessar eignir 6.720 milljarðar kr. og af því hlutafé upp á 1.278 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 1.554 milljarðar kr. Landinn á því mun minna undir þróun erlendra eignamarkaða en áður en erlenda eignastaðan er þó enn talsverð. Lífeyrissjóðirnir áttu þannig t.d. 418 milljarða kr. í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins og hafði sú eign hækkað um 32 milljarða kr. frá upphafi árs. Er líklegt að öll sú eignaaukning hafi farið í lækkunum á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið. Það sem skiptir samt þó meira máli þegar kemur að áhrifum erlendra fjármálamarkaða á hérlend efnahagsmál er hvernig tengsl við erlenda lánamarkaði hafa breyst frá því fyrir hrun. Íslenskt hagkerfi var afar háð erlendum lánamörkuðum fyrir hrun og endurfjármögnunarþörf þess mikil en nú er þessu ekki þannig farið. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 8.180 milljarðar kr. í lok árs 2007 en eru nú 3.326 milljarðar kr. Breytingin er einna mest hjá bönkunum sem nú eru fjármagnaðir að mestu með innlendum innlánum en voru áður að mestu fjármagnaðir með erlendu fjármagni. Stutt erlend lán og innstæður voru stór hluti þessara erlendu lána rétt fyrir hrun og endurfármögnunarþörfin var þannig mikil ólíkt því sem nú er. Ástæða hinnar alþjóðlegu niðursveiflu eru áhyggjur af ríkisfjármálum. Skuldastaða íslenska ríkisins er í þeim samanburði ekki góð. Ríkið hefur tekið á sig miklar skuldir vegna hruns bankanna og með hallarekstri á krepputíma síðustu ára. Lánshæfiseinkunn ríkisins hefur hríðfallið vegna þessa. Erlend skuldasöfnun ríkisins frá hruni hefur hins vegar fyrst og fremst verið til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og þar eru eignir á móti. Lausafjárstaða hans er góð og næg til að mæta afborgunum lána nokkuð langt fram í tíman. Gjaldeyrishöftin hafa gert innlenda fjármögnun hallareksturs hins opinbera mögulega. Án þeirra er sennilegt að ríkissjóður væri í vandræðum sem hefði áhrif á hagkerfið allt líkt og í öðrum ríkjum þar sem skuldastaða ríkisins er slæm. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Það mikla umrót sem verið hefur á erlendum fjármálamörkuðum undanfarið hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Staða hagkerfisins er gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun hvað þetta varðar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að erlend skulda- og eignastaða þjóðarbúsins og ekki síst bankakerfisins er nú allt önnur en hún var og gerir það hagkerfið mun ónæmara fyrir erlendum áhrifum umróts. Þá takmarka gjaldeyrishöftin áhrif á gengi krónunnar. Staðan undirstrikar hvað uppbygging hagkerfisins ræður miklu um áhrifin af erlendum áföllum. Segja má að íslenskt hagkerfi hafi sveiflast stanganna á milli í þeim efnum á síðustu árum þ.e. frá því að vera galopið og afar næmt fyrir erlendum áhrifum yfir í að vera lokað og ónæmt.Ef frá eru taldar eignir innlánsstofnanna í slitameðferð voru erlendar eignir þjóðarbúsins 2.515 miljarðar kr. í lok fyrsta ársfjórðungs í ár. Af því var hlutafé 690 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 683 milljarðar kr. Fyrir hrun þ.e. í lok árs 2007 voru þessar eignir 6.720 milljarðar kr. og af því hlutafé upp á 1.278 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 1.554 milljarðar kr. Landinn á því mun minna undir þróun erlendra eignamarkaða en áður en erlenda eignastaðan er þó enn talsverð. Lífeyrissjóðirnir áttu þannig t.d. 418 milljarða kr. í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins og hafði sú eign hækkað um 32 milljarða kr. frá upphafi árs. Er líklegt að öll sú eignaaukning hafi farið í lækkunum á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið. Það sem skiptir samt þó meira máli þegar kemur að áhrifum erlendra fjármálamarkaða á hérlend efnahagsmál er hvernig tengsl við erlenda lánamarkaði hafa breyst frá því fyrir hrun. Íslenskt hagkerfi var afar háð erlendum lánamörkuðum fyrir hrun og endurfjármögnunarþörf þess mikil en nú er þessu ekki þannig farið. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 8.180 milljarðar kr. í lok árs 2007 en eru nú 3.326 milljarðar kr. Breytingin er einna mest hjá bönkunum sem nú eru fjármagnaðir að mestu með innlendum innlánum en voru áður að mestu fjármagnaðir með erlendu fjármagni. Stutt erlend lán og innstæður voru stór hluti þessara erlendu lána rétt fyrir hrun og endurfármögnunarþörfin var þannig mikil ólíkt því sem nú er. Ástæða hinnar alþjóðlegu niðursveiflu eru áhyggjur af ríkisfjármálum. Skuldastaða íslenska ríkisins er í þeim samanburði ekki góð. Ríkið hefur tekið á sig miklar skuldir vegna hruns bankanna og með hallarekstri á krepputíma síðustu ára. Lánshæfiseinkunn ríkisins hefur hríðfallið vegna þessa. Erlend skuldasöfnun ríkisins frá hruni hefur hins vegar fyrst og fremst verið til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og þar eru eignir á móti. Lausafjárstaða hans er góð og næg til að mæta afborgunum lána nokkuð langt fram í tíman. Gjaldeyrishöftin hafa gert innlenda fjármögnun hallareksturs hins opinbera mögulega. Án þeirra er sennilegt að ríkissjóður væri í vandræðum sem hefði áhrif á hagkerfið allt líkt og í öðrum ríkjum þar sem skuldastaða ríkisins er slæm.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira