Viðskipti innlent

Sjóvá selt Stefni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjóvá.
Sjóvá.
Eignasafn Seðlabankans seldi í dag tryggingafélagið Sjóvá. Kaupandinn er verðbréfasjóðurinn SF 1, sem er í rekstri Stefnis verðbréfasjóðs, sem er í eigu Arion banka. Salan var kynnt starfsfólki Sjóvár um fimmleytið í dag.

Sjóvá hefur verið í söluferli undanfarna mánuði. Um tíma ætlaði hópur undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar að festa kaup á félaginu en upp úr samningaviðræðum við þann hóp slitnaði. Stefnir átti þá næsthæsta tilboðið í félagið.

Stærsti eigandi Sjóvár fyrir söluna var Eignasafn Seðlabankans. Eignasafn Seðlabankans átti upphaflega um 73% hlut í Sjóvá. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið samið um sölu á 52,4% hlut í félaginu og því heldur Eignasafn Seðlabankans eftir um 20,6% hlut í félaginu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×