Viðskipti innlent

Engin vandamál í samskiptum AGS og Íslands

„Ég veit ekki til þess að nein vandamál séu í samskiptum okkar við Ísland," segir Caroline Atkinson forstjóri samskiptasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Orðin lét Atkinson falla á reglulegum blaðamannafundi AGS fyrir helgina. Þar var hún spurð út í viðbrögð AGS við áformum íslenskra stjórnvalda um að gefa eftir skuldir hjá almenningi.

Atkinson svaraði þessari spurningu ekki beint í fyrstu heldur sagði að einni af endurskoðuninni á áætlun AGS og Íslands væri nýlokið og að áætlunin væri á réttri braut.

Undir lok fundarins kom Atkinson aftur að Íslandi og sagði þá að áformin um eftirgjafir á skuldum væri mál fyrir næstu endurskoðunina á áætluninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×