Fleiri fréttir Afkoma ríkisins nær 20 milljörðum betri en vænst var Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 73,6 milljörðum kr. en var neikvætt um 88,7 milljarða kr. á sama tímabili 2009. Þetta er mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um tæpa 93 milljarða kr. 9.11.2010 12:11 Lífeyrissjóðirnir enn risastórir í alþjóðlegu samhengi Þrátt fyrir að hrein eign lífeyrissjóðanna sé nú lægri en hún var fyrir hrun bankanna eru þeir enn risastórir í alþjóðlegu samhengi. Hvergi í heiminum, fyrir utan Holland, er stærð sjóðanna jafnhátt hlutfall af landsframleiðslu. 9.11.2010 11:41 Starfsmenn Stálskipa voru tekjuhæstir Meðallaun starfsmanna Stálskipa voru hæst allra fyrirtækja á Íslandi í fyrra. Eftir því sem fram kemur í nýju riti Frjálsrar verslunar, 300 stærstu, fengu starfsmenn fyrirtækisins að meðaltali 17,363 milljónir króna. Það þýðir að hver starfsmaður var með um 1,45 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. 9.11.2010 11:40 Már: Loforð stjórnvalda stoppa endurreisnina Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að röð loforða stjórnvalda um lausn á skuldavanda heimilanna séu að stöðva endurreisn efnahagslífsins. Þeir sem skuldi dragi lappirnar við að endurskipuleggja fjárhag sinni í þeirri von að betri pakki komi á borðið. 9.11.2010 11:20 Mikil fækkun leigusamninga milli mánaða Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 840 í október 2010 og fækkar þeim um 45,9% frá september 2010 og 1,8% frá október 2009. 9.11.2010 10:58 Vigdís segir loftfimleika með ólíkindum í Avenskaupum Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir að það sé með ólíkindum að slíkir loftfimleikar skuli vera stundaðir af Seðlabanka Íslands og lífeyrissjóðunum eins og raunin var með Avenskaupin á sínum tíma. 9.11.2010 10:10 Iceland Airwaves skilaði rúmum 300 milljónum Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) vann í samstarfi við Höfuðborgarstofu könnun á meðal erlendra gesta á nýliðinni Iceland Airwaves-hátíð. 9.11.2010 09:39 Icelandair leikur stórt hlutverk í kynningarherferð Icelandair leikur stórt hlutverk í umfangsmikilli kynningarherferð sem ferðamálaráð Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar standa sameiginlega að í Bandaríkjunum um þessar mundir. Ferðamálastofurnar þrjár, sem heita VisitDenmark, Innovation Norway og VisitSweden hafa tekið höndum saman og kynna löndin þrjú sameiginlega sem áfangastaða ferðamanna með beinum auglýsingum á götum úti og á vefnum. 9.11.2010 09:20 Reiðufé nam 43,5 milljörðum í Avenskaupunum Af þeim eignum sem Seðlabankinn keypti af Avens B.V. félagi í eigu Landsbankans í Lúxemborg nam reiðufé alls 43,5 milljörðum kr. og var hlutfall þess tæplega 34%. 9.11.2010 09:10 Hrein eign lífeyrissjóða jókst um 7,4 milljarða í september Hrein eign lífeyrissjóða í lok september sl. var 1.835,1 milljarður kr. og hækkaði hún um 7,4 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,4%. 9.11.2010 08:01 Gjaldeyrisforðinn rýrnaði um 15,6 milljarða í október Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 471,9 milljörðum kr. í lok október og lækkaði um 15,3 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir minnkaði um 15,6 milljarða kr. og aðrar eignir hækkuðu samtals um 219 milljónir kr. í mánuðinum. 9.11.2010 07:51 Samkomulag milli slitastjórnar og Spkef sparisjóðs Náðst hefur samkomulag milli slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík og Spkef sparisjóðs, um uppgjör vegna yfirtöku Spkef sparsjóðs á innstæðum og rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. 9.11.2010 07:45 Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. 9.11.2010 06:00 Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. 9.11.2010 05:00 Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur fengu gull í Danmörku Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur frá Mjólkursamsölunni hrepptu gullverðlaun í sínum flokkum í norrænni samkeppni mjólkurvara í Danmörku. 8.11.2010 15:22 Nærri átta milljarða viðskipti með Gamma Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 7,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 3,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 3,9 ma. viðskiptum. 8.11.2010 16:12 Icelandair með í samnorrænu ferðamálaátaki Icelandair er hluti af samnorrænum ferðamálaátaki sem gengur undir nafninu Faces of Scandinaiva. Átakið er byggt í kringum vefsíðu þar sem þekktir ríkisborgarar á Norðurlöndunum segja frá ferðareynslu sinni. 8.11.2010 15:08 Krónuveltan á millibankamarkaði að verða eðlileg Veltan á millibankamarkaði með krónur nam 31,5 millljörðum kr. í október. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans og samkvæmt þeim virðist veltan á þessum markaði að komast í eðlilegt horf, það er að verða svipuð og hún var frá 1999 og fram á mitt árið 2004. 8.11.2010 14:03 Kröfuhafar Þorgils tapa 600 milljónum Aðeins 1,8 milljónir kr. fengust upp í kröfur í þrotabú C22 sem var í eigu Þorgils Óttars Mathiesen fyrrum forstjóra Sjóvár. Þar með töpuðu kröfuhafar nær 600 milljónum kr. á þrotabúinu en stærsti kröfuhafinn var Íslandsbanki. 8.11.2010 12:48 Útflutningsverðmæti aukakvótans hátt í 300 milljónir Útflutningsverðmæti 460 tonna neyðar- eða aukakvóta, sem sjávarútvegsráðherra ætlar að úthluta til lítilla sjávarbyggða, sem hafa orðið fyrir óvæntu áfalli í atvinnulífinu, nemur á þriðja hundrað milljónum króna. 8.11.2010 12:06 Pálmi Haraldsson er fluttur til Lúxemborgar Pálmi Haraldsson flutti lögheimili sitt til Lúxemborgar þann 24. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu Pálma sem send var dómstólum í New York þann 4. nóvember í síðustu viku. 8.11.2010 11:25 Utanferðir Íslendinga jukust um 22% milli ára í október Nýjar tölur Ferðamálastofu eru til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láta undan útþrá sinni. Þannig héldu mun fleiri Íslendingar utan nú í október en á sama tíma í fyrra, eða ríflega 34 þúsund í nýliðnum mánuði á móti tæpum 25 þúsund í október í fyrra. Þetta jafngildir aukningu upp á 22,2%. 8.11.2010 11:21 Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 12% milli ára í október Erlendir ferðamenn voru 12,2% fleiri nú í október síðastliðnum samanborið við október í fyrra. Þannig fóru rúmlega 34 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð nú í október samanborið við rúm 30 þúsund árið á undan. 8.11.2010 11:17 Hafnarfjörður gerir upp við bæverskan banka Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka 400 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið á að nota til að greiða upp erlent lán frá Bayerische Landesbank upp á 4,5 milljónir evra eða 700 milljónir. 8.11.2010 11:09 Fasteignakaupum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu Alls var 86 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en verið hafa að meðtali á viku undanfarnar 12 vikur en þeir eru 71 talsins. 8.11.2010 10:48 Engin vandamál í samskiptum AGS og Íslands „Ég veit ekki til þess að nein vandamál séu í samskiptum okkar við Ísland,“ segir Caroline Atkinson forstjóri samskiptasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 8.11.2010 09:30 Málaferli gætu dregist á langinn og skaðað Ísland Kröfuhafar stóru föllnu bankanna þriggja segja að málaferli þeirra á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna gætu dregist á langinn árum saman og orðið mjög skaðleg fyrir Ísland. Þeir hyggjast hnekkja því ákvæði neyðarlaganna sem kveður á um forgangsrétt innstæðueigenda, en greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian. 7.11.2010 18:30 Íslendingar borga lægstu tekjuskattana á Norðurlöndum samkvæmt skýrslu Þrátt fyrir skattahækkanir ríkisstjórnarinnar eru tekjuskattar lægstir á Íslandi og Noregi af öllum Norðurlöndunum, samkvæmt skýrslu KPMG um skattamál. Í Noregi eru tekjuskattar einstaklinga ásamt tryggingagjöldum 47,8 prósent en hæst 46,3 prósent á Íslandi. 7.11.2010 12:04 Segja gögn sanna bein afskipti Hannesar Slitastjórn Glitnis telur sig búa yfir gögnum sem sanna að Hannes Smárason, fyrrum stjórnarformaður FL Group sem var stærsti hluthafi bankans, hafi haft bein áhrif á lánveitingar Glitnis á sínum tíma. Hefur Hannes sjálfur og reyndar velflestir sjömenninganna sem stefnt er af hálfu slitastjórnar neitað öllu slíku hingað til. 7.11.2010 11:06 Flutti 631 tonn af langreyðum til Japans Hvalur hf. flutti 631 tonn af langreyðum til Japan fyrstu níu mánuði þessa árs og heildarútflutningurinn gæti numið svipuðu magni og flutt var snemma á tíunda áratug síðustu aldar, að því er fram kemur í vefútgáfu Japan Today. Í Japan eru um fjögur þúsund tonn af hvalkjöti, aðallega hrefnu sem veidd er í „vísindaskyni," sett á markað í Japan á ári hverju. 7.11.2010 09:49 Smálánafyrirtæki Bjarna Ármanns selt á þrjá milljarða Smálánafyrirtækið Folkia, sem var að hluta í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, var nýlega selt bandarísku fyrirtæki fyrir þrjá milljarða. Gera má ráð fyrir að Bjarni hafi fengið 300 milljónir fyrir sinn snúð, en 800 milljóna króna skuld hans við skilanefnd Glitnis stendur þó enn ógreidd. 6.11.2010 18:30 Til verði yfir 50 þúsund ný störf Bandarísk stjórnvöld hafa gengið frá viðskiptasamkomulagið við Indland að andvirði 10 milljarða dollara. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag en hann kom til Indlands í opinbera heimsókn í morgun. Lögð verður aukinn áhersla á útflutning og vonast Obama til þess að samkomulagið verði til þess að um 54 þúsund störf verði til í Bandaríkjunum. 6.11.2010 17:39 Ákvörðun Jóns skiptir sköpum fyrir nokkur bæjarfélög Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka kvóta til stuðnings minni byggðarlögum gæti skipt sköpum fyrir nokkur bæjarfélög. Á Flateyri verða uppsagnir í útgerð hugsanlega dregnar til baka. 6.11.2010 12:22 Aldrei fleiri íslensk skáldverk gefin út Aldrei fleiri íslensk skáldverk hafa verið gefin út en í ár en 85 titlar eru skráðir í Bókatíðindi íslenskra bókaútgefenda. Þetta er tólf titlum fleira en fyrra metárið 2007 að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þótt íslenskum skáldverkum fjölgi eru titlar sem rata í Bókatíðindin í heild lítið eitt færri en metárið 2007. Nú eru titlarnir 747, um fimmtíu færri en árið 2007. Ævisögurnar gefa mest eftir. Þær eru 31 talsins og hafa ekki verið færri síðan 1999. 6.11.2010 11:49 Tæpir 90 milljarðar á veltureikningum Landsmenn eru með um 89 milljarðar króna inni á veltureikningum, en vextir á þeim eru lágir og í öllum tilvikum skila þeir neikvæðri raunávöxtun. Bankarnir bjóða hins vegar upp á reikninga með litlum binditíma sem bera jákvæða raunvexti auk veðtryggðra reikninga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. 6.11.2010 10:10 Höftin eiga að hverfa Stjórn efnahagsmála verður að bregðast illilega til þess að gjaldeyrishöftum verði hér við haldið um lengri tíma. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun. Hann sagði höftin hafa gegnt hlutverki í að ná stöðug 6.11.2010 05:45 Bagalegt að greiðslukort skuldara séu klippt Umboðsmaður skuldara segir bagalegt að vita til þess að greiðslukort einstaklinga í greiðsluaðlögun hafi verið klippt í verslunum. Upplýsingum um skilyrði greiðsluaðlögunar verður aftur komið á framfæri til þeirra sem eiga inni umsókn. 5.11.2010 19:10 Athugun á hæfi Gunnars lokið - ekki tilefni til að aðhafast frekar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen forstjóra og sér ekki tilefni til að aðhafast frekar. 5.11.2010 16:42 Skipti selja Já Skipti hf. hafa undirritað samning um sölu á Já upplýsingaveitum ehf. Í tilkynningu frá Skiptum segir að kaupandinn sé fyrirtæki í meirihlutaeigu Auðar 1 fagfjárfestasjóðs. Kaupverð er trúnaðarmál en söluhagnaður Skipta af viðskiptunum nemur 1,3 milljörðum króna. Greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. 5.11.2010 16:07 Seðlabankastjóri: Gjaldeyrishöftin verða mögulega framlengd Seðlabankastjóri segir að það gæti orðið hluti af nýrri áætlun um gjaldeyrishöftin sem kynnt verður fyrir mars næstkomandi að leggja til að höftin verði framlengd, en samkvæmt gildandi lögum rennur heimildin til þeirra út í ágúst 2011. 5.11.2010 12:10 Frumtak kaupir hlut í Mentor fyrir 200 milljónir Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf. Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Kaup Frumtaks nema 200 milljónum kr. 5.11.2010 11:21 Arion banki með ráðgjöf fyrir fólk í greiðsluvanda Arion banki opnar laugardaginn 6. nóvember sérhæfða ráðgjafaþjónustu þar sem markmiðið er að koma sem best til móts við þarfir viðskiptavina sem eiga í greiðsluvanda. 5.11.2010 11:07 Skuldaálag lækkar á Ísland en hækkar í Vestur Evrópu Talsverð hækkun hefur verið á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur Evrópu á síðustu dögum. Á meðan hefur álagið á Ísland farið lækkandi. 5.11.2010 11:04 Erlendar krónueignir geta sloppið út gegnum íbúðabréf Greining Arion banka veltir því fyrir sér afhverju erlendir krónueigendur nýti sér ekki íbúðabréf til að losna við krónur sínar yfir í gjaldeyri. Þetta er vel hægt einkum með því að nýta sér stysta íbúðabréfaflokkinn. Með kaupum í honum þurfa erlendu krónubréfaeigendurnar ekki að bíða eftir afnámi gjaldeyrishaftanna. 5.11.2010 10:51 Seðlabankinn með 43% af gjaldeyrisveltunni í október Velta á millibankamarkaði í októbermánuði 2010 nam 2.175 milljónum kr. sem er 419 milljóna kr. minni velta en í septembermánuði. 5.11.2010 09:56 Sjá næstu 50 fréttir
Afkoma ríkisins nær 20 milljörðum betri en vænst var Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 73,6 milljörðum kr. en var neikvætt um 88,7 milljarða kr. á sama tímabili 2009. Þetta er mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um tæpa 93 milljarða kr. 9.11.2010 12:11
Lífeyrissjóðirnir enn risastórir í alþjóðlegu samhengi Þrátt fyrir að hrein eign lífeyrissjóðanna sé nú lægri en hún var fyrir hrun bankanna eru þeir enn risastórir í alþjóðlegu samhengi. Hvergi í heiminum, fyrir utan Holland, er stærð sjóðanna jafnhátt hlutfall af landsframleiðslu. 9.11.2010 11:41
Starfsmenn Stálskipa voru tekjuhæstir Meðallaun starfsmanna Stálskipa voru hæst allra fyrirtækja á Íslandi í fyrra. Eftir því sem fram kemur í nýju riti Frjálsrar verslunar, 300 stærstu, fengu starfsmenn fyrirtækisins að meðaltali 17,363 milljónir króna. Það þýðir að hver starfsmaður var með um 1,45 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. 9.11.2010 11:40
Már: Loforð stjórnvalda stoppa endurreisnina Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að röð loforða stjórnvalda um lausn á skuldavanda heimilanna séu að stöðva endurreisn efnahagslífsins. Þeir sem skuldi dragi lappirnar við að endurskipuleggja fjárhag sinni í þeirri von að betri pakki komi á borðið. 9.11.2010 11:20
Mikil fækkun leigusamninga milli mánaða Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 840 í október 2010 og fækkar þeim um 45,9% frá september 2010 og 1,8% frá október 2009. 9.11.2010 10:58
Vigdís segir loftfimleika með ólíkindum í Avenskaupum Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir að það sé með ólíkindum að slíkir loftfimleikar skuli vera stundaðir af Seðlabanka Íslands og lífeyrissjóðunum eins og raunin var með Avenskaupin á sínum tíma. 9.11.2010 10:10
Iceland Airwaves skilaði rúmum 300 milljónum Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) vann í samstarfi við Höfuðborgarstofu könnun á meðal erlendra gesta á nýliðinni Iceland Airwaves-hátíð. 9.11.2010 09:39
Icelandair leikur stórt hlutverk í kynningarherferð Icelandair leikur stórt hlutverk í umfangsmikilli kynningarherferð sem ferðamálaráð Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar standa sameiginlega að í Bandaríkjunum um þessar mundir. Ferðamálastofurnar þrjár, sem heita VisitDenmark, Innovation Norway og VisitSweden hafa tekið höndum saman og kynna löndin þrjú sameiginlega sem áfangastaða ferðamanna með beinum auglýsingum á götum úti og á vefnum. 9.11.2010 09:20
Reiðufé nam 43,5 milljörðum í Avenskaupunum Af þeim eignum sem Seðlabankinn keypti af Avens B.V. félagi í eigu Landsbankans í Lúxemborg nam reiðufé alls 43,5 milljörðum kr. og var hlutfall þess tæplega 34%. 9.11.2010 09:10
Hrein eign lífeyrissjóða jókst um 7,4 milljarða í september Hrein eign lífeyrissjóða í lok september sl. var 1.835,1 milljarður kr. og hækkaði hún um 7,4 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,4%. 9.11.2010 08:01
Gjaldeyrisforðinn rýrnaði um 15,6 milljarða í október Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 471,9 milljörðum kr. í lok október og lækkaði um 15,3 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir minnkaði um 15,6 milljarða kr. og aðrar eignir hækkuðu samtals um 219 milljónir kr. í mánuðinum. 9.11.2010 07:51
Samkomulag milli slitastjórnar og Spkef sparisjóðs Náðst hefur samkomulag milli slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík og Spkef sparisjóðs, um uppgjör vegna yfirtöku Spkef sparsjóðs á innstæðum og rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. 9.11.2010 07:45
Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. 9.11.2010 06:00
Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. 9.11.2010 05:00
Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur fengu gull í Danmörku Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur frá Mjólkursamsölunni hrepptu gullverðlaun í sínum flokkum í norrænni samkeppni mjólkurvara í Danmörku. 8.11.2010 15:22
Nærri átta milljarða viðskipti með Gamma Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 7,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 3,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 3,9 ma. viðskiptum. 8.11.2010 16:12
Icelandair með í samnorrænu ferðamálaátaki Icelandair er hluti af samnorrænum ferðamálaátaki sem gengur undir nafninu Faces of Scandinaiva. Átakið er byggt í kringum vefsíðu þar sem þekktir ríkisborgarar á Norðurlöndunum segja frá ferðareynslu sinni. 8.11.2010 15:08
Krónuveltan á millibankamarkaði að verða eðlileg Veltan á millibankamarkaði með krónur nam 31,5 millljörðum kr. í október. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans og samkvæmt þeim virðist veltan á þessum markaði að komast í eðlilegt horf, það er að verða svipuð og hún var frá 1999 og fram á mitt árið 2004. 8.11.2010 14:03
Kröfuhafar Þorgils tapa 600 milljónum Aðeins 1,8 milljónir kr. fengust upp í kröfur í þrotabú C22 sem var í eigu Þorgils Óttars Mathiesen fyrrum forstjóra Sjóvár. Þar með töpuðu kröfuhafar nær 600 milljónum kr. á þrotabúinu en stærsti kröfuhafinn var Íslandsbanki. 8.11.2010 12:48
Útflutningsverðmæti aukakvótans hátt í 300 milljónir Útflutningsverðmæti 460 tonna neyðar- eða aukakvóta, sem sjávarútvegsráðherra ætlar að úthluta til lítilla sjávarbyggða, sem hafa orðið fyrir óvæntu áfalli í atvinnulífinu, nemur á þriðja hundrað milljónum króna. 8.11.2010 12:06
Pálmi Haraldsson er fluttur til Lúxemborgar Pálmi Haraldsson flutti lögheimili sitt til Lúxemborgar þann 24. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu Pálma sem send var dómstólum í New York þann 4. nóvember í síðustu viku. 8.11.2010 11:25
Utanferðir Íslendinga jukust um 22% milli ára í október Nýjar tölur Ferðamálastofu eru til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láta undan útþrá sinni. Þannig héldu mun fleiri Íslendingar utan nú í október en á sama tíma í fyrra, eða ríflega 34 þúsund í nýliðnum mánuði á móti tæpum 25 þúsund í október í fyrra. Þetta jafngildir aukningu upp á 22,2%. 8.11.2010 11:21
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 12% milli ára í október Erlendir ferðamenn voru 12,2% fleiri nú í október síðastliðnum samanborið við október í fyrra. Þannig fóru rúmlega 34 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð nú í október samanborið við rúm 30 þúsund árið á undan. 8.11.2010 11:17
Hafnarfjörður gerir upp við bæverskan banka Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka 400 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið á að nota til að greiða upp erlent lán frá Bayerische Landesbank upp á 4,5 milljónir evra eða 700 milljónir. 8.11.2010 11:09
Fasteignakaupum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu Alls var 86 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en verið hafa að meðtali á viku undanfarnar 12 vikur en þeir eru 71 talsins. 8.11.2010 10:48
Engin vandamál í samskiptum AGS og Íslands „Ég veit ekki til þess að nein vandamál séu í samskiptum okkar við Ísland,“ segir Caroline Atkinson forstjóri samskiptasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 8.11.2010 09:30
Málaferli gætu dregist á langinn og skaðað Ísland Kröfuhafar stóru föllnu bankanna þriggja segja að málaferli þeirra á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna gætu dregist á langinn árum saman og orðið mjög skaðleg fyrir Ísland. Þeir hyggjast hnekkja því ákvæði neyðarlaganna sem kveður á um forgangsrétt innstæðueigenda, en greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian. 7.11.2010 18:30
Íslendingar borga lægstu tekjuskattana á Norðurlöndum samkvæmt skýrslu Þrátt fyrir skattahækkanir ríkisstjórnarinnar eru tekjuskattar lægstir á Íslandi og Noregi af öllum Norðurlöndunum, samkvæmt skýrslu KPMG um skattamál. Í Noregi eru tekjuskattar einstaklinga ásamt tryggingagjöldum 47,8 prósent en hæst 46,3 prósent á Íslandi. 7.11.2010 12:04
Segja gögn sanna bein afskipti Hannesar Slitastjórn Glitnis telur sig búa yfir gögnum sem sanna að Hannes Smárason, fyrrum stjórnarformaður FL Group sem var stærsti hluthafi bankans, hafi haft bein áhrif á lánveitingar Glitnis á sínum tíma. Hefur Hannes sjálfur og reyndar velflestir sjömenninganna sem stefnt er af hálfu slitastjórnar neitað öllu slíku hingað til. 7.11.2010 11:06
Flutti 631 tonn af langreyðum til Japans Hvalur hf. flutti 631 tonn af langreyðum til Japan fyrstu níu mánuði þessa árs og heildarútflutningurinn gæti numið svipuðu magni og flutt var snemma á tíunda áratug síðustu aldar, að því er fram kemur í vefútgáfu Japan Today. Í Japan eru um fjögur þúsund tonn af hvalkjöti, aðallega hrefnu sem veidd er í „vísindaskyni," sett á markað í Japan á ári hverju. 7.11.2010 09:49
Smálánafyrirtæki Bjarna Ármanns selt á þrjá milljarða Smálánafyrirtækið Folkia, sem var að hluta í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, var nýlega selt bandarísku fyrirtæki fyrir þrjá milljarða. Gera má ráð fyrir að Bjarni hafi fengið 300 milljónir fyrir sinn snúð, en 800 milljóna króna skuld hans við skilanefnd Glitnis stendur þó enn ógreidd. 6.11.2010 18:30
Til verði yfir 50 þúsund ný störf Bandarísk stjórnvöld hafa gengið frá viðskiptasamkomulagið við Indland að andvirði 10 milljarða dollara. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag en hann kom til Indlands í opinbera heimsókn í morgun. Lögð verður aukinn áhersla á útflutning og vonast Obama til þess að samkomulagið verði til þess að um 54 þúsund störf verði til í Bandaríkjunum. 6.11.2010 17:39
Ákvörðun Jóns skiptir sköpum fyrir nokkur bæjarfélög Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka kvóta til stuðnings minni byggðarlögum gæti skipt sköpum fyrir nokkur bæjarfélög. Á Flateyri verða uppsagnir í útgerð hugsanlega dregnar til baka. 6.11.2010 12:22
Aldrei fleiri íslensk skáldverk gefin út Aldrei fleiri íslensk skáldverk hafa verið gefin út en í ár en 85 titlar eru skráðir í Bókatíðindi íslenskra bókaútgefenda. Þetta er tólf titlum fleira en fyrra metárið 2007 að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þótt íslenskum skáldverkum fjölgi eru titlar sem rata í Bókatíðindin í heild lítið eitt færri en metárið 2007. Nú eru titlarnir 747, um fimmtíu færri en árið 2007. Ævisögurnar gefa mest eftir. Þær eru 31 talsins og hafa ekki verið færri síðan 1999. 6.11.2010 11:49
Tæpir 90 milljarðar á veltureikningum Landsmenn eru með um 89 milljarðar króna inni á veltureikningum, en vextir á þeim eru lágir og í öllum tilvikum skila þeir neikvæðri raunávöxtun. Bankarnir bjóða hins vegar upp á reikninga með litlum binditíma sem bera jákvæða raunvexti auk veðtryggðra reikninga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. 6.11.2010 10:10
Höftin eiga að hverfa Stjórn efnahagsmála verður að bregðast illilega til þess að gjaldeyrishöftum verði hér við haldið um lengri tíma. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun. Hann sagði höftin hafa gegnt hlutverki í að ná stöðug 6.11.2010 05:45
Bagalegt að greiðslukort skuldara séu klippt Umboðsmaður skuldara segir bagalegt að vita til þess að greiðslukort einstaklinga í greiðsluaðlögun hafi verið klippt í verslunum. Upplýsingum um skilyrði greiðsluaðlögunar verður aftur komið á framfæri til þeirra sem eiga inni umsókn. 5.11.2010 19:10
Athugun á hæfi Gunnars lokið - ekki tilefni til að aðhafast frekar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen forstjóra og sér ekki tilefni til að aðhafast frekar. 5.11.2010 16:42
Skipti selja Já Skipti hf. hafa undirritað samning um sölu á Já upplýsingaveitum ehf. Í tilkynningu frá Skiptum segir að kaupandinn sé fyrirtæki í meirihlutaeigu Auðar 1 fagfjárfestasjóðs. Kaupverð er trúnaðarmál en söluhagnaður Skipta af viðskiptunum nemur 1,3 milljörðum króna. Greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. 5.11.2010 16:07
Seðlabankastjóri: Gjaldeyrishöftin verða mögulega framlengd Seðlabankastjóri segir að það gæti orðið hluti af nýrri áætlun um gjaldeyrishöftin sem kynnt verður fyrir mars næstkomandi að leggja til að höftin verði framlengd, en samkvæmt gildandi lögum rennur heimildin til þeirra út í ágúst 2011. 5.11.2010 12:10
Frumtak kaupir hlut í Mentor fyrir 200 milljónir Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf. Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Kaup Frumtaks nema 200 milljónum kr. 5.11.2010 11:21
Arion banki með ráðgjöf fyrir fólk í greiðsluvanda Arion banki opnar laugardaginn 6. nóvember sérhæfða ráðgjafaþjónustu þar sem markmiðið er að koma sem best til móts við þarfir viðskiptavina sem eiga í greiðsluvanda. 5.11.2010 11:07
Skuldaálag lækkar á Ísland en hækkar í Vestur Evrópu Talsverð hækkun hefur verið á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur Evrópu á síðustu dögum. Á meðan hefur álagið á Ísland farið lækkandi. 5.11.2010 11:04
Erlendar krónueignir geta sloppið út gegnum íbúðabréf Greining Arion banka veltir því fyrir sér afhverju erlendir krónueigendur nýti sér ekki íbúðabréf til að losna við krónur sínar yfir í gjaldeyri. Þetta er vel hægt einkum með því að nýta sér stysta íbúðabréfaflokkinn. Með kaupum í honum þurfa erlendu krónubréfaeigendurnar ekki að bíða eftir afnámi gjaldeyrishaftanna. 5.11.2010 10:51
Seðlabankinn með 43% af gjaldeyrisveltunni í október Velta á millibankamarkaði í októbermánuði 2010 nam 2.175 milljónum kr. sem er 419 milljóna kr. minni velta en í septembermánuði. 5.11.2010 09:56