Öðruvísi banki bíður eftir græna ljósinu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. janúar 2011 00:01 Forsvarsmenn Sparibankans segjast leita eftir reynslu fyrrverandi forstjóra VBS Fjárfestingarbanka og þekkingar endurskoðenda hjá PwC við stofnun nýs banka. Hann mun starfa á öðrum forsendum en þekkist hér á landi. Fremst á myndinni er Arnar. Ingólfur og Hanna sitja gegnt honum.Fréttablaðið/Anton Ingólfur H. Ingólfsson, sem kennt hefur fjölda manns að höndla fjármál sín síðastliðin níu ár, vinnur að stofnun banka að þýskri fyrirmynd. Bankinn mun heita Sparibankinn og byggir hann á þeirri hugmyndafræði sem Ingólfur hefur miðlað til fólks og hugbúnaði sem hann hefur þróað og ætlað er að auðvelda fólki að stýra útgjöldum sínum, byggja upp sparnað og eignir ásamt því að hraða uppgreiðslu lána. Undirbúningur bankans hefur staðið yfir í á annað ár. Búið er að ráða Hönnu Björk Ragnarsdóttir sem framkvæmdastjóra og verður hún bankastjóri þegar bankinn kemst á laggirnar. Stefnt er á hlutafjárútboð á næstu vikum til að afla fimm milljóna evra, jafnvirði átta hundruð milljóna króna. Að því loknu verður sótt um viðskiptabankaleyfi fyrir reksturinn. Áætlanir standa til að dyr hans opni eftir um ár. Meðal ráðgjafa sem komið hafa að undirbúningi eru Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, og endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers, PwC. VBS var umsvifamikill í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum smærri fjármálafyrirtækja við Seðlabankann í aðdraganda bankahrunsins auk þess sem grunur leikur á því að skuldabréf sem VBS fjármagnaði hafi verið sett inn í eignastýringu bankans og áhættan því verið færð á herðar viðskiptavina. Arnar Freyr Ólafsson, verkefnastjóri Sparibankans, segir forsvarsmenn Sparibankans hafa horft til reynslu Jóns á sviði viðskiptabankarekstrar. Hann hafi áður verið yfir viðskiptabankasviði Íslandsbanka og aðstoðarforstjóri um skeið áður en hann tók við fyrirtækjasviði og viðskiptaþróun hjá VBS árið 2006. „Við þurftum að hafa mann sem hefur stýrt í viðskiptabanka. Þótt hann hafi stýrt fjárfestingarbanka áður hefur hann mikla reynslu hjá viðskiptabanka," segir Arnar. Arnar bætir við að málarekstur slitastjórna Glitnis og Landsbankans gegn PwC hafi ekki komið í veg fyrir að leitað hafi verið ráða hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum sótt eftir er ráðgjafaþjónusta hjá eintaklingum sem vinna hjá PwC. Það sem ráðgjafaþjónustan fólst aðallega í var uppbygging á viðskiptamódelinu. Þetta var mjög tæknileg ráðgjöf í endurskoðun. Til þess voru fengnir löggiltir endurskoðendur PwC." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ingólfur H. Ingólfsson, sem kennt hefur fjölda manns að höndla fjármál sín síðastliðin níu ár, vinnur að stofnun banka að þýskri fyrirmynd. Bankinn mun heita Sparibankinn og byggir hann á þeirri hugmyndafræði sem Ingólfur hefur miðlað til fólks og hugbúnaði sem hann hefur þróað og ætlað er að auðvelda fólki að stýra útgjöldum sínum, byggja upp sparnað og eignir ásamt því að hraða uppgreiðslu lána. Undirbúningur bankans hefur staðið yfir í á annað ár. Búið er að ráða Hönnu Björk Ragnarsdóttir sem framkvæmdastjóra og verður hún bankastjóri þegar bankinn kemst á laggirnar. Stefnt er á hlutafjárútboð á næstu vikum til að afla fimm milljóna evra, jafnvirði átta hundruð milljóna króna. Að því loknu verður sótt um viðskiptabankaleyfi fyrir reksturinn. Áætlanir standa til að dyr hans opni eftir um ár. Meðal ráðgjafa sem komið hafa að undirbúningi eru Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, og endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers, PwC. VBS var umsvifamikill í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum smærri fjármálafyrirtækja við Seðlabankann í aðdraganda bankahrunsins auk þess sem grunur leikur á því að skuldabréf sem VBS fjármagnaði hafi verið sett inn í eignastýringu bankans og áhættan því verið færð á herðar viðskiptavina. Arnar Freyr Ólafsson, verkefnastjóri Sparibankans, segir forsvarsmenn Sparibankans hafa horft til reynslu Jóns á sviði viðskiptabankarekstrar. Hann hafi áður verið yfir viðskiptabankasviði Íslandsbanka og aðstoðarforstjóri um skeið áður en hann tók við fyrirtækjasviði og viðskiptaþróun hjá VBS árið 2006. „Við þurftum að hafa mann sem hefur stýrt í viðskiptabanka. Þótt hann hafi stýrt fjárfestingarbanka áður hefur hann mikla reynslu hjá viðskiptabanka," segir Arnar. Arnar bætir við að málarekstur slitastjórna Glitnis og Landsbankans gegn PwC hafi ekki komið í veg fyrir að leitað hafi verið ráða hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum sótt eftir er ráðgjafaþjónusta hjá eintaklingum sem vinna hjá PwC. Það sem ráðgjafaþjónustan fólst aðallega í var uppbygging á viðskiptamódelinu. Þetta var mjög tæknileg ráðgjöf í endurskoðun. Til þess voru fengnir löggiltir endurskoðendur PwC."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira