Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. september 2025 21:58 Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. Greint var frá því í dag að fjármálaráðherra hefði ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun pítsaostsins til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Þetta hefði komið fram í bréfi þess efnis til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í apríl vegna rangrar tollflokkunar ostsins, sem sagt var að hamlaði frjálsu flæði vara. Málið á sér langa forsögu sem hófst árið 2020 þegar heildsala hér á landi hóf innflutning pítsaosts með íblandaðri jurtaolíu, en miklar deilur hafa staðið yfir um tollflokkun hans síðan. Hægt er að lesa meira um söguna hér: Breytingar á flokkun feli ekki í sér afnámi tolla Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði segir að í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA andmæli ráðuneytið réttilega þeirri niðurstöðu ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar og mótmæli rangfærslum sem þar hafi komið fram. „Athygli vekur að ráðuneytið kýs í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um breytta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit WCO, þó ekki verði séð að til þess standi sérstök nauðsyn.“ Samtök fyrirtækja í landbúnaði geri ráð fyrir að boðuð breytingh á tollflokkun feli ekki í sér afnám tolla á vöruna, enda standi engar skuldbindingar til þess. „Boðuð breyting felur ekki í sér afnám tolla. Það er vel hægt að ákvarða toll á ný tollnúmer og við gerum ráð fyrir að svo verði gert í þessu tilfelli,” segir Margrét. “Það er því alveg ljóst að vel er hægt að gæta áfram að samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu sé pólitískur vilji fyrir því. Við höfum ekki fundið annað frá stjórnvöldum en að svo sé,“ er haft eftir Margréti Gísladóttur í tilkynningu. Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Greint var frá því í dag að fjármálaráðherra hefði ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun pítsaostsins til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Þetta hefði komið fram í bréfi þess efnis til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í apríl vegna rangrar tollflokkunar ostsins, sem sagt var að hamlaði frjálsu flæði vara. Málið á sér langa forsögu sem hófst árið 2020 þegar heildsala hér á landi hóf innflutning pítsaosts með íblandaðri jurtaolíu, en miklar deilur hafa staðið yfir um tollflokkun hans síðan. Hægt er að lesa meira um söguna hér: Breytingar á flokkun feli ekki í sér afnámi tolla Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði segir að í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA andmæli ráðuneytið réttilega þeirri niðurstöðu ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar og mótmæli rangfærslum sem þar hafi komið fram. „Athygli vekur að ráðuneytið kýs í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um breytta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit WCO, þó ekki verði séð að til þess standi sérstök nauðsyn.“ Samtök fyrirtækja í landbúnaði geri ráð fyrir að boðuð breytingh á tollflokkun feli ekki í sér afnám tolla á vöruna, enda standi engar skuldbindingar til þess. „Boðuð breyting felur ekki í sér afnám tolla. Það er vel hægt að ákvarða toll á ný tollnúmer og við gerum ráð fyrir að svo verði gert í þessu tilfelli,” segir Margrét. “Það er því alveg ljóst að vel er hægt að gæta áfram að samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu sé pólitískur vilji fyrir því. Við höfum ekki fundið annað frá stjórnvöldum en að svo sé,“ er haft eftir Margréti Gísladóttur í tilkynningu.
Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira