Viðskipti innlent

Eru að klára uppstokkun

Eignarhalds­félag Íslandsbanka fær senn til sín hluti í B&L og Ingvari Helgasyni.Fréttablaðið/Heiða
Eignarhalds­félag Íslandsbanka fær senn til sín hluti í B&L og Ingvari Helgasyni.Fréttablaðið/Heiða
Líklegt þykir að stór hluti bílaumboða B&L og Ingvars Helgasonar verði á næstu tveimur vikum fluttur yfir í Miðengi, eignarhaldsfélag í eigu Íslandsbanka.

Innan Miðengis eru eignarhlutir í fyrirtækjum sem gengið hafa í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og Íslandsbanki hefur eignast hlut í.

KPMG hefur unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu B&L og Ingvars Helgasonar frá 2009 fyrir hönd kröfuhafa. Íslandsbanki á 65 prósent krafna á bílaumboðin, SP Fjármögnun og Lýsing sín hvor 15 prósentin og Arion banki um fimm prósent. Kröfuhafar hafa ekki gengið að veðum en líkur eru á að það verði niðurstaða vinnunnar sem nú stendur yfir.

Miðengi á Jarðboranir og Steypustöðina að fullu auk smærri hluta í sextán öðrum fyrirtækjum. Miðengi hefur áður selt frá sér Skeljung og hlut í þremur öðrum eignum.

Íslandsbanki kom að rekstri bílaumboða B&L og Ingvars Helga­sonar árið 2009 og gerði um mitt síðasta ár sátt við Samkeppnisstofnun þess efnis að umboðin yrðu seld innan tilskilins tíma. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×