Frumtak kaupir hlut í Mentor fyrir 200 milljónir 5. nóvember 2010 11:21 Frá vinstri: Helga Valfells, Auðunn Ragnarsson , Vilborg Einarsdóttir, Eggert Claessen og Svana Gunnarsdóttir Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf. Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Kaup Frumtaks nema 200 milljónum kr. Í tilkynningu segir að Mentor sameinaðist sænska fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor. Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfan fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. Mentor er notað í fjórum löndum og auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 18 starfsmenn vinna við ráðgjöf, sölu og þjónustu við sænska viðskiptavini. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn þar af eru fjórtán tölvunarfræðingar sem vinna við þróun kerfisins. Mentor áætlar að setja upp starfsstöð í Sviss í byrjun árs 2011 fyrir þýskumælandi markað. „Við erum afar spennt fyrir fjárfestingunni í Mentor" segir dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Mentor er glæsilegt fyrirtæki sem hefur skapað sér tækifæri í hugbúnaðargerð í skólakerfinu og þannig lagt sitt af mörkum til þess að bæta gæði skólastarfs, sem er svo mikilvægt í nútíma þjóðfélagi. Við væntum mikils af fyrirtækinu og erum sérstaklega áhugasöm að sjá fyrirtækið nýta sérþekkingu sína í sölu á þessu sviði. Þarna eru mikil tækifæri sem hægt er að nýta með því fjármagni sem fyrirtækið fær með þessari hlutafjáraukningu". „Mentor er fyrirtæki sem hefur það að markmiði að auka árangur í skólastarfi" segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. „Mentor er eitt af stærstu upplýsingakerfum landsins en síðustu ár hefur félagið náð frábærum árangri í Svíþjóð þar sem um 700 skólar eru að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Framundan er markaðssetning kerfisins í Sviss en þegar er búið að skrifa undir þróunarsamning við fyrsta sveitarfélagið. Samstarf Mentors og Frumtaks gefur fyrirtækinu kleift að sækja fram af auknum krafti í sölu og markaðssetningu á erlendum vettvangi auk þess að efla enn frekar Mentor kerfið sem nýtist jafnt erlendum sem og íslenskum skólum og íþróttafélögum." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf. Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Kaup Frumtaks nema 200 milljónum kr. Í tilkynningu segir að Mentor sameinaðist sænska fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor. Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfan fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. Mentor er notað í fjórum löndum og auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 18 starfsmenn vinna við ráðgjöf, sölu og þjónustu við sænska viðskiptavini. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn þar af eru fjórtán tölvunarfræðingar sem vinna við þróun kerfisins. Mentor áætlar að setja upp starfsstöð í Sviss í byrjun árs 2011 fyrir þýskumælandi markað. „Við erum afar spennt fyrir fjárfestingunni í Mentor" segir dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Mentor er glæsilegt fyrirtæki sem hefur skapað sér tækifæri í hugbúnaðargerð í skólakerfinu og þannig lagt sitt af mörkum til þess að bæta gæði skólastarfs, sem er svo mikilvægt í nútíma þjóðfélagi. Við væntum mikils af fyrirtækinu og erum sérstaklega áhugasöm að sjá fyrirtækið nýta sérþekkingu sína í sölu á þessu sviði. Þarna eru mikil tækifæri sem hægt er að nýta með því fjármagni sem fyrirtækið fær með þessari hlutafjáraukningu". „Mentor er fyrirtæki sem hefur það að markmiði að auka árangur í skólastarfi" segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. „Mentor er eitt af stærstu upplýsingakerfum landsins en síðustu ár hefur félagið náð frábærum árangri í Svíþjóð þar sem um 700 skólar eru að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Framundan er markaðssetning kerfisins í Sviss en þegar er búið að skrifa undir þróunarsamning við fyrsta sveitarfélagið. Samstarf Mentors og Frumtaks gefur fyrirtækinu kleift að sækja fram af auknum krafti í sölu og markaðssetningu á erlendum vettvangi auk þess að efla enn frekar Mentor kerfið sem nýtist jafnt erlendum sem og íslenskum skólum og íþróttafélögum."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira