Sparisjóður Svarfdæla í opið söluferli 12. ágúst 2011 09:17 Bankasýsla ríkisins hefur ákveðið að setja 90% hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla í opið söluferli. Er sú ákvörðun tekin í samræmi við tillögu stjórnar sparisjóðsins og að fenginni heimild frá fjármálaráðuneyti. Salan er háð samþykki fjármálaráðherra og Fjármálaeftirlitsins. Fyrirkomulag sölu verður kynnt nánar innan skamms. Í tilkynningu segir að fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010. Samtals nam eftirgjöf skulda hjá Seðlabanka Íslands 343 milljónum króna og jafnframt var kröfu að fjárhæð 382 milljónum króna breytt í stofnfé. Í framhaldi af endurskipulagningunni framseldi Seðlabankinn stofnféð til fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og fer Bankasýsla ríkisins með eignarhaldið. Sparisjóðurinn er nú rekinn með heimild til undanþágu frá kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um 16% eiginfjárhlutfall en hlutfall sjóðsins skv. ársreikningi fyrir árið 2010 er 10,5%. Það hefur verið helsta verkefni stjórnar sem kjörin var á aðalfundi sjóðsins hinn 17. maí sl. að leita leiða til að tryggja rekstrargrundvöll sjóðsins til framtíðar. „Að vel athuguðu máli var það niðurstaða stjórnar sparisjóðsins að farsælast væri fyrir sjóðinn að hlutur ríkisins yrði seldur. Markmið með sölunni er að fá inn sterkan stofnfjáraðila sem leggur sjóðnum til nýtt fjármagn. Kaupandinn mun þannig stuðla að enduruppbyggingu sjóðsins en það er einmitt hlutverk Sparisjóðs Svarfdæla að láta gott af sér leiða og standa vörð um og þróa atvinnulíf, mannlíf og velferð á sínu starfssvæði,” segir Helga Björk Eiríksdóttir, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla. „Sparisjóður Svarfdæla er fyrsta eign ríkisins í fjármálafyrirtæki sem Bankasýslan setur í opið söluferli. Við væntum þess að vel takist til í þessu söluferli sem framundan er og að sparisjóðurinn standi styrkari fótum að því loknu,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríksins. Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík hefur verið starfræktur í yfir 120 ár. Sparisjóðurinn varð til í núverandi mynd við sameiningu þriggja sparisjóða árið 1993. Um var að ræða Sparisjóð Svarfdæla, Sparisjóð Hríseyjar og Sparisjóð Árskógsstrandar. Auk sparisjóðsins á Dalvík er í dag rekin afgreiðsla í Hrísey. Sparisjóður Svarfdæla er eina fjármálafyrirtækið með bankaleyfi sem rekið er á Dalvík. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur ákveðið að setja 90% hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla í opið söluferli. Er sú ákvörðun tekin í samræmi við tillögu stjórnar sparisjóðsins og að fenginni heimild frá fjármálaráðuneyti. Salan er háð samþykki fjármálaráðherra og Fjármálaeftirlitsins. Fyrirkomulag sölu verður kynnt nánar innan skamms. Í tilkynningu segir að fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010. Samtals nam eftirgjöf skulda hjá Seðlabanka Íslands 343 milljónum króna og jafnframt var kröfu að fjárhæð 382 milljónum króna breytt í stofnfé. Í framhaldi af endurskipulagningunni framseldi Seðlabankinn stofnféð til fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og fer Bankasýsla ríkisins með eignarhaldið. Sparisjóðurinn er nú rekinn með heimild til undanþágu frá kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um 16% eiginfjárhlutfall en hlutfall sjóðsins skv. ársreikningi fyrir árið 2010 er 10,5%. Það hefur verið helsta verkefni stjórnar sem kjörin var á aðalfundi sjóðsins hinn 17. maí sl. að leita leiða til að tryggja rekstrargrundvöll sjóðsins til framtíðar. „Að vel athuguðu máli var það niðurstaða stjórnar sparisjóðsins að farsælast væri fyrir sjóðinn að hlutur ríkisins yrði seldur. Markmið með sölunni er að fá inn sterkan stofnfjáraðila sem leggur sjóðnum til nýtt fjármagn. Kaupandinn mun þannig stuðla að enduruppbyggingu sjóðsins en það er einmitt hlutverk Sparisjóðs Svarfdæla að láta gott af sér leiða og standa vörð um og þróa atvinnulíf, mannlíf og velferð á sínu starfssvæði,” segir Helga Björk Eiríksdóttir, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla. „Sparisjóður Svarfdæla er fyrsta eign ríkisins í fjármálafyrirtæki sem Bankasýslan setur í opið söluferli. Við væntum þess að vel takist til í þessu söluferli sem framundan er og að sparisjóðurinn standi styrkari fótum að því loknu,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríksins. Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík hefur verið starfræktur í yfir 120 ár. Sparisjóðurinn varð til í núverandi mynd við sameiningu þriggja sparisjóða árið 1993. Um var að ræða Sparisjóð Svarfdæla, Sparisjóð Hríseyjar og Sparisjóð Árskógsstrandar. Auk sparisjóðsins á Dalvík er í dag rekin afgreiðsla í Hrísey. Sparisjóður Svarfdæla er eina fjármálafyrirtækið með bankaleyfi sem rekið er á Dalvík.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira