Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 15:59 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun