Viðskipti innlent

Nokkuð dregur úr fasteignaviðskiptum í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 82. Þetta er nokkuð undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 94 samningar á viku.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Af þessum 82 samningum voru 66 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 2.547 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,1 milljón króna.

Í vikunni var 2 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þeir voru báðir um sérbýli. Heildarveltan var 41 milljón króna og meðalupphæð á samning 20,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 8 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 129 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,1 milljón króna.

Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um sérbýli. Upphæð samningsins var 30 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×