Viðskipti innlent

Hafnarfjörður gerir upp við bæverskan banka

SB skrifar
Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri Hafnarfjarðar fær umboð til að ganga frá 400 milljón króna láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri Hafnarfjarðar fær umboð til að ganga frá 400 milljón króna láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka 400 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið á að nota til að greiða upp erlent lán frá Bayerische Landesbank upp á 4,5 milljónir evra eða 700 milljónir.

Í fundargerð bæjarráðs Hafnarfjarðar kemur fram að Hafnarfjarðarhöfn hafi tekið lánið á sínum tíma til að fjármagna hafnarframkvæmdir. Bayerische Landesbank er stór banki í Bæjaralandi í Þýskalandi.

Það lán á nú að greiða inn á.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði lögðu fram á sama fundi fyrirspurn um væntanlegan niðurskurð í tengslum við fjárhagsáætlun bæjarins: „Óskað er eftir skriflegum svörum um hversu mikla fjármuni þarf að skera niður í fjárhagsáætlun bæjarins 2011 til þess að endar nái saman," segir í fyrirspurn Sjálfstæðismanna.

Skriflegt svar á að liggja fyrir næst þegar bæjarráð kemur saman.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×