Fleiri fréttir

Gengi krónunnar tók dýfu síðdegis

Gengi krónunnar tók nokkra dýfu síðdegis í dag. Nú klukkutíma fyrir lokun markaðarins hefur gengið veikst um 0,8% og gengisvísitalan er komin í rúmlega 214 stig.

Stjórn Sjóvá segir rekstur traustan

Í yfirlýsingu frá stjórn Sjóvá segir að rekstur fyrirtækisins sé traustur og félagið upfylli skilyrði um fjárhagslegan styrk. Sjóvá sé fjárhagslega í stakk búið til að mæta öllum skuldbindingum gagnvart viðskiptavinum sínum.

Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007.

Magnúsi og Kevin gert að greiða 240 milljónir hvor um sig

Félagið Materia Invest, sem var í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Gerald Stanford, er gert að greiða Arion banka 6,3 milljarða samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá er Kevin og Magnúsi gert að greiða hvor um sig 240 milljónir króna.

Skýrsla um makríl: Viðsnúningur til hins betra

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið vinna skýrslu um makrílveiðar við Ísland. Samkvæmt henni hefur orðið mikill viðsnúningur til hins betra í meðferð makrílafla íslenskra skipa þar sem meirihluti aflans fer nú í frystingu.

HS skilaði 35 milljónum í tekjuafgang

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var á árinu 2010 gert að spara um 86,5 milljónir. Það tókst og gott betur með samstilltu átaki starfsmanna því samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er 35 milljóna tekjuafgangur, sem er tæplega 2% af heildarveltu síðasta árs samkvæmt tilkynningu.

Um 18% þjóðarinnar fá lífeyristryggingar

Rétt rúmlega 56.000 manns eða um 18% þjóðarinnar fá lífeyristryggingar greiddar í einu eða öðru formi. Heildarkostnaður vegna þeirra í ár nemur um 76 milljörðum kr.

Endurskoðendur skila ársreikningum seint

Endurskoðendafyrirtækin PriceWaterhouseCoopers (PWC), KPMG, Deloitte og Ernst & Young, hafa ekki skilað inn ársreikningum á réttum tíma undanfarin fimm reikningsárs samkvæmt Fréttatímanum í dag.

Tveggja milljarða hagnaður af Icelandair

Fjárfesting Framtakssjóðs Íslands í Icelandair Group hefur skilað sjóðnum 2,2 milljarða króna hagnaði. Þetta er meðal þess sem Ágúst Einarsson, stjórnarformaður sjóðsins, kynnti á hluthafafundi hans í gær.

35 milljarða viðskipti til rannsóknar

Sérstakur saksóknari gerði í gær húsleitir á fimm stöðum, meðal annars í Seðlabanka Íslands, og handtók fjóra fyrrverandi starfsmenn Landsbankans vegna rannsóknar á 35 milljarða viðskiptum sem Landsbankinn átti 6. október 2008, daginn áður en bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu.

Skipti hf. fær innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Skipti hf. innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum. Greint er frá þessu á vefsíðu eftirlitsins.

Allt á huldu um eignarhaldið á Sjóvá

Kaupin á Sjóvá hafa ekki verið fjármögnuð og óvíst er hverjir verða meirihlutaeigendur í Sjóvá því ekki hafa skuldbindandi loforð komið frá þeim fagfjárfestum sem eiga að mynda sjóðinn SF1. Stefnir, rekstraraðili sjóðsins, hefur verið í viðræðum við lífeyrissjóði og aðra og er að safna fjárfestum í sjóðinn.

Arðsemi nýbygginga fer vaxandi að nýju

Greining Íslandsbanka segir að ljóst sé að arðsemi í nýbyggingu íbúða muni fara vaxandi á nýjan leik eftir að hafa dregist gríðarlega saman undanfarin misseri.

Miklar breytingar hjá ÍLS, sjóðurinn færður undir FME

Búast má við umfangsmiklum breytingum á því regluverki sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) starfar undir á næstunni samhliða innspýtingu eigin fjár inn í sjóðinn. Hyggjast stjórnvöld færa ÍLS undir beint eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME) með ámóta hætti og aðrar fjármálastofnanir, auk þess sem eiginfjárkvaðir, og aðrar kröfur um fjárhagslegan styrk, verða samræmdar því sem gengur og gerist í fjármálakerfinu.

Telja gengisáhrif af Icesave innan ásættanlegra marka

Að gefnum gjaldeyrishöftum og engum meiriháttar utanaðkomandi skellum er nokkuð líklegt að gengisáhrif krónunnar á Icesave skuldbindinguna verði innan ásættanlegra marka þ.e. að krónan veikist ekki umtalsvert umfram 15-20%.

Hætt við rannsókn á viðskiptum stjórnenda SPRON

Rannsókn á viðskiptum stjórnarmanna í SPRON, sem kærð voru af Vilhjálmi Bjarnasyni lektor við Háskóla Íslands, hefur verið hætt með vísan til laga um meðferð sakamála. Ekkert var talið benda til að stjórn SPRON hafi brotið lög.

Landspítalinn rekinn með tekjuafgangi

Landspítali var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010 samkvæmt bráðabirgðaruppgjöri spítalans. Heildarvelta Landspítala í fyrra var 40,1 milljarður króna og þar af nam rekstrarframlag ríkissjóðs 33,1 milljarði. Ekki var um að ræða viðbótarfjárframlag til spítalans í fjáraukalögum fyrir árið 2010.

Aflaverðmætið jókst um 16,5% á tíu mánuðum í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 112 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 96 milljarða kr. á sama tímabili árið 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða kr. eða 16,5% á milli ára.

AGS: Lausn Icesavedeilunnar væru tímamót

Julie Kozack yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að lausn Icesavedeilunnar yrðu tímamót (milestone) á leið Íslands út úr kreppunni.

Alcoa á Íslandi er hætt við álver á Bakka

Álfyrirtækið Alcoa á Íslandi (Fjarðarál) ætlar á næstunni að draga sig út úr því ferli, sem miðar að uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Arion banki semur við Þorstein

Arion banki hefur gert samkomulag við Þorstein M. Jónsson og félög sem tengjast honum um uppgjör skulda. Meðal þessara félaga er Vífilfell hf. sem fer undir nýtt eignarhald. Gerir samkomulagið ráð fyrir fullum endurheimtum Arion banka, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá þessu á laugardaginn sl.

Rifja upp náin tengsl Usmanov og Landsbankans

Danskir fjölmiðlar hafa rifjað upp náin tengsl milli úzbeska auðjöfursins Alisher Usmanov og Landsbankans og Björgólfs Guðmundssonar fyrrum stjórnarformanns bankans. Þetta er gert í framhaldi af fréttum um handtöku Sigurjóns Þ. Árnasonsonar fyrrum bankastjóra Landsbankans.

Eru að klára uppstokkun

Líklegt þykir að stór hluti bílaumboða B&L og Ingvars Helgasonar verði á næstu tveimur vikum fluttur yfir í Miðengi, eignarhaldsfélag í eigu Íslandsbanka.

Ráðherra óskar upplýsinga um Vestiu

Fjármálaráðherra sendi Bankasýslu ríkisins bréf í gærmorgun og óskaði eftir öllum þeim upplýsingum sem unnt væri að veita um aðdraganda að sölu Landsbankans á eignarhaldsfélaginu Vestiu til Framtakssjóðs Íslands.

Sjóváhluturinn seldur á 4,9 milljarða

Kaupverðið fyrir 52,4 prósent hlut í Sjóvá sem samið var um í dag er tæpir 4,9 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Í henni kemur fram að heildarvirði Sjóvá sé því tæplega 9,4 milljarðar króna.

Sjóvá selt Stefni

Eignasafn Seðlabankans seldi í dag tryggingafélagið Sjóvá. Kaupandinn er Stefnir verðbréfasjóður sem er í eigu Arion banka. Tilkynning um þetta verður send út innan skamms, samkvæmt upplýsingum Vísis. Salan var kynnt starfsfólki Sjóvár um fimmleytið í dag.

Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi

Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008.

Miklar sveiflur á íbúðaverði milli mánaða

Miklar sveiflur eru í íbúðaverði á milli mánaða. Þannig lækkaði íbúðaverð um 1,2% í desember síðastliðnum samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Íbúðir í sérbýli lækkuðu um 1% frá fyrri mánuði í desember og íbúðir í fjölbýli lækkuðu um 1,3%.

Viðskiptaráð viðurkennir ábyrgð í hruninu

Viðskiptaráð Íslands getur ekki skorast undan að hafa verið þátttakandi í því. „ástandi“ sem skapaðist í aðdragenda bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í nýrri skoðun frá ráðinu sem birt hefur verið á vefsíðu þess. Þar segir að því miður hefur gagnrýni á ýmsa þætti í starfsemi ráðsins að mörgu leyti verið réttmæt.

Að meðaltali 13.200 manns án vinnu á fjórða ársfjórðungi

Á fjórða ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,4% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 8,4% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fjórða ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns.

SA: Nýjar vegabætur skapa hundruð starfa

Nýjar arðbærar vegabætur munu bæta innviði landsins og skapa hundruð starfa. Þá auka framkvæmdirnar öryggi í umferðinni og spara þar með þjóðfélaginu stórfé á ári hverju.

Tveir bankar líklegir til að bítast um Byr

Ekki er útilokað að Íslandsbanki og Landsbankinn (NBI) banki á dyr kröfuhafa Byrs í næsta mánuði og bjóði upp á samrunaviðræður hvor í sínu lagi. Það gæti gerst sama dag og fjárhagslegri endurskipulagningu bankans lýkur eftir tvær til fjórar vikur.

Íbúðaverð lækkaði í borginni í desember

Íbúðaverð í borginni lækkaði undir lok síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 302,6 stig í desember í fyrra og lækkar um 1,2% frá fyrra mánuði.

Opera þarf meira pláss

Norska hugbúnaðar­fyrirtækið Opera stefnir að því að þrefalda gagnaflutning hingað á næstu árum. Fyrirtækið rekur netvafra fyrir einkatölvur og farsíma og vistar farsímahluta Opera-vafrans í gagnaveri Thor Data Center í Hafnarfirði.

Megnið fer á fiskiflotann og bílana

Níu af hverju tíu lítrum af innfluttu eldsneyti eru notaðir við fiskveiðar og í samgöngum, að því er fram kemur á vef Orkuseturs. „Þessir tveir flokkar nota álíka mikið en hlutur samgangna hefur þó farið vaxandi með auknum fjölda bifreiða,“ segir þar og bent er á að fjöldi bíla hér á landi hafi farið úr 70 þúsund bifreiðum árið 1974 í 200 þúsund bíla árið 2004.

Öðruvísi banki bíður eftir græna ljósinu

Ingólfur H. Ingólfsson, sem kennt hefur fjölda manns að höndla fjármál sín síðastliðin níu ár, vinnur að stofnun banka að þýskri fyrirmynd. Bankinn mun heita Sparibankinn og byggir hann á þeirri hugmyndafræði sem Ingólfur hefur miðlað til fólks og hugbúnaði sem hann hefur þróað og ætlað er að auðvelda fólki að stýra útgjöldum sínum, byggja upp sparnað og eignir ásamt því að hraða uppgreiðslu lána.

Breskir háskólanemar vista heimaverkefnin í Hafnarfirði

Forsvarsmenn Thor Data Center, gagnavers í Hafnarfirði, hafa undirritað samkomulag við breska upplýsingatæknifyrirtækið HRC Cube um hýsingu á heimaverkefnum þúsundum breskra háskólanema. HRC Cube, sem IBM í Bretlandi stendur á bak við, sérhæfir sig í tækniþróun fyrir menntakerfið ytra og heldur utan um netumhverfi fjölda breskra háskóla. Ekki liggur fyrir nákvæmt verðmæti samningsins. Hann er talinn geta numið nokkuð hundruð milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir