Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 19:09 Fyrirtækin gangast við lögbrotum sem hluti af sáttinni við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25