Seðlabankastjóri: Gjaldeyrishöftin verða mögulega framlengd Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2010 12:10 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri segir að það gæti orðið hluti af nýrri áætlun um gjaldeyrishöftin sem kynnt verður fyrir mars næstkomandi að leggja til að höftin verði framlengd, en samkvæmt gildandi lögum rennur heimildin til þeirra út í ágúst 2011. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, var aðalræðumaður á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Már sagði að seðlabankavextir væru í sögulegu lágmarki og þeir hefðu ekki verið lægri í 50 ára sögu bankans. Peningastefnunefnd teldi engu að síður að svigrúm væri enn til staðar til frekari lækkunar seðlabankavaxta að því gefnu að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbjólgan hjaðnaði eins og spáð væri. Már vék að þeirri yfirlýsingu sem var gefin gjaldeyrishöftin þegar vaxtákvörðun Seðlabankans var kynnt á miðvikudaginn, en Kjarni hennar var sá að engin almenn skref yrðu tekin til að lyfta höftunum fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári og áður yrði endurskoðuð áætlun um afnám haftanna kynnt til sögunnar. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sagði í ávarpí sínu að skilaboð Seðlabankans sjálfs um framtíð gjaldeyrishaftanna hefðu verið misvísandi. Yfirlýsingar bankans hefðu m.a. verið túlkaðar þannig að afnám hafta væri á næsta leyti en í þessari viku hefði verið slegið á þær væntingar. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, spurði seðlabankastjóra um þetta atriði og vildi fá að vita hvort hann gæti ekki verið nákvæmari varðandi tímaplan um afnám haftanna. Már sagði að ástæðan fyrir því að hann geti ekki verið nákvæmari sé sú að höftin byggi á lagagrunni frá Alþingi. Samkvæmt þeim lögum renni heimildin út í ágúst á næsta ári. Már segir hinsvegar að meiningin sé að koma með nýja áætlun áður en mars rennur upp og þá gæti það orið hluti af þeirri áætlun að kynna til leiks hugmyndir um að framlengja gjaldeyrishöftin. Hann bendir þó á að lokaákvörðunin sé í höndum Alþingis. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að það gæti orðið hluti af nýrri áætlun um gjaldeyrishöftin sem kynnt verður fyrir mars næstkomandi að leggja til að höftin verði framlengd, en samkvæmt gildandi lögum rennur heimildin til þeirra út í ágúst 2011. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, var aðalræðumaður á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Már sagði að seðlabankavextir væru í sögulegu lágmarki og þeir hefðu ekki verið lægri í 50 ára sögu bankans. Peningastefnunefnd teldi engu að síður að svigrúm væri enn til staðar til frekari lækkunar seðlabankavaxta að því gefnu að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbjólgan hjaðnaði eins og spáð væri. Már vék að þeirri yfirlýsingu sem var gefin gjaldeyrishöftin þegar vaxtákvörðun Seðlabankans var kynnt á miðvikudaginn, en Kjarni hennar var sá að engin almenn skref yrðu tekin til að lyfta höftunum fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári og áður yrði endurskoðuð áætlun um afnám haftanna kynnt til sögunnar. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sagði í ávarpí sínu að skilaboð Seðlabankans sjálfs um framtíð gjaldeyrishaftanna hefðu verið misvísandi. Yfirlýsingar bankans hefðu m.a. verið túlkaðar þannig að afnám hafta væri á næsta leyti en í þessari viku hefði verið slegið á þær væntingar. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, spurði seðlabankastjóra um þetta atriði og vildi fá að vita hvort hann gæti ekki verið nákvæmari varðandi tímaplan um afnám haftanna. Már sagði að ástæðan fyrir því að hann geti ekki verið nákvæmari sé sú að höftin byggi á lagagrunni frá Alþingi. Samkvæmt þeim lögum renni heimildin út í ágúst á næsta ári. Már segir hinsvegar að meiningin sé að koma með nýja áætlun áður en mars rennur upp og þá gæti það orið hluti af þeirri áætlun að kynna til leiks hugmyndir um að framlengja gjaldeyrishöftin. Hann bendir þó á að lokaákvörðunin sé í höndum Alþingis.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira