Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2025 14:37 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn muni áfram halda uppi fullum vörnum þegar kemur að efnisþátt málsins. Vísir/Anton Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Sjá meira
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39