Viðskipti innlent

Alcoa á Íslandi er hætt við álver á Bakka

Álfyrirtækið Alcoa á Íslandi (Fjarðarál) ætlar á næstunni að draga sig út úr því ferli, sem miðar að uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Þolinmæði Alcoa er á þrotum eftir að ráðherrar og Landsvirkjun útilokuðu frekari rannsóknir í Gjástykki. Umræðan um friðun Gjástykkis mun einnig hafa haft áhrif á þessa ákvörðun Alcoa.

Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að Alcoa á Íslandi hafi þegar eytt um 2 milljörðum kr. í undirbúning álvers við Bakka. Móðurfélagið í Bandaríkjunum mun þó enn hafa áhuga á að reyna að byggja álverið á Bakka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×