Fleiri fréttir Framtíð Byrs tryggð - fær 5 milljarða króna lán frá ríkinu Slitastjórn Byrs sparisjóðs, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs og Byr hf. hafa náð samkomulagi um uppgjör og eignarhald Byrs hf. en samkomulag þess efnis var undirritað fimmtudaginn 14. október samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 15.10.2010 16:08 Dregur úr bjartsýni fyrirtækjastjórnenda Erfiðleikar í atvinnulífinu endurspeglast skýrt í mati stjórnenda fyrirtækja á stöðu og horfum í ársfjórðungslegri könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. 15.10.2010 15:31 Marel ræðir við alþjóðlega banka um fjármögnun Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins. 15.10.2010 14:57 Kortavelta landans erlendis heldur áfram að aukast Kreditkortavelta landans á erlendri grundu jókst um 16% í september frá fyrri mánuði og nam 4,2 milljörðum kr., en mikill viðsnúningur hefur orðið í kortanotkun landsmanna á erlendri grundu undanfarna mánuði. 15.10.2010 11:13 Eignir tryggingarfélaga hækkuðu um 2 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 137 milljörðum kr. í lok ágúst og hækkuðu um rúmlega 2 milljarða kr. á milli mánaða. 15.10.2010 09:08 Velta debetkorta minnkar um 9,2% milli mánaða Heildarvelta debetkorta í september var 30,9 milljarðar kr. og er það 1,7% samdráttur miðað við september í fyrra en 9,2% samdráttur miðað við ágúst í ár. 15.10.2010 07:19 Lítið framboð á nýlegum bílum Þrátt fyrir að hluti bifreiðaeigenda hafi fengið úrlausn mála með lán sín að undanförnu hefur það ekki aukið viðskiptin hjá bílasölum á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur Fréttablaðsins segja að þr 15.10.2010 06:00 Bankinn gjaldfelldi erlent lán Fyrri eigendur Sigurplasts segja starfsmenn Arion banka hafa dreift óhróðri um þá í fjölmiðla í kjölfar yfirtöku bankans á fyrirtækinu fyrir um hálfum mánuði. 15.10.2010 05:00 Framleiðslugeta eykst um 50% Framleiðslugeta verksmiðju Actavis í Hafnarfirði mun aukast um fimmtíu prósent á næstunni.Nú er verið að setja upp ný tæki í stækkaðri verksmiðju og er verðmæti þeirra yfir 200 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu. 15.10.2010 04:00 Fær enn hundruð milljóna fyrir að reka eignir Straums Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fær enn hundruð milljóna króna umsýsluþóknun árlega fyrir að reka eignir Straums Burðaráss, sem í slitameðferð. 14.10.2010 18:45 Forréttindahópurinn sem felldi Ísland Charles Ferguson leikstjóri heimildamyndarinnar Inside Job sem fjallar um fjármálakreppuna segir í samtali við New York Times að hann hefði vel getað gert mynd um Ísland eitt og sér. Ferguson er gáttaður á því hve miklum skaða mjög fámennur forréttindahópur gat valdið Íslandi. „Þú hefðir getað komið þeim öllum fyrir á veitingahúsi,“ segir Ferguson. 14.10.2010 14:44 Ráðherra: Kvóti í þorski, ýsu, ufsa, karfa og síld boðinn til leigu Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti á aðalfundi Landssambands smábáteigenda í dag að hann myndi beita sér fyrir því að gefnar yrðu út auknar aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa, karfa og íslenskri sumargotssíld á þessu fiskveiðiári og að kvótarnir yrðu boðnir til leigu gegn sanngjörnu gjaldi, líkt og tíðkaðist nú með skötusel. 14.10.2010 15:13 GBI vísitalan hækkar áfram Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 10,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 4,1 milljarðs kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 5,3 milljarða kr. viðskiptum. 14.10.2010 15:37 Óeðlilegt að ríkið ásælist tekjustofna sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að það sé óeðlilegt þegar að ríkið ásælist tekjustofna sveitarfélaga. 14.10.2010 12:51 Dollarinn ekki verið veikari gagnvart krónu í tvö ár Enn veikist Bandaríkjadollar gagnvart evrunni. Dollarinn kostar nú rétt rúmar 110 kr. og hefur ekki veruið veikari gagnvart krónunni síðan rétt eftir hrunið haustið 2008. 14.10.2010 12:22 Bókhald Byrs til rannsóknar Búið er að ráða fjármálarannsóknarteymi frá PricwaterhouseCoopers til að rannsaka bókhald Byrs, en teymið mun gera úttektir á athöfnum og gjörningum fyrrum stjórnenda og stjórnarmanna í Byr sparisjóði. 14.10.2010 12:14 Deutsche Bank með þrjá menn í stjórn Actavis Þýski bankinn Deutsche Bank verður með þrjá stjórnarmenn í nýrri stjórn Actavis og Björgólfur Thor Björgólfsson tvo. Þá verða íslensku bankarnir með einn fulltrúa. 14.10.2010 12:13 Mikill fjörkippur á íbúðamarkaðinum í september Óvenju mikið var um að vera á íbúðamarkaði í september síðastliðnum miðað við það sem verið hefur verið síðustu misserin. Samtals var 347 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum sem er aukning um 65% frá fyrri mánuði þegar 211 samningum var þinglýst. 14.10.2010 11:28 Vísa á bug ummælum Evu Joly og segja þau ærumeiðandi Geysir Green Energy (GGE) vísar á bug ummælum Evu Joly ráðgjafa sérstaks saksónara þess efnis að sala á hlut félagsins í HS Orku gefi tilefni til sérstakrar sakamálarannsóknar. 14.10.2010 10:58 Félag í eigu FL Group sakað um aðild að fjársvikum Fyrrverandi fjármálastjóri bandaríska fasteignafyrirtæksins Bayrock, er í máli við félagið, meðal annars vegna þess að hann telur að það hafi skotið undan láni sem fyrirtæki tengt FL Group veitti því. Um er að ræða 50 milljón dollara lán sem félagið FLG Property, sem var í eigu FL Group veitti Bayrock árið 2007. 14.10.2010 09:13 Straumur hefur yfirtekið Copenhagen Towers í Örestad Fjárfestingarsjóðurinn ALMC, áður Straumur, hefur yfirtekið fasteignaverkefnið Copenhagen Towers í Örestad í Kaupmannahöfn. Nafni Straums var breytt í ALMC eftir endurskipulagningu bankans en meðal eigenda sjóðsins auk Straums eru Goldman Sachs, Deutsche Bank og Bayerische Landesbank. 14.10.2010 08:02 Hafa áhuga á fasteignum bankanna Innlendir og erlendir fjárfestar hafa áhuga á að kaupa fasteignir sem bankarnir tóku yfir í kringum hrunið og dótturfélög þeirra stýra. Á meðal þess sem er í skoðun er að fjármálafyrirtæki stofni sjóði sem kaupi eignirnar. Fjárfestarnir kaupi hlut í sjóðunum. 14.10.2010 06:00 Fjölga starfsmönnum hér um 15 prósent Hjá Actavis starfa rúmlega tíu þúsund manns víða um heim. Þar af voru hér 630 um síðustu áramót. Fyrirtækið hefur á árinu unnið að því að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði en við það mun framleiðslugetan hér aukast um helming. Samhliða því var gert ráð fyrir að ráða fimmtíu nýja starfsmenn á árinu. 14.10.2010 06:00 Tugmilljarða lán Ólafs fæst ekki endurgreitt Tuttugu og fimm milljarða króna lán sem Egla Invest BV, félag í eigu Ólafs Ólafssonar, fékk að láni frá Glitni og Kaupþingi, verður aldrei greitt til baka. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu á morgun. 13.10.2010 22:04 „Fjárhættuspil“ lífeyrissjóða til rannsóknar hjá FME Grunur leikur á að tveir lífeyrissjóðir hafi brotið lög með viðskiptum með skuldatryggingar á Glitni og Kaupþing og er málið til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu. Viðskiptin hafa verið kölluð „glórulaust fjárhættuspil." 13.10.2010 19:15 Besta ár Actavis - ætla að ráða 60-100 nýja starfsmenn á Íslandi Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, segir að milli sextíu og hundrað nýir starfsmenn verði ráðnir til starfa hjá Actavis á Íslandi á næstunni. Þá segir hann árið 2010 vera besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins. 13.10.2010 18:35 Eva Joly fær engar starfslokagreiðslur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði á blaðamannafundi sem lauk fyrir stundu að Eva Joly, ráðgjafi embættisins, sem hefur nú lokið störfum fái engar sérstakar starfslokagreiðslur. Hún hafi einungis fengið greidd laun fyrir þá daga sem hún hefur starfað fyrir embættið. 13.10.2010 14:52 SA: Ákvörðun um samruna Arion og BM Vallá jákvæð Virk samkeppni er mikilvæg við endurreisn atvinnulífsins og því er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku Arion banka á B.M. Vallá jákvæð, að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Þar eru sett fram skýr viðmið um hvernig yfirtöku banka á fyrirtækjum skuli háttað þannig að endurskipulagning þeirra geti tekist vel án þess að raska samkeppni eða fyrirtækjum sé alvarlega mismunað. 13.10.2010 14:22 Samningur undirritaður sem skapar 1.300 ársverk Í dag undirritaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Rannveig Rist, forstjóri fyrir hönd Alcan á Íslandi hf., samning sem tengist áformum fyrirtækisins um stækkun og endurbyggingu álversins í Straumsvík . Samtals er um 86 milljarða króna fjárfestingu og um 1300 ársverk á framkvæmdatímanum að ræða. 13.10.2010 13:25 „Glórulaust fjárhættuspil“ lífeyrissjóða hugsanlega ólöglegt Viðskipti Almenna lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs verkfræðinga með skuldatryggingar á Kaupþing og Glitni sem hafa verið kölluð „glórulaust fjárhættuspil" voru hugsanlega ólögleg. 13.10.2010 12:15 Skilanefnd skilar ríkissjóði 400 milljóna skatttekjum Rekstur skilanefndar Kaupþings hefur skilað rúmum 400 milljónum króna í skatttekjur til ríkisins á fyrstu sex mánuðum ársins. 13.10.2010 11:45 Greiðslukortin straujuð til kaupa á raftækjum Samdráttur var í öllum tegundum verslunar í ágúst, að raftækjum undanskildum en sala raftækja virðist nú vera að taka við sér á nýjan leik eftir gríðarlegan samdrátt. Aukin kortavelta bendir til að hún hafi eingöngu náð til kaupa á raftækjum. 13.10.2010 10:36 Mál Dekabank gegn íslenska ríkinu tekið fyrir í morgun Mál þýska bankans Dekabank gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hérðasdómur hafði áður vísað málinu frá en Hæstaréttur felldi þann úrskurð úr gildi og dæmdi að bankinn ætti að fá efnismeðferð í máli sínu fyrir héraðsdómi. 13.10.2010 10:24 Útlán ÍLS dragast saman um 20% milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rétt rúmum 3,8 milljörðum króna í september, en þar af voru tæpir 1,9 milljarðar króna vegna almennra lána. Samtals námu útlán á fyrstu níu mánuðum ársins 2010 rúmum 20 milljörðum króna samanborið við rúmlega 24 milljarða á sama tímabili ársins 2009. Þetta er samdráttur upp á 20%. 13.10.2010 10:05 Pólverjar eru 63% útlendinga á atvinnuleysisskrá Alls voru 2.034 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok september á landinu. Þetta eru hátt í 20% af öllum atvinnulausum samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunnar. 13.10.2010 09:38 Tæplega 3.000 manns skráðir í sérstök úrræði Alls voru 2.925 skráðir í sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun í september samkvæmt frumúttekt stofnunarinnar. 13.10.2010 09:11 Heildaraflinn hefur minnkað um tæp 10% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 2,2% minni en í september 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 9,9% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 13.10.2010 09:02 Óvíst um fjármögnun vatnsfyrirtækis Óvissa ríkir um eignarhald og fjármögnun vatnsátöppunarverksmiðju Iceland Glacier Products á Rifi á Snæfellsnesi. Verksmiðjuhúsið er fokhelt og var dyragötum og gluggum lokað fyrir rétt rúmum mánuði. 13.10.2010 05:00 Gerir kröfur í 39 prósentum uppboða Íbúðalánasjóður á hlutdeild í flestum framhaldsuppboðum heimila, og hefur gert kröfu í ríflega 39 prósent af þeim eignum sem auglýstar hafa verið á framhaldsuppboði það sem af er ári, samkvæmt samantekt miðlunarfyrirtækisins Creditinfo. 13.10.2010 03:15 Töpuðu milljörðum í áhættusömum viðskiptum Tveir lífeyrissjóðir, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Almenni lífeyrissjóðurinn, töpuðu milljörðum í áhættusömum viðskiptum rétt fyrir hrun sem kunna að hafa verið ólögleg. Glórulaust fjárhættuspil, segir sjóðsfélagi. 12.10.2010 18:30 GBI vísitalan hækkaði um 0,6% á rólegum degi Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,6% í dag í 8,2 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,7% í 4,6 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,6 milljarða kr. viðskiptum. 12.10.2010 15:58 Ný tæki sett upp í verksmiðju Actavis í Hafnarfirði Ný tæki til lyfjaframleiðslu hafa verið sett upp í stækkaðri lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Þetta er stærsta einstaka fjárfestingin við stækkun verksmiðjunnar, en verðmæti tækjanna er yfir 200 milljónir króna. 12.10.2010 15:35 Sala áfengis dróst saman um 4,7% milli ára í september Sala áfengis dróst saman um 4,7% í september miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 0,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í september 5,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 5,4% hærra í september síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. 12.10.2010 15:21 Erlendir aðilar minnka við sig ríkisbréfaeignir Eignarhlutdeild erlendra aðila í ríkisbréfum hefur minnkað þó nokkuð á fyrstu átta mánuðum ársins. Þannig áttu erlendir aðilar 52% útistandandi ríkisbréfa um síðust áramót en í lok ágúst var hlutdeild þeirra komin niður í 42%. 12.10.2010 14:48 Jóhannes hættir við að kaupa tískuverslanir Jóhannes Jónsson hefur fallið frá kaupum á tískuverslunum undir merkjum Zara, Topshop og All Saints sem nú eru reknar af Högum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en þar segir að þann 30. ágúst hafi verið tilkynnt um samning bankans við Jóhannes um hann myndi kaupa þrjár sérvöruverslanir af Högum, Zara, Topshop og All Saints. „Jóhannes Jónsson hefur nú ákveðið að nýta ekki umsaminn kauprétt og verða því verslanirnar þrjár áfram hluti af Högum,“ segir í tilkynningunni nú. 12.10.2010 14:31 Sjá næstu 50 fréttir
Framtíð Byrs tryggð - fær 5 milljarða króna lán frá ríkinu Slitastjórn Byrs sparisjóðs, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs og Byr hf. hafa náð samkomulagi um uppgjör og eignarhald Byrs hf. en samkomulag þess efnis var undirritað fimmtudaginn 14. október samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 15.10.2010 16:08
Dregur úr bjartsýni fyrirtækjastjórnenda Erfiðleikar í atvinnulífinu endurspeglast skýrt í mati stjórnenda fyrirtækja á stöðu og horfum í ársfjórðungslegri könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. 15.10.2010 15:31
Marel ræðir við alþjóðlega banka um fjármögnun Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins. 15.10.2010 14:57
Kortavelta landans erlendis heldur áfram að aukast Kreditkortavelta landans á erlendri grundu jókst um 16% í september frá fyrri mánuði og nam 4,2 milljörðum kr., en mikill viðsnúningur hefur orðið í kortanotkun landsmanna á erlendri grundu undanfarna mánuði. 15.10.2010 11:13
Eignir tryggingarfélaga hækkuðu um 2 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 137 milljörðum kr. í lok ágúst og hækkuðu um rúmlega 2 milljarða kr. á milli mánaða. 15.10.2010 09:08
Velta debetkorta minnkar um 9,2% milli mánaða Heildarvelta debetkorta í september var 30,9 milljarðar kr. og er það 1,7% samdráttur miðað við september í fyrra en 9,2% samdráttur miðað við ágúst í ár. 15.10.2010 07:19
Lítið framboð á nýlegum bílum Þrátt fyrir að hluti bifreiðaeigenda hafi fengið úrlausn mála með lán sín að undanförnu hefur það ekki aukið viðskiptin hjá bílasölum á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur Fréttablaðsins segja að þr 15.10.2010 06:00
Bankinn gjaldfelldi erlent lán Fyrri eigendur Sigurplasts segja starfsmenn Arion banka hafa dreift óhróðri um þá í fjölmiðla í kjölfar yfirtöku bankans á fyrirtækinu fyrir um hálfum mánuði. 15.10.2010 05:00
Framleiðslugeta eykst um 50% Framleiðslugeta verksmiðju Actavis í Hafnarfirði mun aukast um fimmtíu prósent á næstunni.Nú er verið að setja upp ný tæki í stækkaðri verksmiðju og er verðmæti þeirra yfir 200 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu. 15.10.2010 04:00
Fær enn hundruð milljóna fyrir að reka eignir Straums Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fær enn hundruð milljóna króna umsýsluþóknun árlega fyrir að reka eignir Straums Burðaráss, sem í slitameðferð. 14.10.2010 18:45
Forréttindahópurinn sem felldi Ísland Charles Ferguson leikstjóri heimildamyndarinnar Inside Job sem fjallar um fjármálakreppuna segir í samtali við New York Times að hann hefði vel getað gert mynd um Ísland eitt og sér. Ferguson er gáttaður á því hve miklum skaða mjög fámennur forréttindahópur gat valdið Íslandi. „Þú hefðir getað komið þeim öllum fyrir á veitingahúsi,“ segir Ferguson. 14.10.2010 14:44
Ráðherra: Kvóti í þorski, ýsu, ufsa, karfa og síld boðinn til leigu Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti á aðalfundi Landssambands smábáteigenda í dag að hann myndi beita sér fyrir því að gefnar yrðu út auknar aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa, karfa og íslenskri sumargotssíld á þessu fiskveiðiári og að kvótarnir yrðu boðnir til leigu gegn sanngjörnu gjaldi, líkt og tíðkaðist nú með skötusel. 14.10.2010 15:13
GBI vísitalan hækkar áfram Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 10,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 4,1 milljarðs kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 5,3 milljarða kr. viðskiptum. 14.10.2010 15:37
Óeðlilegt að ríkið ásælist tekjustofna sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að það sé óeðlilegt þegar að ríkið ásælist tekjustofna sveitarfélaga. 14.10.2010 12:51
Dollarinn ekki verið veikari gagnvart krónu í tvö ár Enn veikist Bandaríkjadollar gagnvart evrunni. Dollarinn kostar nú rétt rúmar 110 kr. og hefur ekki veruið veikari gagnvart krónunni síðan rétt eftir hrunið haustið 2008. 14.10.2010 12:22
Bókhald Byrs til rannsóknar Búið er að ráða fjármálarannsóknarteymi frá PricwaterhouseCoopers til að rannsaka bókhald Byrs, en teymið mun gera úttektir á athöfnum og gjörningum fyrrum stjórnenda og stjórnarmanna í Byr sparisjóði. 14.10.2010 12:14
Deutsche Bank með þrjá menn í stjórn Actavis Þýski bankinn Deutsche Bank verður með þrjá stjórnarmenn í nýrri stjórn Actavis og Björgólfur Thor Björgólfsson tvo. Þá verða íslensku bankarnir með einn fulltrúa. 14.10.2010 12:13
Mikill fjörkippur á íbúðamarkaðinum í september Óvenju mikið var um að vera á íbúðamarkaði í september síðastliðnum miðað við það sem verið hefur verið síðustu misserin. Samtals var 347 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum sem er aukning um 65% frá fyrri mánuði þegar 211 samningum var þinglýst. 14.10.2010 11:28
Vísa á bug ummælum Evu Joly og segja þau ærumeiðandi Geysir Green Energy (GGE) vísar á bug ummælum Evu Joly ráðgjafa sérstaks saksónara þess efnis að sala á hlut félagsins í HS Orku gefi tilefni til sérstakrar sakamálarannsóknar. 14.10.2010 10:58
Félag í eigu FL Group sakað um aðild að fjársvikum Fyrrverandi fjármálastjóri bandaríska fasteignafyrirtæksins Bayrock, er í máli við félagið, meðal annars vegna þess að hann telur að það hafi skotið undan láni sem fyrirtæki tengt FL Group veitti því. Um er að ræða 50 milljón dollara lán sem félagið FLG Property, sem var í eigu FL Group veitti Bayrock árið 2007. 14.10.2010 09:13
Straumur hefur yfirtekið Copenhagen Towers í Örestad Fjárfestingarsjóðurinn ALMC, áður Straumur, hefur yfirtekið fasteignaverkefnið Copenhagen Towers í Örestad í Kaupmannahöfn. Nafni Straums var breytt í ALMC eftir endurskipulagningu bankans en meðal eigenda sjóðsins auk Straums eru Goldman Sachs, Deutsche Bank og Bayerische Landesbank. 14.10.2010 08:02
Hafa áhuga á fasteignum bankanna Innlendir og erlendir fjárfestar hafa áhuga á að kaupa fasteignir sem bankarnir tóku yfir í kringum hrunið og dótturfélög þeirra stýra. Á meðal þess sem er í skoðun er að fjármálafyrirtæki stofni sjóði sem kaupi eignirnar. Fjárfestarnir kaupi hlut í sjóðunum. 14.10.2010 06:00
Fjölga starfsmönnum hér um 15 prósent Hjá Actavis starfa rúmlega tíu þúsund manns víða um heim. Þar af voru hér 630 um síðustu áramót. Fyrirtækið hefur á árinu unnið að því að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði en við það mun framleiðslugetan hér aukast um helming. Samhliða því var gert ráð fyrir að ráða fimmtíu nýja starfsmenn á árinu. 14.10.2010 06:00
Tugmilljarða lán Ólafs fæst ekki endurgreitt Tuttugu og fimm milljarða króna lán sem Egla Invest BV, félag í eigu Ólafs Ólafssonar, fékk að láni frá Glitni og Kaupþingi, verður aldrei greitt til baka. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu á morgun. 13.10.2010 22:04
„Fjárhættuspil“ lífeyrissjóða til rannsóknar hjá FME Grunur leikur á að tveir lífeyrissjóðir hafi brotið lög með viðskiptum með skuldatryggingar á Glitni og Kaupþing og er málið til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu. Viðskiptin hafa verið kölluð „glórulaust fjárhættuspil." 13.10.2010 19:15
Besta ár Actavis - ætla að ráða 60-100 nýja starfsmenn á Íslandi Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, segir að milli sextíu og hundrað nýir starfsmenn verði ráðnir til starfa hjá Actavis á Íslandi á næstunni. Þá segir hann árið 2010 vera besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins. 13.10.2010 18:35
Eva Joly fær engar starfslokagreiðslur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði á blaðamannafundi sem lauk fyrir stundu að Eva Joly, ráðgjafi embættisins, sem hefur nú lokið störfum fái engar sérstakar starfslokagreiðslur. Hún hafi einungis fengið greidd laun fyrir þá daga sem hún hefur starfað fyrir embættið. 13.10.2010 14:52
SA: Ákvörðun um samruna Arion og BM Vallá jákvæð Virk samkeppni er mikilvæg við endurreisn atvinnulífsins og því er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku Arion banka á B.M. Vallá jákvæð, að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Þar eru sett fram skýr viðmið um hvernig yfirtöku banka á fyrirtækjum skuli háttað þannig að endurskipulagning þeirra geti tekist vel án þess að raska samkeppni eða fyrirtækjum sé alvarlega mismunað. 13.10.2010 14:22
Samningur undirritaður sem skapar 1.300 ársverk Í dag undirritaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Rannveig Rist, forstjóri fyrir hönd Alcan á Íslandi hf., samning sem tengist áformum fyrirtækisins um stækkun og endurbyggingu álversins í Straumsvík . Samtals er um 86 milljarða króna fjárfestingu og um 1300 ársverk á framkvæmdatímanum að ræða. 13.10.2010 13:25
„Glórulaust fjárhættuspil“ lífeyrissjóða hugsanlega ólöglegt Viðskipti Almenna lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs verkfræðinga með skuldatryggingar á Kaupþing og Glitni sem hafa verið kölluð „glórulaust fjárhættuspil" voru hugsanlega ólögleg. 13.10.2010 12:15
Skilanefnd skilar ríkissjóði 400 milljóna skatttekjum Rekstur skilanefndar Kaupþings hefur skilað rúmum 400 milljónum króna í skatttekjur til ríkisins á fyrstu sex mánuðum ársins. 13.10.2010 11:45
Greiðslukortin straujuð til kaupa á raftækjum Samdráttur var í öllum tegundum verslunar í ágúst, að raftækjum undanskildum en sala raftækja virðist nú vera að taka við sér á nýjan leik eftir gríðarlegan samdrátt. Aukin kortavelta bendir til að hún hafi eingöngu náð til kaupa á raftækjum. 13.10.2010 10:36
Mál Dekabank gegn íslenska ríkinu tekið fyrir í morgun Mál þýska bankans Dekabank gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hérðasdómur hafði áður vísað málinu frá en Hæstaréttur felldi þann úrskurð úr gildi og dæmdi að bankinn ætti að fá efnismeðferð í máli sínu fyrir héraðsdómi. 13.10.2010 10:24
Útlán ÍLS dragast saman um 20% milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rétt rúmum 3,8 milljörðum króna í september, en þar af voru tæpir 1,9 milljarðar króna vegna almennra lána. Samtals námu útlán á fyrstu níu mánuðum ársins 2010 rúmum 20 milljörðum króna samanborið við rúmlega 24 milljarða á sama tímabili ársins 2009. Þetta er samdráttur upp á 20%. 13.10.2010 10:05
Pólverjar eru 63% útlendinga á atvinnuleysisskrá Alls voru 2.034 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok september á landinu. Þetta eru hátt í 20% af öllum atvinnulausum samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunnar. 13.10.2010 09:38
Tæplega 3.000 manns skráðir í sérstök úrræði Alls voru 2.925 skráðir í sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun í september samkvæmt frumúttekt stofnunarinnar. 13.10.2010 09:11
Heildaraflinn hefur minnkað um tæp 10% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 2,2% minni en í september 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 9,9% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 13.10.2010 09:02
Óvíst um fjármögnun vatnsfyrirtækis Óvissa ríkir um eignarhald og fjármögnun vatnsátöppunarverksmiðju Iceland Glacier Products á Rifi á Snæfellsnesi. Verksmiðjuhúsið er fokhelt og var dyragötum og gluggum lokað fyrir rétt rúmum mánuði. 13.10.2010 05:00
Gerir kröfur í 39 prósentum uppboða Íbúðalánasjóður á hlutdeild í flestum framhaldsuppboðum heimila, og hefur gert kröfu í ríflega 39 prósent af þeim eignum sem auglýstar hafa verið á framhaldsuppboði það sem af er ári, samkvæmt samantekt miðlunarfyrirtækisins Creditinfo. 13.10.2010 03:15
Töpuðu milljörðum í áhættusömum viðskiptum Tveir lífeyrissjóðir, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Almenni lífeyrissjóðurinn, töpuðu milljörðum í áhættusömum viðskiptum rétt fyrir hrun sem kunna að hafa verið ólögleg. Glórulaust fjárhættuspil, segir sjóðsfélagi. 12.10.2010 18:30
GBI vísitalan hækkaði um 0,6% á rólegum degi Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,6% í dag í 8,2 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,7% í 4,6 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,6 milljarða kr. viðskiptum. 12.10.2010 15:58
Ný tæki sett upp í verksmiðju Actavis í Hafnarfirði Ný tæki til lyfjaframleiðslu hafa verið sett upp í stækkaðri lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Þetta er stærsta einstaka fjárfestingin við stækkun verksmiðjunnar, en verðmæti tækjanna er yfir 200 milljónir króna. 12.10.2010 15:35
Sala áfengis dróst saman um 4,7% milli ára í september Sala áfengis dróst saman um 4,7% í september miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 0,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í september 5,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 5,4% hærra í september síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. 12.10.2010 15:21
Erlendir aðilar minnka við sig ríkisbréfaeignir Eignarhlutdeild erlendra aðila í ríkisbréfum hefur minnkað þó nokkuð á fyrstu átta mánuðum ársins. Þannig áttu erlendir aðilar 52% útistandandi ríkisbréfa um síðust áramót en í lok ágúst var hlutdeild þeirra komin niður í 42%. 12.10.2010 14:48
Jóhannes hættir við að kaupa tískuverslanir Jóhannes Jónsson hefur fallið frá kaupum á tískuverslunum undir merkjum Zara, Topshop og All Saints sem nú eru reknar af Högum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en þar segir að þann 30. ágúst hafi verið tilkynnt um samning bankans við Jóhannes um hann myndi kaupa þrjár sérvöruverslanir af Högum, Zara, Topshop og All Saints. „Jóhannes Jónsson hefur nú ákveðið að nýta ekki umsaminn kauprétt og verða því verslanirnar þrjár áfram hluti af Högum,“ segir í tilkynningunni nú. 12.10.2010 14:31