Áhættan er mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða 21. janúar 2011 11:23 Ísland var meðal þeirra ríkja sem Aon Risk Solutions mat áhættuna meiri fyrir fjárfesta nú en árið 2010, og er jafnframt fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu þar sem fyrirtækið metur áhættuna í meðallagi. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en visir.is greindi frá mati Aon fyrr í vikunni. Í Morgunkorninu segir að samkvæmt áhætturöðun fyrirtækisins er áhætta sem metin er í meðallagi sú þriðja minnsta af þeim 6 flokkum sem fyrirtækið skiptir áhættunni upp í. Fyrirtækið metur áhættu allra annarra Vestur-Evrópuríkja litla sem er minnsta áhættan á þessum skala fyrirtækisins. Þau ríki sem falla í sama flokk og Ísland eru t.d. Rússland, Lettland, Albanía og Tyrkland svo einhver séu nefnd. Þegar litið er á einstaka þætti sem fyrirtækið metur áhættu fyrir hvað Ísland varðar þá er ljóst að hættan á pólitískum inngripum er orsakavaldur þess að áhættan hefur aukist hér á landi frá árinu 2010. Aðrir þættir sem fyrirtækið telur sérstaka áhættu á hér á landi, og eru jafnframt þeir sömu og nefndir voru til sögunnar árið 2010, eru gjaldeyrisáhætta, hætta á greiðslufalli hins opinbera og svo borgaralegur óróleiki. Síðastnefndi áhættuþátturinn er þó mjög algengur og þá einnig á meðal vestrænna ríkja, og af ríkjum Vestur Evrópu er hann oftar en ekki nefndur til sögunnar. Í raun eru þau afar fá ríkin þar sem engir áhættuþættir eru nefndir til sögunnar og af ríkjum Vestur Evrópu á það bara við Noreg, Danmörk, Finnland, Sviss og Lúxemborg. Aðeins þrjú önnur Vestur-Evrópuríki en Ísland eru talin búa yfir áhættu á greiðslufalli hins opinbera en þau eru Portúgal, Grikkland og Írland, sem kemur ekki spánskt fyrir sjónir miðað við það fjölmiðlafár sem verið hefur um skuldastöðu þessara ríkja. „Augljóslega er mat á pólitískri áhættu, líkt og fyrirtækið Aon metur, huglægt í eðli sínu og þar með rétt að taka slíku mati með fyrirvara frá einstökum stofnunum eða fyrirtækjum sem meta slíkt," segir í Morgunkorninu. „Engu að síður skiptir mat alþjóðasamfélagsins á slíkri áhættu verulegu máli og getur slík framvinda eins og orðið hefur hér á landi, að áhættan sé talin meiri fyrir fjárfesta að eiga í viðskiptum hér en áður haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Má hér nefna að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nefndi í haustspá sinni á síðasta ári að pólitískur óstöðugleiki væri einn af þeim þáttum sem gæti hrakið erlenda fjárfesta frá og þar með að einhver töf gæti orðið á fjármunamyndun hér á landi sem aftur hefur augljóslega áhrif á hagvöxt." Við þetta má bæta að pólitísk áhætta er einn sá þáttur sem lánshæfismatsfyrirtækin taka tillit til þegar þau meta lánshæfi ríkja. Þar vísar áhættan af pólitískum toga í þá áhættu að stjórnvöld geti skort bæði pólitíska getu sem og vilja til þess að standa við fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. „Þó má geta þess hér að sú áhætta sem fyrirtækið Aon metur er ekki skilgreind með sama hætti og þegar matsfyrirtækin meta lánshæfi einstakra ríkja, enda er Aon að meta áhættu fyrir fjárfesta að eiga viðskipti innan landamæra ríkjanna en ekki við ríkin sjálf. Þó er ljóst að töluverð fylgni er þarna á milli enda eru ríki gjarnan með hærri lánshæfiseinkunn eftir því sem þau búa yfir minni áhættu að mati Aon," segir í Morgunkorninu. Tengdar fréttir Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008. 19. janúar 2011 13:40 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ísland var meðal þeirra ríkja sem Aon Risk Solutions mat áhættuna meiri fyrir fjárfesta nú en árið 2010, og er jafnframt fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu þar sem fyrirtækið metur áhættuna í meðallagi. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en visir.is greindi frá mati Aon fyrr í vikunni. Í Morgunkorninu segir að samkvæmt áhætturöðun fyrirtækisins er áhætta sem metin er í meðallagi sú þriðja minnsta af þeim 6 flokkum sem fyrirtækið skiptir áhættunni upp í. Fyrirtækið metur áhættu allra annarra Vestur-Evrópuríkja litla sem er minnsta áhættan á þessum skala fyrirtækisins. Þau ríki sem falla í sama flokk og Ísland eru t.d. Rússland, Lettland, Albanía og Tyrkland svo einhver séu nefnd. Þegar litið er á einstaka þætti sem fyrirtækið metur áhættu fyrir hvað Ísland varðar þá er ljóst að hættan á pólitískum inngripum er orsakavaldur þess að áhættan hefur aukist hér á landi frá árinu 2010. Aðrir þættir sem fyrirtækið telur sérstaka áhættu á hér á landi, og eru jafnframt þeir sömu og nefndir voru til sögunnar árið 2010, eru gjaldeyrisáhætta, hætta á greiðslufalli hins opinbera og svo borgaralegur óróleiki. Síðastnefndi áhættuþátturinn er þó mjög algengur og þá einnig á meðal vestrænna ríkja, og af ríkjum Vestur Evrópu er hann oftar en ekki nefndur til sögunnar. Í raun eru þau afar fá ríkin þar sem engir áhættuþættir eru nefndir til sögunnar og af ríkjum Vestur Evrópu á það bara við Noreg, Danmörk, Finnland, Sviss og Lúxemborg. Aðeins þrjú önnur Vestur-Evrópuríki en Ísland eru talin búa yfir áhættu á greiðslufalli hins opinbera en þau eru Portúgal, Grikkland og Írland, sem kemur ekki spánskt fyrir sjónir miðað við það fjölmiðlafár sem verið hefur um skuldastöðu þessara ríkja. „Augljóslega er mat á pólitískri áhættu, líkt og fyrirtækið Aon metur, huglægt í eðli sínu og þar með rétt að taka slíku mati með fyrirvara frá einstökum stofnunum eða fyrirtækjum sem meta slíkt," segir í Morgunkorninu. „Engu að síður skiptir mat alþjóðasamfélagsins á slíkri áhættu verulegu máli og getur slík framvinda eins og orðið hefur hér á landi, að áhættan sé talin meiri fyrir fjárfesta að eiga í viðskiptum hér en áður haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Má hér nefna að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nefndi í haustspá sinni á síðasta ári að pólitískur óstöðugleiki væri einn af þeim þáttum sem gæti hrakið erlenda fjárfesta frá og þar með að einhver töf gæti orðið á fjármunamyndun hér á landi sem aftur hefur augljóslega áhrif á hagvöxt." Við þetta má bæta að pólitísk áhætta er einn sá þáttur sem lánshæfismatsfyrirtækin taka tillit til þegar þau meta lánshæfi ríkja. Þar vísar áhættan af pólitískum toga í þá áhættu að stjórnvöld geti skort bæði pólitíska getu sem og vilja til þess að standa við fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. „Þó má geta þess hér að sú áhætta sem fyrirtækið Aon metur er ekki skilgreind með sama hætti og þegar matsfyrirtækin meta lánshæfi einstakra ríkja, enda er Aon að meta áhættu fyrir fjárfesta að eiga viðskipti innan landamæra ríkjanna en ekki við ríkin sjálf. Þó er ljóst að töluverð fylgni er þarna á milli enda eru ríki gjarnan með hærri lánshæfiseinkunn eftir því sem þau búa yfir minni áhættu að mati Aon," segir í Morgunkorninu.
Tengdar fréttir Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008. 19. janúar 2011 13:40 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008. 19. janúar 2011 13:40