Viðskipti innlent

Pólverjar eru 63% útlendinga á atvinnuleysisskrá

Alls voru 2.034 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok september á landinu. Þetta eru hátt í 20% af öllum atvinnulausum samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunnar.

Af þessum fjölda eru 1.273 Pólverjar eða um 63% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins.

Langflestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru starfandi í byggingariðnaði eða 525.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×