Viðskipti innlent

Skýrsla um makríl: Viðsnúningur til hins betra

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið vinna skýrslu um makrílveiðar við Ísland. Samkvæmt henni hefur orðið mikill viðsnúningur til hins betra í meðferð makrílafla íslenskra skipa þar sem meirihluti aflans fer nú í frystingu.

Í tilkynningu segir að það sé í samræmi við sameiginlegt markmið ráðuneytisins og LÍÚ frá því í júnímánuði síðastliðnum og vonir eru bundnar við enn stærri hluti aflans fari framvegis til manneldis.

Þá hefur markaðssetning makrílafla gengið vel og er íslenskur makríll nú seldur til 27 landa víðsvegar um heim.

Starfshópur ráðherra tók einnig fyrir göngur makríls, fæðunám hans í íslenskri lögsögu, dreifingu og veiðiaðferðir. Fram kemur í skýrslunni að sameiginlegar vísindarannsóknir Íslands, Noregs og Færeyja sýna að um ein milljón tonna af makríl eða 23% af heildarstofninum gekk í íslenska lögsögu 2010








Fleiri fréttir

Sjá meira


×