Fleiri fréttir

Leigusamningum fjölgar um 8,8% milli mánaða

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðahúsnæði á landinu var 790 í júlí síðastliðnum og fjölgaði þeim um 8,8% frá júní. Hinsvegar hefur þessum samningum fækkað um 6,1% frá júlí í fyrra.

Eignir lífeyrissjóða nema 2.021 milljarði

Hrein eign lífeyrissjóða var 2.021 milljarður kr. í lok júní og hækkaði um 14,9 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,7%. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Telja aukna skatta á stóriðju brot á samkomulagi

Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir.

Yfir 2.000 teknir af atvinnuleysisbótum

Alls voru 1.222 manns teknir af atvinnuleysisbótum í fyrra þar sem þeir voru ekki virkir í atvinnuleit. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa 875 verið sviptir bótunum af sömu ástæðu, að því er Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, greinir frá. Samtals hafa því 2.097 verið sviptir bótum. „Þetta á við þá sem hafnað hafa starfstilboði eða hafnað því að sækja svokölluð virkniúrræði eða mætt illa á slík námskeið þar sem er skyldumæting,“ greinir forstjórinn frá.

Bankar seldir til að brúa fjárlagagatið

Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur.

Gullverð hækkar látlaust

Gullverð hefur hækkað nánast viðstöðulaust undanfarnar vikur, og það eru orðnar nær daglegar fregnir að það hafi náð methæðum. Gullforði Seðlabankans hækkaði um 1,3 milljarða í verði á örfáum vikum.

Skipti tapa 400 milljónum á sölu Tæknivara

Skipti hf. hafa undirritað samning um sölu á Tæknivörum ehf. til Eignarhaldsfélagsins Tækni ehf. Með umsjón söluferlisins fór MP banki og er kaupverðið trúnaðarmál á milli aðila. Sölutap Skipta vegna sölunnar er áætlað um 400 milljónir króna.

Skuldatryggingaálag Íslands rýkur upp að nýju

Skuldatryggingaálag Íslands hefur rokið upp að nýju á síðustu tveimur dögum. Álagið mælist nú 297 punktar samkvæmt CMA og Bloomberg fréttaveitunni og birt er á vefsíðunni keldan.is.

Vöruskiptin hagstæð um yfir 10 milljarða í júlí

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí síðastliðnum var útflutningur 52,5 milljarðar króna og innflutningur 42,1 milljarður króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 10,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Fjármálaráðuneytið segir aðeins hálfa sögu um Spkef

Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur segir að fjármálaráðuneytið segi aðeins hálfa söguna hvað varðar lagalegar heimildir ráðuneytisins til að stofna Spkef sparisjóð. Árný hefur fjallað um málefni Spkef í Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu þar sem fram kom að lagaheimildir hafi skort fyrir stofnun Spkef.

Skuldakreppan gæti haft nokkur áhrif á íslenskt hagkerfi

Miklar skuldir vestrænna ríkja og kreppan sem fylgir þeim gætu haft nokkur áhrif á íslenskt hagkerfi. Líklegt er að þrýstingur komi á verð okkar helstu útflutningsvara, en verulegur hluti sjávarafurða og ferðaþjónustu okkar telst til munaðarvara. Með slíkar vörur hefur minnkun á eftirspurn allajafna mikil áhrif til verðlækkunar.

Bensínið lækkar enn frekar

Íslensku olíufélögin fóru eitt af öðru að lækka eldsneytisverð í gær, bensínlítrann um tvær krónur og dísellítrann um eina krónu. Olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað ört undanfarna sólarhringa í takt við lækkun á verðbréfamörkuðum og samkvæmt því gæti eldsneytisverð lækkað enn frekar hér á landi á næstu dögum.

Slitastjórn Kaupþings ætlar á eftir Hreiðari Má

Æðstu stjórnendur Kaupþings sem skulduðu bankanum mest vegna hlutabréfakaupa hafa lítinn vilja sýnt til að semja um skuldirnar ólíkt þeim sem voru með lægri fjárhæðir. Slitastjórn Kaupþings telur að Hreiðar Már Sigurðsson hafi ekki réttilega stofnað félag utan um skuldir sínar.

Fjármálaráðherra mátti stofna Spkef samkvæmt neyðarlögunum

Fjármálaráðherra var heimilt samkvæmt neyðarlögunum svonefndu að stofna Spkef sparisjóð í því skyni að taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. Þetta er áréttað á vef ráðuneytisins í tilefni af umfjöllun um að fjármálaráðherra hafi ekki haft slíka heimild. Ráðherra vísar í fyrstu grein laga númer 125 frá 2008, iðulega nefnd neyðarlög, máli sínu til stuðnings. Í greininni segir: „Við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði er fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta." Á vefnum segir að augljóslega sé rangt að halda því fram að heimildir fjármálaráðherra samkvæmt framangreindu ákvæði séu bundnar við að stofna hlutafélag fremur en sparisjóð. Hugtakið fjármálafyrirtæki sé ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki geta fjármálafyrirtæki verið annað hvort hlutafélög eða sparisjóðir.

Forstjóri Sjóvár hættir

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Lárus var ráðinn til Sjóvár fyrir tæpum tveimur árum í kjölfar endurskipulagningar á félaginu og veitti því forystu á erfiðum tímum. Lárus segist hafa ákveðið að hætta í framhaldi af því að ný stjórn tók við félaginu „Vandasömu en árangursríku breytingaferli er lokið og ég tel eðlilegt að nýir eigendur með nýjar áherslur ráði forstjóra. Sjóvá stendur traustum fótum með góðan vátryggingarekstur. Viðskiptavinir hafa staðið með félaginu og það eru spennandi tímar framundan. Ég vil þakka öllu starfsfólki Sjóvár afar gott og metnaðarfullt samstarf og lít stoltur og ánægður um öxl," segir hann í tilkynningu frá Sjóvá. Erna Gísladóttir stjórnarformaður Sjóvá, segir Lárus hafa unnið mikilvægt starf fyrir fyrirtækið. „Lárus hefur unnið mjög mikilvægt starf fyrir Sjóvá. Hann var ráðinn til að stýra fyrirtækinu í gegnum ólgusjó óvissu og umbreytinga og það fórst honum vel úr hendi. Við óskum Lárusi velfarnaðar," segir hún. Ólafur Njáll Sigurðsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs er staðgengill forstjóra.

Laun meðalmanns hækka á níu mánaða fresti

Laun meðalstarfsmanns á Íslandi breytast á níu mánaða fresti, en nánast allar launabreytingar hér á landi eru hækkanir. Að meðaltali nemur hver launahækkun rúmum sex prósentum.

Útflutningsverðmætið mun hækka um 16 milljarða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða mun hækka um 16 milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar á árinu 2012. Þetta kemur fram í greiningu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka í dag. Aukningin nemur því um 9% og mun hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Aukningin er tilkomin vegna aukinna aflaheimilda, og þá aðallega í þorski, alþjóðlegum verðhækkunum á fiski og stöðugri krónu.

Vandinn í Evrópu bráðari en í Bandaríkjunum

Matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í næstefsta seint í gærkvöld. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir að afleiðingarnar verði fyrst og fremst pólitískar. Skuldavandinn í Evrópu sé mun bráðari en skuldavandinn í Bandaríkjunum.

Íslensk skyndibitakeðja í útrás

Saffran veitingastaðakeðjan opnaði sinn fyrsta veitingastað erlendis í dag. Staðurinn er í Orlando, skammt frá Florida Mall. Á vefsíðu Saffran kemur fram að staðurinn er byggður í samræmi við staðina á Íslandi lítur því svipað út.

Gjaldeyrisveltan tekur kipp

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í júlímánuði síðastliðnum nam 5.635 milljónum kr. sem er 41,8% meiri velta en í júní í fyrra.

Yfir hálf milljón farþega um Leifsstöð

Samtals komu 501,3 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júlí í ár borið saman við 424,5 þúsund farþega á sama tímabili í fyrra.

Vöruskiptin 21 milljarði lakari en í fyrra

Fyrstu sex mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 285,0 milljarða króna en inn fyrir 242,8 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 42,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 63,2 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 21,0 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Engar hópuppsagnir í júlí

Engar hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn frá hruninu að ekki er tilkynnt um hópuppsögn í einstökum mánuði. Hinsvegar hefur töluvert verið að draga úr hópuppsögnum á þessu ári miðað við árið í fyrra og árið 2009 þegar þær voru í hámarki.

Algjör óvissa um endurheimtir Seðlabankans

Algjörlega óvíst er hvort tæplega helmingurinn af neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi í miðju hruni, jafnvirði rúmlega fjörutíu milljarðar króna, fáist greiddur að fullu. Fyrir fjárhæðina mætti reisa tuttugu meðalstór fangelsi.

Hættir sem forstjóri Bankasýslunnar

Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur sagt starfi sínu lausu og verður staðan auglýst laus til umsóknar um næstu helgi. Bankasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stofnunin tók til starfa í ársbyrjun 2010 og hefur Elín gegnt starfi forstjóra frá upphafi.

VÍS verður bakhjarls Hofs

Vátryggingafélag Íslands og Menningarhúsið Hof á Akureyri hafa undirritað samstarfssamning um að VÍS verði einn af bakhjörlum Hofs næstu þrjú starfsárin. Vel á annað hundrað þúsund gesta heimsóttu Hof á fyrsta starfsári en húsið var opnað í lok síðasta sumars. Hof skipar mikilvægan sess í menningar- og tónlistarlífi Norðlendinga þar sem boðið er upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir fjölbreytta viðburði. Fyrir vikið hefur menningarviðburðum fjölgað mjög á Norðurlandi sem hefur ekki eingöngu haft jákvæð áhrif á menningarlífið heldur samfélagið í heild, svo sem verslun, þjónustu og aðra atvinnuuppbyggingu. Hof er eitt af helstu kennileitum Akureyrar og er VÍS stoltur bakhjarl Hofs. "Það er okkur hjá VÍS mikið ánægjuefni að verða bakhjarlar Hofs og styðja þannig við metnaðarfullt starf þeirra í listum og menningu á Norðurlandi. Sem bakhjarl Hofs á Akureyri, Borgarleikhússins í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands leggur VÍS sitt af mörkum til stuðnings lista- og menningarlífi landsmanna, bæði norðan og sunnan heiða," sagði Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS, við undirritun samningsins. "Við hjá Hofi fögnum því að fá VÍS til liðs við okkur. Framundan er spennandi menningarvetur; tónleikar, leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar og margt fleira verður á boðstólum og því fjölbreytt dagskrá í boði fyrir landsmenn alla," sagði Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, við sama tilefni.

Íslenska leiðin var bara ódýrari en sú írska

Ekkert land eyddi jafnmiklu í bankakerfið og Ísland, að frátöldu Írlandi, á árunum 2007 til 2009 vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD um Ísland, en fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál.

Kröfuhafar hafa tapað 7.400 milljörðum á Íslandi

Kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki hafa minnkað um 7.378 milljarða króna frá hruni íslenska bankakerfisins í október 2008. Einungis 15,5% krafna þeirra á íslensk fyrirtæki eru enn í bókum þeirra. Það þýðir að erlendu lánastofnanirnar reikna með því að hafa tapað 84,5% af öllum kröfum sínum á Ísland.

Hagstofan gefur út Ísland í tölum

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út enskan bækling, Iceland in figures 2011, þar sem nálgast má ýmsar lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þetta er sextándi árgangur bæklingsins en hann er sniðinn að ferðaþjónustunni og hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal leiðsögumanna.

Skuldamál Alterra eru Jarðvarma óviðkomandi

Jarðvarmi, félag í eigu lífeyrissjóðanna, hefur sent frá sér athugasemd vegna frétta um málefni HS Orku. Þar segir að skuldamál Alterra, áður Magma Energy, séu Jarðvarma óviðkomandi.

Tap útgáfufélags snýst í hagnað á milli ára

Hagnaður 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins, árið 2010 var 360 milljónir króna eftir skatta og handbært fé frá rekstri 1.106 milljónir. Eigið fé var rúmir tveir milljarðar um áramót. Eru þetta upplýsingar úr ársreikningi 365 miðla ehf. fyrir árið 2010.

Áfram verulega aukning á fasteignaviðskiptum

Fasteignaviðskipti halda áfram að aukast verulega milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var 446 kaupsamningum þinglýst í borginni í júlí og heildarveltan nam rúmum 12 milljörðum króna. Þetta er aukning um tæp 60% bæði hvað varðar fjölda samninga og heildarveltu frá því í júlí í fyrra.

Faxaflóahafnir greiða eigendum 173 milljónir í arð

Faxaflóahafnir hafa greitt eigendum sínum arð fyrir árið 2011 og er þetta í annað sinn sem slíkt er gert. Arðurinn nemur 173 milljónum kr. sem er sama upphæð og greidd var í fyrra þegar arður var greiddur í fyrsta sinn.

Seðlabankinn tapar milljörðum á Pandóruhruni

Seðlabanki Íslands gæti tapað allt að einum milljarði danskra kr. eða um 22 milljörðum kr. á hruni hlutabréfa í danska skartgripafyrirtækinu Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Hagstæðasta tilboði í Sjóvá var tekið

Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fullyrðingar um að hagstæðasta tilboði hafi ekki verið tekið eru rangar. Þegar kaupsamningur við núverandi kaupendahóp var undirritaður lá ekki fyrir gilt tilboð frá öðrum sem hægt var að taka afstöðu til.

Seðlabankinn býðst til að kaupa evrur

Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Sigrún Ragna er forstjóri VÍS

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ráðið Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Íslandsbanka, í starf forstjóra VÍS og Lífís. Sigrún Ragna hóf störf hjá Íslandsbanka við stofnun hans í október 2008 er hún var ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs og tók sæti í framkvæmdastjórn.

Sjá næstu 50 fréttir