Viðskipti innlent

Endurskoðendur skila ársreikningum seint

PriceWaterhouseCoopers er eitt fyrirtækjanna sem skilar ársreikningum of seint.
PriceWaterhouseCoopers er eitt fyrirtækjanna sem skilar ársreikningum of seint.

Endurskoðendafyrirtækin PriceWaterhouseCoopers (PWC), KPMG, Deloitte og Ernst & Young, hafa ekki skilað inn ársreikningum á réttum tíma undanfarin fimm reikningsárs samkvæmt Fréttatímanum í dag.

Endurskoðendafyrirtækin eru þau langstærstu á Íslandi. Í lögum um ársreikninga er kveðið á um að reikningunum skuli skilað inn átta mánuðum eftir að almanaksári ársreiknings lýkur.

Í mörgum tilvikum hafa fyrirtækin fjögur látið meira en ár líða frá uppgjöri þar til ársreikningi er skilað samkvæmt fréttatímanum.

Endurskoðendafyrirtækin hafa sætt harðri gagnrýni eftir bankahrun. Þá sérstaklega PWC sem var gagnrýnt harðlega í franskri og norskri skýrslu sem unnar voru fyrir sérstakan saksóknara um hrun Glitnis og Landsbankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×